Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Sérútbúnir ,jðaliansól3rtH’ Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyfils. Segirheiminn farn versnandi. Erlendis hefur notkun ör- yggisbúnaður ileigubita aukist. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson segir flesta farþega vera til sóma en þó séu alltaf einhverjir sem eru erfiðir. Tímabært að skoða ör- yggisbúnað Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir árásir á leigubflstjóra áhyggjuefni. Hann segir öryggiskerfi vera til staðar í leigubflum en ljóst að það þurfi að skoða það betur. „Það er neyðarhnappur í bflunum sem kveikir á talstöð bflanna en þegar alvarlega árásir verða kernur eðli- lega fát á menn og þeir fatta ekki að ýta á hann. Við þurfum að brýna fyrir mönnum að hann sé til staðar og það eigi að nota hann,“ segir Sæmundur. Víða erlendis hafa leigubflstjór- ar GPS-staðsetningartæki í bflun- um svo hægt er að miða út stað- setningu þeirra þegar neyðarkall íleigubílum berst. Sæmundur segir það ekki vera í leigubflum hérlendis. „Það hefur verið rætt um að setja myndavélar í bflana, en ekkert orð- ið úr því. I Danmörgu hafa fleiri og fleiri leigubflstjórar til dæmis sett myndavélar í bflana." Sæmundur segir það vera alveg ljóst að hættur sem steðja að leigubflstjórum séu fyrir hendi. „Heimur versnandi fer. Það kemur lfldega að því að þessi öryggisbúnaður verði settur í bfl- ana en hann er gríðarlega dýr. Við erum þó heppnir miðað við þann Qölda farþega sem við keyrum daglega. Upp tfl hópa er þetta fólk til sóma, en það eru alltaf einhverj- ir sem eru með læti." Aðfaranótt 28. júlí var hringt í Neyðarlínuna. „Ég var skorinn á háls af rónum,“ sagði leigubflstjóri staddur í Vesturbænum. í annarri hendi hélt hann á farsímanum, með hinni hélt hann fyrir blæðandi svöðusár á hálsinum. Hann hafði orðið fyrir fólskulegri árás af hendi farþega. Leigubflstjórinn lifði árásina af fyrir kraftaverk en engu mátti muna að slagæðin færi í sundur. Líf leigubflstjórans er breytt eftir árásina en hann þjáist af streitu, kvíða og svefnleysi. „Ég man ekki effir þessu,“ sagði Guðbjartur J. Sigurðsson fyrir rétti f gær. Honum er gefið að sök að hafa skorið leigubflstjórann á háls. Hann var farþegi í bflnum ásamt þremur félögum sínum. Leigubflstjórinn tók mennina upp í og keyrði þá um Reykjavík. í Vesturbænum fara þrír þeirra út úr bflnum. Einn situr eftir í bflnum og leitar eftir peningum til að greiða iyrir keyrsluna. Ákærði stend- ur fyrir utan bflstjóragluggann sem er opinn. Leigubflstjórinn veit ekki fyrr en hann finnur eitthvað heitt leka niður bringuna á sér. Hann sér mikið blóð og þreifar hálsinn á sér og finn- ur þar opið sár sem nær frá barka og undir eyra. Hann sér ákærða draga að sér höndina. Munaði litlu Leigubflstjórinn bar vitni í hér- aðsdómi f gær og lýstí atvikum. Eftir árásina dró fljótt af honum enda blæddi mikið úr hálsinum á honum. Hann fer út úr bílnum, nær að hringja í Neyðarlínuna úr farsíma sínum og ráfar að nálægu húsi. Ákærði gengur í burtu. „Hlutimir gerðust hratt,“ segir leigubflstjórinn. Von bráðar kom lögreglan sem handtók hina farþegana í bflnum. Síðar sama kvöld var ákærði hand- tekinn. Leigubflstjórinn má teljast heppinn að ekki fór ver. Skurðurinn náði djúpt en skaðaði hvorki barka né slagæð. Litlu máttí þó muna. Sár á sálinni Stórt og áberandi ör er greinilegt á hálsi leigubflstjórans. Framundan er Qöldi lýtaaðgerða til að reyna að fjarlægja það. En sárið innra með honum er ekki hægt að afiná. Leigu- bflstjórinn sagði fyrir dómi í gær að eftir atburðinn hefði hann misst löngun til að vera innan um fólk, fé- lagsveran sem hann var er horfin. Hann vill aldrei framar keyra leigu- bfl. Hjúkrunarfræðingur bar fyrir réttí að leigubflstjórinn