Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR Helgarblað DV Danielle Keener er fórnarlamb naugðunar og morðtilraunar. Hún tók þá ákvörðun að mæta fyrir rétt til að bera vitni gegn manninum sem nauðgaði henni þó að hún þyrfti þess ekki. Hún segir það hafa verið skyldu sína þótt það hafi tekið mjög á. Mætti sjálfviljng í réttarsalinn til aö mæta nauðgara sínum Hin 18 ára gamla Danielle Keener vaknaði á Samaritan sjúkra- húsinu í Pennsylvínu-fylki Banda- ríkjanna veturinn 2000 eftir að hafa legið í dái í nokkra daga. Henni hafði verið nauðgað á hrottalegan hátt og síðan hafði hún verið skotin í andlitið. Danielle iifði af fyrir hreina tilviljun og strax eftir að hún vaknaði þurfti hún að upplifa alla martröðina aftur með þvf að ganga í gegnum réttarhöldin þar sem hún þurfti m.a. að rifja atburðinn upp fyrir framan manninn sem nauðg- aði henni. Skotinn í andlitið „Þegar ég vaknaði úr dáinu þurfti ég þegar að gefa lögreglunni skýrslu. Kjálkamir á mér voru víraðir saman og sársaukinn gríðarlegur þannig að ég þurfti að skrifa allt á blað, sem var miklu erfiðara," segir Danielle Keener, sem eins og áður sagði var aðeins 18 ára þegar atburðimir áttu sér stað. „Ég var að ganga með Dan vini mínum þegar maður á bíl kemur upp að okkur. Hann beindi byssu að Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á vorönn 2005 er til 15. febrúar nk. Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á: • Dvalarstyrk (dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu vegna • Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Upplýsingar og skráning umsókna vegna vorannar/sumarannar 2005 er á www.lin.is. Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd okkur og sagði okkur að fara inn. Hann keyrði með okkur á afvikinn stað og læsti Dan í skottinu. Svo nauðgaði hann mér,“ riíjar Danielle upp. „A meðan nauðguninni stóð datt mér ekki einu sinni í hug að öskra, ég reyndi bara að flýja á einhvern ann- an stað í huganum. Þegar ég heyrði í rennilásnum hans vissi ég svo að hann var búinn. Síðan náði hann í Dan og skaut hann. Síðan skaut hann mig, meira man ég varla," seg- ir Danielle sem var skotin í fótinn og andlitið. „Síðan komst ég að því að hann hefði hent okkur í ána en fyrir til- viljun fann veiðimaður okkur þar fljótandi um. Hann náði í hjálp og við björguðumst." Hugrekkið uppmálað „Rúmlega mánuði eftir að þetta gerðist þurfti ég svo aftur að horfast í augu við manninn sem nauðgaði mér,“ segir Danielle en lögreglan hafði þegar handtekið hinn 41 árs gamla William Babner vegna máls- ins. „Þama var bara verið að sýna fram á að næg gögn væru til að kæra hann. Þetta stóð ekki lengi en var gríðarlega erfitt, þetta var samt barnaleikur miðað við sjálf réttar- höldin," segir Danielle. „Vikurnar ffam að réttarhöld- unum voru mjög erfiðar. Ég svaf eig- inlega ekki neitt og þegar ég svaf vaknaði ég við martraðirnar. For- eldrar mínir, lögreglan og saksóknar- ar sögðu mér að ég þyrfti ekki að bera vitni í réttarsalnum, þeir hefðu næg gögn til að sakfella hann. Ég vildi samt gera það," segir Danielle, hugrekkið uppmálað. „Ég varö að gera það. Ég var að segja mína sögu. Mig langaði lflca til að sýna manninum sem gerði mér þetta að ég væri ekki lengur fórnar- lamb, ég væri sterkari en hann og að ég bæri höfuðið hátt þrátt fyrir það sem hann gerði mér.