Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2005 Fréttir DV Eyjamenn fagna Árna Bæjarráð Vestmanna- eyja lýsir yfir ánægju sinni með störf Árna Johnsen í þágu Eyjamanna. Árni kynnti á dögunum skýrslu áhugahóps, sem hann stýr- ir, um ódýran kost við jarð- göng upp á land. Bæjarráð gengur út frá því að 16 millj- arða króna kostnaðaráætlun Árna og félaga verði hluti af úttekt um framtíðarskipan samgöngumála á milli lands og Eyja, sem nefnd á vegum samgöngumáiaráðherra vinnur nú að. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um loftfar á milli lands og Eyja, en þær þykja htt raunhæfar. Hjónabands- miðlarar handteknir Kínversk hjón hafa verið handtekdn af lög- reglu fyrir að reka falska hjónabandsmiðlun. Eig- inmaðurinn stundaði það að bjóða karlmönnum stefiiumót með „réttu" konunni fyrir þá. í stað „réttu" konunnar sendi hann sína eigin konu á stefnumótin, samkvæmt fréttum Beijing Times. Mennimir voru látnir borga allt að 40 þúsund fyrir stefiiumótin. Talið er að hjónin hafi platað meira en hundrað pipar- sveina með gylliboðum um r£ka og fallega maka. Sveitarstjórn vaknar Sveitarstjórn Austur- byggðar hyggst hitta for- stjóra Samherja, Þorstein Má Baldvinsson, næst þeg- ar hann verður á ferð um Austurland til að ræða við hann um fyrirhugaða lokun og uppsagnir tæplega 50 starfsmanna í ffystihúsi Samherja á Stöðvarfirði. Áður hafði oddviti látið hafa það eftir sér að lokun þessa langstærsta vinnu- staðar á Stöðvarfirði þýði ekki endalok þar sem ný göng á milli Fáskrúösfjarö- ar og Reyðarfjarðar geri leiðina milli Stöðvarfjarðar og álbæjarins jafn langa og frá álbænum til Egilsstaða. Ómar Örvarsson, stýrimaður á Hauki ÍS, var í gær dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir ræktun 190 kannabisplantna. Ákæruvaldið dró úr hófi að koma málinu í dóm svo héraðsdómari ákvað að skilorðsbinda dóminn. Fullyrt er í dómsorði að Ómar hafi ekki áður gerst brotlegur við fikniefnalöggjöf, jafnvel þó hann hafi verið tekinn með 14 kíló af kókaíni árið 1997. Kafteinn Knkaín brant skilnrð en slapp samt Ómar játaði fyrir dðmi að hafa ræktað kannabisplönturnar, bæði á heimib sínu og í kartöflugeymslu íÁrtúnsbrekku. Lögregla gerði fyrst upptækar 178 plöntur af kannabis í kartöflugeymslunni í nóvember árið 2002. Rúmu hálfu ári síðar gerði svo lögregla hús- leit á heimili Ómars að Jórufelli í Reykjavík og fann þar 12 plöntur til viðbótar auk fræja til ræktunar. Með þessum brotum rauf Ómar skilorð sem hann hlaut fyrir hrottafengið ofbeldi gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Þrjár árásir Ómars á þáverandi eiginkonu sfnu áttu sér stað á nokk- urra mánaða tímabili árið 2000. Konan hlaut margvíslega áverka í öll skiptin, beinbrot, skurði, tannmissi og mar. Þrjár árásarhrinur Ómar játaði allar þrjár árásirnar á eiginkonuna fyrir dómi. Fyrsta árás- in var á heimili hjónanna í Reykjavík 30. maí 1999. Þá hrinti Ómar kon- unni á eldhúsborð, sló hana hnefa- höggi í andlit og víðar á líkama, með þeim afleiðingum að þrjár tennur brotnuðu auk þess sem konan hlaut marðist víða um lfkamann. Önnur árásin var í júlí sama ár á heimili þeirra á Blönduósi. Þá réðst Ómar á konuna, dró hana upp stiga á milli hæða og sló hana ítrekað í kvið og bringu. Konan rifbrotnaði á þremur stöðum við árásina. Þriðja og síðasta árás Ómars var svo rúmum mánuði síðar. Þá sneri Ómar upp á handlegg konu sinnar og barði ítrekað í andlit hennar. Konan handar- og herða- blaðsbrotnaði og hlaut skurð á höfði. Dómari vildi skilorð Fyrir þessar þrjár árásir, sem all- ar töldust til aivarlegra líkamsárása, þótti Pétri Guðgeirssyni héraðs- dómara hæfilegt að dæma Ómar í fimm mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til þriggja ára. Það vekur því óneitanlega athygli að brotin sem Ómar sætti dóms vegna nú, ræktun kannabisefna, Héraðsdómarinn Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari. voru að stærstum hluta, framin