Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 54
r 54 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Hjaðningavígin byrja í Samfylkingunni Eldar eru farnir að loga vegna for- mannskjörs í Samfylkingunni. Þó eru flórir mánuðir í kosninguna. í Danmörku taka þeir sér fimm vikur til að velja 179 manna þing. í Sam- fylkingunni ætla þeir að verja fjórum mánuðum til að velja á miÚi tveggja einstaklinga sem koma úr sömu fjöl- skyldu. Maður fær ekki varist þeirri ctilhugsun að þetta sé klúður - klaufalega hönnuð atburðarás. Það væri þá ekki í fyrsta sinn í stuttri sögu flokksins. Tvær kosningabar- áttur Samfylkingarinnar hafa verið lánlitlar; í bæði skiptin hefur flokknum tekist að glutra niður stöðu sem virtist vænleg. Síðast fór í gang einkennileg rás atburða þegar mjög öflugur borgarstjóri var óvænt kallaður inn á framboðsbsta, settur í næsta vonlítið baráttusæti og komst heldur ekki á þing. Flokksmenn í skotgafirnar Ingibjörg Sólrún er enn að súpa seyðið af þessari tilgangslausu áhættu. Hún er í erfiðri stöðu til að ^berjast um formannssætið, kemst ekki jafn greiðlega í fjölmiðla og össur Skarphéðinsson sem þar er mjög vinmargur, hefur ekki ræðu- stólinn í þinginu til að tala úr. Mér telst til að síðan þing hófst aftur fyrir örfáum dögum hafi össur komið upp þrisvar með einhvern stjörnu- leik. Svo er spurning hvort hann kann sér hóf í þessu - menn sem eru sífellt að hrópa í þinginu geta virkað kjánalegir. Flokksmenn virðast altént vera komnir ofan í skotgrafirnar strax - þeir sem eru ekki standandi hissa. Fylkingarnar eru farnar að skipu- leggja sig með undirróðri og baknagi. Það er jafnvel talað um að flýta kosningunni enn til að forðast ■*svo langdregna baráttu. Sú hug- mynd virkar fátkennd. Fljótræði og prímadonnu- stælar En upphaf kosningabaráttunnar boðar satt að segja ekki gott fyrir Samfylkinguna. össur var í miklum ham í sjónvarpsfréttum á sunnudag, talaði um „þetta fólk“ - það er að segja liðsmenn svilkonu sinnar Ingi- bjargar Sólrúnar. Kristrún Heimis- dóttir hafði misst út úr sér að honum væri ekki treyst til að verða forsætisráðherra, Gylfi Arnbjörns- son sagði að verkalýðshreyfingin styddi Ingibjörgu. Þegar Össur birt- Egill Helgason veltir sér upp úr for- mannskjörinu í Sam- fylkingunni Laugardagskj allar i ist þarna í fréttunum var eins og hann væri að leggja sig í framkróka um að staðfesta verstu grunsemd- irnar um sig - að hann sé fljótfær, uppstökkur, ekki nógu yfirvegaður. Ingibjörg Sólrún fór ekki betur að ráði sínu í fréttum tveimur kvöldum síðar. Þá sagði hún að hún myndi jafnvel hætta í pólitík ef hún yrði ekki kosin formaður. Hvernig átti að skilja þetta - var það hótun til flokksmanna? Eða voru skilaboðin: Þið getið ekki verið án mín. Altént virkaði það eins og prímadonnu- stælar. Aðdáendum Ingibjargar er raunar tamt að h'ta á það sem sögu- lega nauðsyn að hún verði formaður Samfýlkingarinnar, líkt og það sé nánast óhjákvæmilegt. Þess vegna töldu þeir sig geta beðið fyrir tveimur árum þegar henni hefði verið í lófa lagt að taka yfir flokkinn með því einu að rétta fram hendina. Kvennafylgi og landsbyggðin Fjölmiðlarnir dunda sér nú við að kortleggja afstöðu þingmanna og áhrifafólks í Samfýlkingunni. Þar kemur svo sem ekki margt á óvart - helst er spurt hvar Jóhanna Sig- urðardóttir og Bryndís Hlöðvers- dóttir standa. Hugsanlegt er að tök össurar á þingflokknum risti ekki al- veg jafn djúpt og talið hefur verið. Ingibjörg Sólrún hefur augljóslega mikið kvennafylgi; í flokki sem sækir sextíu prósent af fylgi sínu til kvenna verður mikið hamrað á því að hún sé kona - sú fýrsta sem getur náð svo langt í íslenskum stjórnmálum að leiða fjöldaflokk. Á hinn bóginn er talað um að hún geti staðið tæpt á landsbyggðinni. Þar er búið að ala á slíkri tortryggni í garð Reykjavíkur að fyrrverandi borgarstjóri þykir ósjálfrátt vafasöm persóna. Hvað gerðist fyrir síðustu kosningar? Samfýlkingin sér forsætisráð- herraembættið í hihingum - það verður mikið um það rætt. Ingibjörg 12. vikna Barna Kick Box námskeið hefjast Sunnudaginn 6. febrúar. kl. 12:00. Aldur frá 5 - 8 ára