“ Varð að gera þetta „Það er ekkert mál að tala um það ef einhver reynir að drepa mann, alla vega ekki í samanburði við að rifja upp nauðgun sem maður hefur orð- ið fyrir. Það er svo miklu persónu- legra, það er eins og allt sem manni þyki vænt um sé tekið frá manni. En ég var ákveðin í að sýna Babner að hann gæti svipt mig sjálfsvirðing- unni um stundarsakir en ekki að ei- Lífu," segir Danielle sem mætti í rétt- arsalinn, sagði sína sögu og fór svo út. „Síðan grét égbara. Mér fannst ég ekki vera hugrökk eins og ailir höfðu sagt við mig. Mér fannst bara að ég hefði verið að gera það sem ég þurfti að gera. Síðan mætti ég í réttarhöld- in dagana á eftir. Þá leit ég reglulega yfir til Babners þrátt fyrir að berjast við að gera það ekki. En forvitnin var sterkari. Lfldega langaði mig að sjá einhverja iðrun eða ótta í augum hans. Það sá ég aldrei, það eina sem hann gerði var að brosa," segir Dani- elle. Babner var síðan dæmur í Kfstíð- arfangelsi og þá nótt sagðist Danielle hafa sofið vel. „Það var gott að vita að hann hafði fengið sína refsingu. Strax að réttarhöldunum loknum gengu syst- ir Babners og bróðir að mér til að biðjast afsökunar á bróður sínum. Ég sagði að þetta væri ekki þeim að kenna og tók utan um systur hans og ræddi við hana," segir Danielle sem segist óðum vera að jafna sig. „Sárin í andlitinu voru löguð með alls konar aðgerðum en sárin á sálinni gróa aldrei alveg. En mér fannst ég gera rétt í því að koma fram og segja mína sögu, mér fannst ég þurfa að gera það og ég held að það hafi hjálpað mér að takast á við þetta." Don Salomo ne handtek- inn í Kðben ítalskur mafíu- foringi var handtekinn við Frederiks- havn í Kaup- mannahöfn nú í vikunni. Maðurinn, hinn fimmtugi Emidio Salomone, hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í rúm tvö ár í tengslum við skipulagða glæpa- starfsemi. Meðal þess-sem honum er gefið að sök er peningaþvætti, eiturlyfjainnfluttningur og sala, ólöglega dreifing og sala á skot- vopnum auk þess sem hann er tal- inn viðriðinn fleiri en eitt morð. Emido þessi mun vera einn af tveimur æðstu mönnum i glæpa- hring á Ítalíu sem telur um 7 00 virka meðlimi en flestir þeirra munu vera starfandi íRóm. Mað- urinn var dæmdur i 27 ára fangelsi i Danmörku og hefur hann kært þann úrskurð. Fastlega er búist við þvi að hann verði framseldur til Ítalíu en náin samvinna var höfð við ítölsku lögregluna þegar Emi- dio var handtekinn í Kaupmanna- höfn í vikunni þarsem hann dvaldi hjá pari sem er afítölskum ættum. 10 ára hand- teknir fyrir teikn- ingu Tveir bandarískir piltar) frá Florída voru hand- teknir fyrir skemmstu vegna teikningar sem þeir gerðu i kennslustund. Piltarnir, sem báðir eru /70 ára bekk, voru í myndmenntartíma þegar þeir teiknuðu í sameiningu mynd af bekkjarbróður sínum þar sem verið var að hengja hann og stinga með hnífum. Kennarinn sá þetta og þegar var hringt á lög- reglunni sem leiddi piltana í burt i handjárnum. Þeir voru svo kærðir fyrir að hafa gert skriflega hótun um að myrða eða líkamsmeiða aðra manneskju. Þeir voru líka reknir úr skólanum. Málið hefur skiljanlega vakið nokkra eftirtekt og hafa margir, þ.á.m. foreldrar drengjanna sem hlut eiga að máli, tjáð sig um málið.„Maður skilur ekki hvers vegna skólakerfið og foreldrarnir eru ekki látnir taka á þessu máli i stað réttarkerfisins," sagði einn foreldranna um málið. Fjórðungur unglings- drengja af- brotamenn Breska rikis- stjórnin kynnti niður- stöður nýrrar rannsóknar fyrir skemmstu þar sem í Ijós kom að ungir piltar eru tíðir afbrotamenn. Rannsóknin sýndi að piltar á aldr- inum 74-77 ára fremja reglulega rán, innbrot, líkamsárásir milli þess sem þeir selja eiturlyf. Tæp- lega helmingur drengja á þessum aldri viðurkenndi að hafa framið eitthvað afáðurtöldum afbrotum og um 25% drengjanna sögðust hafa framið brotin nokkrum sinnum. Þetta hefur vakið upp nokkrar áhyggjur á Bret- landseyjum en menn úr afbrota- og skólageiranum segja að fólk þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur afþessu.„Flest brotanna eru minniháttar þannig að það er engin ástæða til að fyllast skelf- ingu en þetta er vissulega þróun sem er varhugaverð og koma verður í veg fyrir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.