á skilorði. Þrátt fyrir það og skýlausar játningar Ómars fyrir dómi er það mat Ingveldar Einarsdóttur að seinagangur í rannsókn og meðferð ákæruvalds réttlæti að Ómar sé enn einu sinni dæmdur til að sæta skil- orði í þrjú ár. 14 kíló af kóki ekki á saka- skrá? í dómsorði segir: „Að þessu virtu er refsing ákærða ákveðin 7 mánaða fangelsi, en þar sem langt er um lið- ið frá framningu brotanna og máls- meðferð hjá ákæruvaldi hefur dreg- ist án þess að ákærða verði um kennt, þykir rétt að fresta fullnustu refsivistar ákærða skilorðsbundið í þrjú ár." Það vekur jafhframt athygii við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur nú að í kafla um fyrri dóma Ómars er því haldið fram fullum fetum að Ómar hafi ekki gerst sekur um brot á ávana- og fíkniefrialöggjöf. Þetta er ekki rétt enda hlaut Ómar 20 mánaða fang- elsisdóm árið 1997 fyrir tilraun tii smygls á 14 kílóum af kókaíni frá Curacao í Suður-Amerfku. Ný- verið gagnrýndi forstöðumaður Sendibílastöðvarinnar það að þegar Ómar sótti um starf hjá stöðinni hafi hann framvísað hreinu sakavottorði - þrátt fyr- ir kókaínkílóin fjórtán. Þetta sama brot er ekki enn komið á sakaskrá Ómars, ef marka má dóm héraðs- dóms í gær. helgi@dv.is Heppinn? Ómar Örvarsson stýri- maðurhefurí tvigang verið dæmdurtil refsingar í héraðsdómi en t bæði skiptin hafa dómar yfir honum verið skilorðsbundnir. Fyrír þessar þrjár árásir, sem allar töld- ust til alvarlegra lík- amsárása, þótti Pétri Guðgeirssyni héraðs- dómara hæfi- legt að dæma Ómar í fimm mánaða fangelsi, skil- orðsbund- iðtil þriggja ára. Fertugur kýldi löggu á Kaffi Austurstræti Kýldi löggu og fékk skilorð Rúmlega fertugur Reykvíkingur, Garðar Vilbergsson, var í gær dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa slegið lögregluþjón á Kaffi Austurstræti þann 20. mars síðastliðinn. Garðar kvaðst saklaus þegar málið var þingfest, viðurkenndi að hafa verið ölvaður á staðn- um en kvaðst ekki muna til þess að hafa slegið lögregluþjóninn, Hvað liggur á? taldi það í raunar ólfklegt þar sem hann kvaðst aldrei hafa slegið nokkurn mann. Vitni sem kvödd voru til lýstu því þó hvernig Garðar hafði snöggreiðst þegar lögregla hugðist handtaka hann og slegið lögregluþjóninn svo sá síðarnefndi hiaut áverka á nefi og í munni. Garðar hefur ekki gerst sekur um refsivert háttalag áður og því þótti dómara hæfilegt að skil- orðsbinda dóm yfir honum. „Það sem liggur á er að vinna áfram að, og framleiða, mynd um Klink og Bank, “ segir Þorfmnur Guðnason kvikmyndageröarmaður.„Svo erég einnig að vinna að handriti að stuttmynd sem ég fékk styrk til að gera, en það verður hryllingsmynd". Stærsti hlutafjáreigandi Impregilo rambar á barmi gjaldþrots Impregilo til sölu Stærsti hlutafjár- eigandi Impregilo hef- ur tilkynnt að hlutur þeirra í fyrirtækinu sé til sölu. Gemima SpA á um 20% hlutafjár í Impregilo. Gemima hefur barist við slæma fjárhagsstöðu í nokkurn tíma og hefur skuldastaða fyrirtæk- isins aukist mikið frá því í fyrra. Sala á hlutafé þeirra í Impregilo myndi fela í sér endurfjármögnun á fyrirtækinu. Líklegt er að um 800 miÚjónir evra þurfi tíl að endurgreiða lán og skuldabréf sem eru við það að faila á gjalddaga. Gemima sér því ffarn á mikil íjárútiát á næstunni og er von- Framkvæmdir Impregilo við Kárahnjúka Stærsti hlutafjáreig andi Impregilo vill selja sinn hlut. ast til að sala á hlutnum í Impregilo bjargi þar einhverju, svo ekki þurfi að koma tú gjaldþrots. Lána- drottnar ImpregUo hafa ekki hug á að setja meira fé í starfsemina en í dag verður hald- inn fundur með að- standendum fyrir- tækisins tíl að fara yfir fjárhagsmálin. DV ræddi við Ómar Valdimarsson talsmann ImpregUo sem sagðist ekki kannast gjaldþrot eða stóra sölu hlutafjárs hjá ImpregUo. Hann sagði fyrirtækið vera keypt og selt á hverj- um degi á hlutabréfamörkuðum og neitaði að öðru leyti að ræða málin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.