þjáðist af áfallastreitu vegna atburðarins, hann lentí í alvarlegri árás og var í lífshættu. Afleiðingamar fyrir sálarlíf hans séu ljósar og líklega þurfi hann að fara í sálfræðimeðferð. Iðrast en neitar sök Lögreglan bar vitni og sagði að Guðbjartur hefði verið afar drukkinn umrætt kvöld. Tveir samferða- manna hans bám einnig vitni, þeir sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis umrætt kvöld en mundu þó eftir atburðinum. Allir em þeir þekktir óreglumenn. Guðbjartur man ekki eftír árásinni. í skýrslu geð- læknis kom fram að Guðbjartur væri sakhæfur en ættí við áfengisvanda að sm'ða. Við neyslu áfengis verða breytingar á honum og hann þjáist af óminni. Geðlæknirinn sagði Guð- bjart hafa verið fullan iðmnar, en neitað sök. Hann sagði þó að ef hann hefði verið sá sem framdi verknað- inn væri það hræðilegt. Öryggismál í óefni Árásir á leigubflstjóra em að þeirra sögn mun algengari en ætla mætti. Leigubflstjórinn segist ekki fá neitt greitt út úr tryggingum vegna árásarinnar þar sem tryggingar leigubflstjóra virðist eingöngu gilda þegar bfllinn er á ferð og gjaldmælir í gangi. Hann hafi hins vegar verið stopp þegar árásin var gerð og segir þetta sæta furðu. „Það felst miklu meira en bara keyrsla í okkar starfi. Við hjálpum fólki í og úr bflum og fleira." Honum finnst undarlegt hvernig er komið fyrir tryggingamál- um leigubflstjóra og öryggismálum. Starfið er hættulegra en marga grunar. Umrætt mál ber þess glöggt vitni. toi@dv.is Guðbjartur J. Sigurðsson gengur út úr réttarsal. Hann segist ekki muna eftirþvf að hafa skorið leigubilstjóra á háls þar sem hann var ofurölvi þegar verkanðurinn átti sér stað. Það á ekki af leigubílstjórum að ganga. Tvö önnur alvarleg mál hafa komið upp síðustu mánuði þar sem ráðist hefur verið á leigubílstjóra við störf sín. Einn bitinn í barkann og annar laminn í hausinn á ferð Tvö mál hafa komið upp á síðustu mánuðum þar sem leigubflstjórar hafa orðið fýrir alvarlegum árásum. í lok nóvember bijálaðist farþegi í leigubfl sem var á leið yfir Hellisheið - ina og sló leigubflstjórann, Jón Hall- dórsson, í hnalckann. Bfllinn var á 90 km hraða. Við árásina brotnuðu tvær tennur í Jóni og nef hans brotnaði einnig. Ölóður farþeginn mölvaði síðar rúður og gekk berserksgang í Litlu kafflstofunni. Jón sagðist í sam- tali við DV áður hafa lent í árás en þá réðst stúlka á hann og hárreytti. Um áramótin síðustu varð svo Magnús Sigurðsson fýrir fólskulegri árás vel klædds manns sem réðst að honum eftír að hafa neitað að inna af hendi greiðslu upp á 340 krónur. „Ég sá að ég gæti ekkert í boxi á mótí honum en ég er þungur, 115 kfló, þannig að ég skellti honum niður og hélt honum þannig," sagði Magnús í viðtali við DV. Magnús segist hafa passað sig á að slasa ekki manninn. „Þegar hann lofaði að hætta þessari vitleysu, slepptí ég honum og fékk þá annað högg á kjammann og sá stjömur aftur. Ég hrópa á hjálp og þá reisir hann sig upp og bítur mig á barkann." Það stórsá á Magnúsi eftir bitíð. „Hann var eins og Hannibal Lecter þar sem hann beit í barkann á mér og hékk þannig," sagði hann. Bæði Jón og Magnús segja árás- imar hafa verið fyrirvaralausar. Magnús sagði það vera voðalegt hvemig fólk héldi að það gæti látíð við leigubflstjóra. „Svona er djobbið orðið," sagði hann. Bitfar á hálsi leigubílstjóra Farþegi beit sig fastan og hékk þar eins og Hannibal Lecter. ■ ■' ■ Fréttaskýring Furöu sætir að leigubílstjóri sem var skorinn á háls síðasta sumar sé á lífi. Hann ber stórt ör á hálsi eftir árásina og hefur þjáðst af áfallastreitu. Ofdrykkjumaðurinn Guðbjartur J. Sigurðsson sem er ákærður fyrir verknaðinn segist ekki muna neitt. Man ekki eftir að hafa skoriö leigubílstjóra á háls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.