Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 47
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 47 Yfirlitssýning um íslenska myndlist á árunum frá kreppu til stríðsloka opnar í Listasafni íslands í dag. Nú er einkum litið til efnisþátta og formrænna breytinga. Fram til 1930 einkennist íslensk listasaga öðru fremur af hinni upp- höfnu rómantísku lahdslagslist. Gagn- rýn augu fundu sér annan farveg en myndlistina á íslandi, þeir sem brum sig frá aimennri borgaralegri stofulist leituðu inn í skopmyndir og vinnslu á umbúðum. Á fjórða áratugnum má greina afgerandi skil þegar fram kemur kynslóð listamanna sem hafnar lands- laginu sem viðfangsefni ogfjallar um ný myndefhi með breyttum efnistökum. Gunnlaugur Scheving, Ásmundur Sveinsson, Snorri Arinbjamar, Sigurjón Ólafsson, Jón Engilberts, Jóhann Briem og Þorvaldur Skúlason sem tvinna saman í verkum sínum nýja alþjóðlega strauma og skírskotun í það nánasta umhverfi sem blasti við. Þorpið, bærinn, fólkið Þorpið, hinn vinnandi maður og hversdagslegt umhverfi verður við- fangsefifiö. Þessi myndefifislega ný- sköpun verður öðru fremur stíll fjórða áramgarins. Þannig er fjórði áratugur- inn ekki aðeins tími nýrra viðfangsefha heldur einnig nýsköpunar í myndmál- inu. Ný sýn á á tengsl listaverksins og veruleikans og ný listræn viðmið ná há- marki með tfrnamótasýningu Svavars Guðnasonar í Reykjavík á abstraktverk- um árið 1945. Þótt formgerðin í verkum þessarar nýju kynslóðar á fjórða ára- tugnum sé um margt frábmgðin inn- byrðis er samt sem áður hægt að tala um sterka viðleitni til huglægrar túlk- unar, og birtist í formgerð sem kenna má við síð-kúbisma í formrænum ÍJfflJj) jjjj Þorpið verður til í myndmálinu. Eitt af olíuverkum Jóns Engilberts á sýningunni. strangleika Þorvalds eða í litrænum ex- pressjónisma Jóns Engilberts. Þetta hafði í för með sér í íslensku samhengi endalok Jfinnar klassísku raunsæju túlkunar þar sem málverkið var fyrst og fremst endurbygging sjónrænnar og úl- finningalegrar reynslu. Umsköpun Expressjónisminn sem lagði áherslu á huglæga túlkun í stað skynrænnar endursköpunar birtist á öðrum áratug 20. aldar í verkum þýskra listamanna og íFrakklandihjá hópi sem Henri Matis- se var helsti fulltrúi fyrir. Hin ex- pressjómska listsýn setur í brennidepil hugtök eins og tjáningu listamannsins, hlutdeild áhorfandans og yfirleitt tengslin á milli listamannsins, verksins og áhorfandans. Expressjómsk afstaða í verkum hinnar nýju kynslóðar á fjórða ára- tugnum, m.a. í andstæðuríkum hátóna litum, kom fyrst ffarn í íslenskri lista- sögu í verkum Finns Jónssonar á þriðja áratugnum en hann kynntist þýska ex- pressjónismanum þegar hann dvaldi í Dresden um 1920. Háðungarsýningin Samhliða þessari nýsköpun í ís- lenskri myndlist þá lifir landslagsmál- veririð á þessum tíma mikið blómaskeið með þá Ásgrím, Jón og Kjarval í broddi fylkingar. Þessi ólíku viðhorf sem greina má í íslenskri myndlist á þessu tímabili fengu pólitíska sviðsetningu með sýn- ingu sem formaður Menntamálaráðs hélt í háðungarskyni vorið 1942 á sex verkum eftir fimm listamenn, en á mið- vikudaginn kl. 17.30 mun Guðni Tóm- asson, listsagnfræðingur flytja fyrir- lestur er nefnist Gefjunarsýningamar 1942 - Jónas frá Hriflu og sönn íslensk myndlist. Virtir menn og vanmetnir Á sýningunni í Listasafifinu við Frí- kirkjuveg eru m.a. verk listamanna sem ekki eru í hópi þeirra sem mest hefur verið hampað: Ásgeir Bjamþórsson, Brynjólfur Þórðarsson, Eggert Guð- mundsson, Eggert Laxdal, Kristinn Pét- ursson, Kristján H. Magnússon, Magn- ús Á. Ámason, Nína Sæmundsson, Karen Agnete Þórarinsson, Sveinn Þór- arinsson, og svo verk eftir