Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Bjargey sýnir myndir sinar á sunnudag DV-mynd Valli Bjargey í þrjúbíó Á morgun kl. 15 verðurlista- mannaspjalll fjölnotasal Hafnarhúss þar sem Bjargey Ólafsdóttir myndlistarkona spjallarvið Ágústu Kristó- fersdóttur list- fræðing um feril sinn og verk fram til þessa. Sýndar verða þrjár stuttmyndir Bjargeyjar: Falskar tennur, Jean og Ég missti næstum vitið. I Hafnarhúsinu stendur núyfír einka- sýning Bjargeyjar Ólafsdóttur þar sem sýnd er nýjasta kvikmynd! leikstjórn og eftir handriti Bjargeyjar með leikur- unum Kristjáni Franklfn Magnúss og Þrúöi Vilhjálmsdóttur.Á sýningunni getur einnig að líta Ijósmyndir sem teknar voru við gerð myndarinnar. Sjargey hefur einbeitt sér að stutt- myndagerö um nokkurt skeiö og á sunnudag gefst gott tækifæri fyrir áhugasama aö skanna feril hennar á því sviöi og átta sig á erindi hennar I myndlistina. Annars er Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús opiö daglega frá kl. 10-17. Á mánudögum er frltt inn og einnig er ókeypis aðgangseyrir fyrir börn yngri en átján ára alla daga. Aðrar sýningar I safninu um þessar mundir eru sýn- ingar á borgarhugmyndum Þórðar Ben Sveinssonar og Ijósmyndasýning Brian Griffín sem Baugur færði Reyk- níkingum að gjöffyrir skömmu. Það er þvl um að gera að llta inn og kíkja á nýjar myndir I eigu safnsins. iiSf^ Verkið fjölfarna Nú falla öll vötn... Listakonan góðkunna Rúri var fulltrúi okkaráTvíæringnum I Feneyjum 2003.1dag verðuropnuð sýning l Listasafni Islands á framlagi hennar, skráðum heimildum I hljóði og mynd affossum I útrýmingarhættu á eyj- unni: Archive-endangered waters. Verkiö var einnig sýnt I Hollandi og Frakklandi á slðasta ári. Rúrí er fyrir löngu orðin landskunn og pefurhaldið sýningar víða um heim við mjög góðan orðstír. Allir kannast við Regnbogann sem stendur við fíug- stöð Leifs Eiríkssonarl öllum sínum lit- brigðum. Rúrí hefuraldrei takmarkað sig við einn miðil I sinni listsköpun. Hún fínnur hugleiðingum sínum far- veg igegnum gjörninga, höggmyndir, stórbrotin umhverfisverk eða innsetn- ingar og það eru ávallt mjög skýrar hugmyndalegar forsendur fyrir verk- unum. Verkið, Archive-endangered waters, er I tilkynningum Listasafnsins kallaö „gagnvirk fjöltækni -innsetning", og er dýrðaróður til náttúrunnar og hug- leiðing um gildi hennar I nútímanum, fortlð og framtlð. Það eróneitanlega skýr tilraun til að minna menn á fall- taltleika okkarl návígi við fallvötnin og hvernig við getum leikið þau fyrir kílóvattið. Farandsýning um húsagerðarlist ítala á síðustu öld leggur undir sig Hampiðjusali Klínk og Bank í Brautarholtinu. Hún spannar verk sem eru allt frá fúturisma og fasisma fram til okkar daga og skyggnist jafnvel inn í framtíðina. ítölsk hús til skoðunar „Þessi sýning er óvenjuleg að því leyti að hér eru dregin saman gögn um það sem hefur verið að gerast í húsa- gerðarlist okkar í nær öld‘‘, segirt Livio Sacchi. „Hún sýnir verk eftir unga og aldna af öllu tagi, bæði heima og erlendis. Einu arkitektamir sem eiga ekki verk hér em þeir sem sitja í Vís- indanefhdinni. Þeir töldu ekki við hæfi að þeirra verk væm sýnd, þar sem hún væri skipulögð af þeim.