Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 3
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 3
Nú rétt fyrir jól útskrifuðust þeir Auðunn Blöndal, Pétur Jó-
hann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson af Popptíví. Þeir
hefla göngu sína á Stöð 2 á fimmtudag, einfaldlega sem
„Strákarnir“ og ætla að standa sig með glans.
Fágaðri umgjörð með
sama hráa húmornum
Það kom eflaust mörgum á óvart
að sjá nýja þátt strákanna auglýstan
í sjónvarpsdagskrá fimmtudagsins.
Sjálfsagt engum meira en þeim
sjálfum en í samtali DV við Auðun
Blöndal kemur fram að það hafi
ávallt verið stefnt að því að frum-
sýna þáttinn 3. febrúar. Það má því
búast við að fjölmiðlar landsins
verði uppfullir af auglýsingum og
umfjöllunum um „Strákana"
enda hefur þáttarins verið beðið
með mikilli eftirvæntingu.
„Við erum að setja 70 mínút-
ur í sparibúning," sagði Auð-
unn. „Við kunnum þetta al-
veg orðið, við höfum
til dæmis verið að
taka upp atriði sem
áhorfendur 70
mínútna ættu að
kannast við. En
umgjörðin verður
öllu vandaðri, það
er komið splunku-
nýtt sett sem ég held
að verði stærsta
breytingin. Svo fáum
við alltaf gesti til okkar
á miðvikudagskvöldum
og svo tónlistarmenn á
fimmtudögum sem
munu koma til með að
spila uppáhaldslagið okkar. En
húmorinn verður eins og áður, enda
engin ástæða til að breyta til í þeirri
deild."
Þátturinn verður á dagskrá
flórum sinnum í viku og er hálftíma
langur. Það er eins og gefur að skilja
heldur styttri viðvera á skjánum en
var áður á Popptíví. „Það þýðir að við
getum
Strákarnir ÞeirAuddi,
Pétur og Sveppi byrja
með nýja þáttinn sinn á
Stöð2á fimmtudaginn.
leyft okkur að taka allt það leiðinlega
úr 70 mínútum og hætt að endur-
sýna innslögin. Það verður ekkert
um shkt nema eitthvað verulega
fyndið sé á ferðinni og þá verður
samt ákveðinn tími að líða áður en
viðkomandi innslag verður endur-
sýnt," segir Auðunn. „Þetta er auð-
vitað mikil vinna en það vegur upp á
móti að hún er mjög skemmtileg."
Aðspurður um Jing Jang, nýja
þátt Huga úr 70 mínútum, segir
Auðunn að hann fari vel af stað.
„Þetta er svo nýbyrjað, þátturinn á
talsvert eftir að slípast til
eins og eðlilegt er. Þegar
Simmi og Jói byrjuðu
með 70 mínútur á
sínum tíma tók það
nokkra mánuði að
komast almenni-
lega í gang. Þetta
voru engin meist-
araverk. Það sama
má segja um mig og
Sveppa þegar við byrj-
uðum á skjánum.
Þetta tekur alltaf sinn
tíma en mér finnst
Hugi fara ágædega af
stað með þáttinn
sinn.“
eirikurst@dv.is
Hirt
Þórunn Erna Clausen
— II I I I III —III I l'l I lllllllill lillH
Fulltnafh: Þórunn Erna Clausen.
Fæðingardagurog án 12.september 1975
Maki: Sigurjón Brlnk.
Böm: Tvö stjúpbörn og eitt á leiðinni.
Bifreið: Mitsubishi Galant'92 frekar en '91.
Starf: Leikkona.
Laun: Mjög misjöfn.
Áhugamál: Hestamennska.
Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í
Lottóinu? Þrjár. Annars spila ág aldrei sem
gæti verið ástæðan.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst skemmtilegast að fara á hestbak
eða stunda vinnuna mlna.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ganga
frá sokkum f þvottakörfunni.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða fþróttamaður finnst þér standa
fremsturfdag? Kristín Rós Hákonardóttir.
Uppáhaldstfmarit: Það sem ág kemst í
hverju sinni.
Hver er fallegasti maður sem þú hefur séð
fyrir utan maka? Christopher Plummer í
Sound ofMusic.
Ertu hlynnt eða andvfg ríkisstjóminni?
Hlynnt.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Steven Spielberg svo
hann ráði mig í nýjustu
myndina sína.
Uppáhaldsleikari: Björn
Hlynur Haraldsson.
Uppáhaldsleikkona:
Kate Winslet.
Uppáhaldssöngvari: w.
Maðurinn minn.