hina sem hafa verið í hávegum hafðir: Ásgrímur, Ás- mundur Sveinsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Ó. Scheving, Jó- hannes S. Kjarval, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Jón Stefánsson, Jón Þorleifs- son, Júlíana Sveinsdóttir, Kristín Jóns- dóttir, Nína Tryggvadóttir, Sigurjón Ólafsson, Snorri Arinbjamar, Svavar og Þorvaldur Skúlason. Þá er bara spum- ingin hvers vegna em á sýningunni engin verk eftir Freymóð Jóhannesson? BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar I kvöld kl 20 - UPPSEII, Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20 - UPPSEII, Lau 12/2 kl 20 - UPPSEU, Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 - UPPSEU, Lau 19/2 kl 20 Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 HERI HERASON e. Coline Serreau Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 Sfðustu sýningar LINA LANGSOKKUR e. Astrid Undgren Su30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 - AUKA5ÝNINC, Su 27/2 kl 14-AUKASÝNlNG5*5usiusýmngar Böm 12 ára og yngri fá fritt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar NÁMSKEIÐ UM VESTURFARNA HEFST f BORGARLEIKHÚSINU 2. FEBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upp- haf vesturferða Glsli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur fslendinga Helga ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og að- stæður frumbyggjanna Böðvar Guð- mundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-fs- lendingum. Skráning hjá Mlmi Sl- menntun á www.mimi.is eða i slma 5801800. Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna Miðasöiusími 568 8000 midasaia@borgarleikhus.is Miðasaia á netinu wvvvv.borgarieikhus.is Miðasalan í Borgarieikhúsínu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ VIÐ ERUM OLL MARLENE DIETRICH FOR e. Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæíing Fi 3/2 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning Fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning Su 6/2 kl 20 Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20, « Fö 11/2 - LOKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik I aðalhlutverki Su 30/1 kl 20 - UPPSEIX, Lau 5/2 kl 20 - UPPSEU, Lau 12/2 kl 20 - UPPSEIT, Su 13/2 kl 20, Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 Sýningum iýkur i febrúar AUSA eftir Lee Hall I samstarfi við LA. ( kvöld kl 20, Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20 Ath: Míðaverð kr. 1.S00 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf.Á SENUNNI.SÖGN ehf. og LA Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR efcr Agnar Jón Egilsson. I samstarfi við TÓBÍAS. Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning I kvöld kl 20 - UPPSELT Su 30/1 kl 14 AUKASÝNING Aðeins þessar sýningar. LEIKHÚSMAL: FASTRÁÐNtNGAR LISTAMANNA / samstarfi við Leiklistarsamband Islands Frummælendur: Arnar Jónsson, Karen María Jónsdóttir, Viðar Eggertsson I dag kl 16- Öllum opið eftir Böðvar Guðmundsson ' ! t % Leikgerð: Bjamijónsson i*ff' í samvinnu við Þórhild[j Þorleifsdóttu Vytautas Narbutas og leil^hópinn. ’ „Sýnirigin er veisla fyrir augað og gædd glæsitegum skyndiáhlaupum í lýsandi mannlegum öriögum sem opna stór svið tilfinninga: ótta, vonar, ósigurs * og vinninga, hláturs og harma. Þetta er glæsilega hugsuð og ^ velbyggð leiksýning sem er Á öllum þeiijtJl|S<jfMjem að * jf || hennistanda" PBb DV Viðskiptavinir KB banka fá 20% afslátt af miðaverði á Híbýli vindanna í febrúar. Œ BORGARLEIKHUSIÐ Leikiclag Ruvkjavikui • Lislabraut i • 103 Rcykjavik Miðasala 56S 8000 ■ www.boigai lcikhus.is KB BAN KI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.