“ Vel unnin sýning Úrvalið á sýningunni er ótrúlega fjölbreytt og vel frágengin sýningar- spjöldin gera skýra grein fyrir hverri byggingu: hún skiptist í nokkrar deildir: geistíega staði, vinnustaði, íbúðarprojekt, safnahúsnæði, hús í endurbyggingu, gagnrýnendur sem höfðu afgerandi áhrif á þróun greinar- innar. Meðal sögulegra muna á sýn- ingunni em drög að svæði heimsýn- ingarinnar í Róm 1942 sem var byggt eftir stríðið, en hún var aldrei haldin eins og kunnugt er. Hér gefst einstakt tækifæri til að sjá yfírlit um húsagerð einnar þjóðar um aldabil. Á sýningunni sem opnuð verður í dag af menntamálaráðherra em á sjö- unda tug verka eftir marga og ólíka arkitekta frá ýmsum hémðum Ítalíu- skagans. Þama er um að ræða bygg- ingar sem ítalskir arkitektar hafa hann- að víðs vegar um heim. Þær em sýndar með ljósmyndum, upprunalegum teikningum og líkönum. Sögulegur hluti sýningarinnar er tileinkaður meisturum síðustu aldar, sem mótuðu ítalskan arkitektúr fram á áttunda ára- tuginn. Sýningunni fylgir áhugaverð stuttmynd þar sem tvinnað er saman ítölsku landslagi og ítölskum arki- tektúr. 140 þúsund arkitektar Sýningin er skipulögð af utanrikis- og menningamálaráðuneytum Ítalíu og Samtökum ítalskra arkitekta með sína 140 þúsund félagsmenn. Livio Sacchi sem hingað er kominn til að setja sýninguna upp, segir húsnæðið í Klink og Bank í öllum sínum hráleika koma skemmtilega til móts við sýning- arefnið. Sýningin hefur áður verið í glæsilegum sýningarhöllum og hefur áður verið sett upp í Tókíó, Kobe, Brus- sel, Caracas og Osló. Nú er röðin komin að Reykjavík: Sendiherra ítah'u sem er staðsettur í Osló beitti sér fyrir því að hún var hingað flutt og í sam- starfi við ítalsk-íslenska verslunarráðið og Klink og Bank var sýningin sett upp með litíum fýrirvara. Til þess kom stuðningur Icelandair, IGuzzini, Lavazza, Landsbankans, PTT Fiat-um- boðsins, lOlhotel, Homsteina - arki- tekta og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Héðan fer sýningin til Mexíkó. Sýningin verður opin ffá fimmtu- degi til sunnudags frá kl. 14 og 18 og stendur til sunnudagsins 6. mars. Sýn- ingargestum er boðið uppá Lavazza- kaffi til að skerpa einbeitinguna meðan sýningin er skoðuð. Þá verður á boðstólum á sýningarstað myndarleg sýningarskrá um verkin og höfundana fýrir þá sem vilja taka sýningarefrúð með sér heim. Fyrirlestur í dag Áhugasömum skal bent á að í dag kl. 14 verður í Norræna húsinu fyrir- lestur Livio Sacchi, arkitekts, um sýn- inguna og pallborðsumræður verða á eftir um samspil ítalsks og íslensks arkitektúrs. Það er Arldtektafélag ís- lands í samstarfi við aðstandendur sýningarinnar sem stendur fýrir fundinum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Myrkir músíkdagar fagna 25 ára afmæli í ár en hátíðin hefst á morgun með frum- flutningi á sex íslenskum tónverkum, hljómsveitarverkum og barnaóperu. Næstu daga verður mikið um dýrðir í flutningi nýrra íslenskra tónverka. Kammersveit Reykjavíkur heldur hljómleika á sunnudag og Stengjaleikhúsið frumsýnir Undir drekavæng. Ljós á myrkum dögum Kammersveitin á æfingu fyrir sunnudagskvöldið Það em Páll P. Pálsson, Karólína Eiríksdóttir, Gunnar Andraes Krist- insson, Jón Nordal og Tryggvi M. Baldvinsson sem eiga verkin sem Kammersveitin flyffir á sunnudags- kvöldið í Listasafhi íslands. Verk Tryggva Einræður-samræður verður fhímflutt, en það er samið fyrir bassaklarinettu og hljómsveit. Bern- harður Wilkinsson stjómar. Tónskáld kvölds... Páll Pampichler Pálsson fluttist til íslands 1949 og tók að blása í trompet í Sinfóníunni. Hann starfaði um ára- bil sem kórstjóri og aðstoðarhljóm- sveitarstjóri SÍ, en gaf sig æ meir að tónsmíðum er á