Uppáhaldsstjómmálamað-
ur Davíð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndaper-
sóna: Shrek.
Uppáhaldssjónvarpsefhi: The
Amazing Race.
Ertu hlynnt eða andvfg vem vamariiðsins
hér á landi? Eins og staðan er í dag er ég
hlynnt því.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best?
Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Á engan.
Stöð 2, Sjónvarpið eða Skjár einn? Bæði.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn.
Uppáhaldsskemmtistaður: Hverfisbarinn.
Uppáhaldsfélag f fþróttum: Stjarnan.
Stefhurðu að einhverju sérstöku f ffamtfð-
inni: Að halda áfram að bæta mig sem leik-
ari og reyna að halda hamingju í Iffinu.
Hvað ætlar þú að gera f sumarfrfinu? Ætli ég
verði ekki bara heima
með lítið barn.
Þórunn Erna Clausen
Finnst leikarinn Christopher
Piummer mest sexí fyrir utan
makann.
Tónleikahaldarar leggja drög að tón-
leikum sumarsins
Marylin Manson á
leið til landsins?
Þrálátur er orðrómur þess
efnis að djöflarokkarinn
Marilyn Manson sé á leið-
inni tíl landsins. Sagt er að
Ragnheiður Hanson, sú hin
sama og stóð fyrir komu
Metallica hingað síðast-
liðið sumar, ætli sér að
fiytja þennan mjög svo
umdeilda rokkara til fs-
lands. Ekki tókst að ná í
Ragnhildi til að staðfesta
þetta en vænta er tilkynn-
ingar frá henni og Halldóri
Kvaran, samverkamanni
hennar, á morgun um hvað
sé í vændum. Ljóst er að
þau ætla sér að fylgja eftir
góðu gengi sfðasta sumars og dugar
þá ekkert hálfkák. Gera má ráð fyrir
Marilyn Manson Þeir
eru margirsem ekki
velkjast í vafa um ill áhrif
þessa manns á æskulýð
landins en hann er
sagður á leið til landsins.
þvf að Egilshöll sé staðurinn
sem ætlaður er fyrir Manson
en um tímasetningu tón-
leikanna liggur ekkert fyrir
á þessu stigi.
Marilyn Manson þykir ein-
hver sá allra svakalegasti
sem fram hefur komið, daðr-
ar við satanisma og fram-
setning hans á tónleikum
eru mjög í anda þeirra hug-
mynda sem menn gera sér
almennt um þann svarta
sjálfan. Marilyn Manson
hefur víða um heim verið
bannfærður af kristilegum
samtökum sem og öðrum
sem velkjast ekki f hinum
minnsta vafa um hin iilu áhrif sem
hann hefur á æskuiýð.
Siggi Sigurjóns annast talsetn-
ingu á.Latabæ
Sigurður Sigurjónsson leiksljóri
og leikari er nú í viðræðum við
Magnús Scheving um að taka að sér
það verkefni að stýra talsetningu á
Latabæ fyrir hinn íslenska markað.
Vel fer á því en hann leikstýrði
einmitt Glanna glæp í Latabæ sem
settur var upp á sínum tíma í Þjóð-
leikhúsinu við miklar vinsældir.
Tökum Latabæjarþáttanna er
lokið og er nú unnið að eförvinnslu
þáttanna. í fréttum hefúr komið fram
að hinn ofúrvirki Magnús hafi á end-
anum tekið að sér að leikstýra þátt-
unum sjálfum enda hafi engirm haft
við honum sem að því verkefni kom.
Ekki vafðist fyrir Magnúsi að rúlla því
upp samhliða því að hoppa og
skoppa um sviðið í aðskomum
spandexgallanum og túlka fþrótta-
J
Sigurður Sigurjónsson Öllum hnútum
kunnugur i Latabæ.
álfinn af miklum kraffi. Hann hefúr
hins vegar nú bmgðið á það ráð að £á
Sigurð til að stýra talsetningunni.
Hvort það sé hins
vegar til marks um
aö Magnús vilji,
hægja á ferðinni
er hins vegar
ósagtlátið.
Magnús Scheving Hef-
ur leitað til Sigga Sigur-
jóns um að stýra talsetn-
ingu Latabæjarþáttanna
fyrir islenskan markað.
§§!im
AFSLÁTTUR
þar sem stíllinn byrjarl
Baojarlind 4 - Siml: 544 5464
OpiB: mánudaga »11 fðstudaga kl. 10-1B
Laugardaga kl. 1 1 -16. Sunnudaga kl. 13-16
UTSOLULOK