leið. Páll var einn af meðlimtun Kammersveitarinnar frá upphafi og hefúr samið þó nokkur verk fyrir sveitina, þar á meðai Krist- idliir 2(000), sem Kammersveitin frumflutti í júní 2000 og flutt verður á sunnudag. Verkið er tileinkað minn- ingu Lámsar Sveinssonar trompet- leikara, sem var einn af stolhfélögum Kammersveitarinnar. Karólína Eiríksdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk meistaraprófi í tónlistarsögu og tónvísindum frá Michigan-há- skóla. Karólína hefúr samið íjölda verka af ýmsum toga, þ.á.m. hljóm- sveitarverk, ópem, kammerópem, og fjölda einleiks-, kammer- og söng- verka. Brot sem flutt verður á sunnu- dag var samið fyrir Kammersveitina 1979 og frumflutt á Myrkum músík- dögum 1980 þegar þeir vom haldiúr í fyrsta sinn. Dags Gunnar Andreas Kristinsson lærði tónsmfðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og Konunglega tónlistarhá- skólann í Haag. Verk hans Arma virumque cano - Kveð ég um her- vopn og þann mann... er sótt í upphaf Eneasarkviðu. Jón Nordal er elstur þeirra tón- skálda sem verk eiga á tónleikunum. Hann var einn af fýrstu tónsmíða- nemendum Jóns Þórarinssonar við Tónlistarskólann f Reykjavík, en að loknu prófi þaðan hélt hann áfram tónsmíðanámi í Zúrich á árunum 1949-51. Hann var skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík 1959-92 og fýrsti formaður Musica Nova. Jón var á sínum tíma einn fárra íslenskra tón- skálda sem einbeitti sér að smíði hljómsveitarverka, og eftir hann liggur töluveröur fjöldi verka fyrir hljómsveit, ýmist með eða án einleik- ara. Þar má t.d. nefna Adagio fyrir flautu, hörpu, píanó og strengi (1966), Choralis (1982) og Selló- konsert (1983). Á síðustu árum hefúr orðið eins konar síðbúið ffamhald á hljómsveitartímabilinu með klar- inettukonsertinum Haustvísu (2000) og kammersveitarverkinu Grímu (2002). ... og nætur Jón samdi Grímu fyrir Kammer- sveit Reykjavíkur, sem frumflutti verkið á Listahátíö í Reykjavík í maí 2002. Af því tilefhi sagði Jón: „Þetta er lítið næturljóð eða rökkurstemning. Gríma þýðir líka nótt og jafnvel fyrstu snjóar á haustin. í þessu tilfelli er þetta frekar nóttin. Verkið er stutt og í einum þætti; þetta er stemningsverk fyrir litía kamtnersveit." Tryggvi M. Baldvinsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík Hami lærði tónsnúðar og tónfræði, með álterslu á kontrapunkt, f Vínar- borg og hefur síðan starfað við tón- fræða- og tónsmíðakennslu. Verk hans er samið með styrk frá Musica Nova, Nýsköpunarsjóði tónlistar. Aldarfjórðungur Stofnað var til Myrkra músíkdaga fyrir aldaríjórðung til að koma á firamfæri íslenskum tónverkum sem annars lágu hjá garði. Næstu daga verða á þriðja tug íslenskra tónverka frumflutt: hljómsveitarverk, ný fjölóma raftónverk, ný kammerverk af ýmsum stærðum og gerðum, kór- verk og einleiksverk á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands, Kamm- ersveit Reykjavíkur, með Hljómeyki og CAPUT, KaSa hópurinn verður með tónleika tileinkaða Jórunni Viðar og Graduale Nobili-kóritm verður með tónleika. Þá eru ótaldir smærri tónleikar af ýmsu tagi. Hefur hátíðin náð athygli eriendis og von er á er- lendum gestum til landsins af þessu tilefiú sem ætía að kynna sér íslenska tónlistarmenningu samtímans á há- tíðinni og fjalla um hana á erlendum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er á vefrium www.Iistir.is/darkm usicdays.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.