og 9 - 12 ára Skráning í síma 553 - 5590 ^ess ceA, IPUMPINGIRON Pumping Iron. Dugguvogi 12 . www.pumpingiron.is pumping@pumpingiron.is Sóhún var dubbuð upp sem forsæt- isráðherraefni í síðustu kosningum. í því fólst auðvitað viðurkenning á því að kjósendur treystu Össuri ekki almennilega. í kosningabaráttunni var eins og Samfýlkingin héldi að ekki þyrfti annað en að veifa myndum af Ingibjörgu. Hún átti að leggja til töfrana sem höfðu tryggt R- listanum þrjá kosningasigra. Raunar væri mjög forvitnilegt að vita hvernig þetta bar að - maður horfir til fjölmiðlanna að upplýsa það í aðdraganda formannskjörsins. Lokkaði Össur Ingibjörgu út úr Ráð- húsinu og skildi hana síðan eftir úti á berangri líkt og stundum er haldið fram? Eða var það kannski þveröfugt - að Ingibjörg tróð sér inn á fram- boðshstann eftir að prófkjör hafði farið fram, í sæti sem hún taldi í of- læti sínu að myndi skila henni inn á þing og í Stjórnarráðið? Altént er ljóst að stuðningsmenn Ingibjargar reiddust mjög þegar össur kom í sjónvarp daginn eftir kosningarnar og eignaði sér 31 pró- senta fýlgi Samfylkingarinnar. Talað var um að Össur kynni ekki þakklæti. Á móti kemur að Ingi- björg stóð sig ekki sérlega vel í kosningabaráttunni - það var nokkuð yfirdrifið að fara tvær ferðir upp í Borgarnes. Hún virtist ekki nógu vel undirbúin - alls ekki viss um hvert erindið var. Eða var það kannski flokkurinn sem var ekki til- búinn - og er þáhugsanlega við for- manninn að sakast? Hraðlestin til hægri Menn eru að krefjast þess, þar á meðal höfundur Reykjavíkurbréfs, að Ingibjörg geri grein fyrir fram- boði sínu - hvar hún standi í póhtík. Það verður svosem fróðlegt að fá að heyra nánar um afstöðu hennar til utanrfkismála, hringamyndunar, skatta, einkavæðingar. í Fréttablað- inu segir að hún standi til vinstri við Össur. Málefnaágreiningurinn virð- ist samt harla tilviljanakenndur. Þau hafa bæði verið lengi í hraðlestinni til hægri - komið á fleygiferð utan af hinum marxíska vinstri kanti yfir á hina nokkuð þokukenndu miðju þar sem stefnumiðin eru ekki ahtof greinileg. Þau hafa bæði reynt að finna sér fyrirmyndir í útlöndum en oft ekki uppskorið annað en innantóma frasa sem entust stutt. Blair, Schröder og Jospin eru allir fallnir af stalli átrúnaðargoða; enginn Kristrún Heimisdóttir hafði misst út úr sér að honum væri ekki treyst til að verða for- sætisráðherra, Gylfi Arnbjörnsson sagði að verkaiýðshreyfingin styddi Ingibjörgu. Þeg- ar Össur birtist þarna í fréttunum var eins og hann væri að leggja sig í framkróka um að staðfesta verstu grun- semdirnar um sig - að hann sé fljótfær, upp- stökkur, ekki nógu yf- irvegaður. nefnir „Þriðju leiðina" nema að fara svolítið hjá sér. í reynd eru þau frekar pragmatísk bæði tvö, teljast seint miklir hugmyndafræðingar. Þannig er ekki við því að búast að hvorugt þeirra myndi gera róttækar breytingar á íslensku samfélagi. Kalkúlerað diss á Ingibjörgu í umræðunni í fjölmiðlum hefur komið upp sú staðreynd að einungis örfáir stjórnarhðar mættu í fimm- tugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar á gamlársdag - var það nema Siv Frið- leifsdóttir? Þingmaður sem ég ræddi við taldi að þetta hefðu jafnvel verið samantekin ráð - „kalkúlerað diss“ voru orðin sem hann notaði. Á móti er bent á að stjórnarliðar hafi ekki látið sig vanta í afmælis- veislu hjá Össuri. Þar stal Davíð Oddsson senunni með skemmtilegri ræðu. Vitað er að í reynd hefur verið nokkuð gott milh össurar og Davíðs aht síðan þeir sátu saman í ríkis- stjórn fýrir áratug. Þeir eiga ekki illa skap saman. Því er jafnvel haldið fram að Davíð sé fýrirmynd Össurar - kannski ómeðvitað. Ööruvísi og betri stjórnmál? Ingibjörg Sólrún er hins vegar vægast sagt óvinsæl meðal stjórnar- liða. Framsóknarmenn þola hana iha eftir að þeir ráku hana úr stóli borgarstjóra. Forystu Sjálfstæðis- flokksins er líka uppsigað við hana - vísast eru það aðallega sárindi eftir öh árin í borgarstjórn. Maður hlýtur samt að spyrja hvers vegna fyrsta konan sem kemst svo nærri tindi stjórnmálanna skuh vekja svo mikla andúð? Sennhega er þetta líka spurning um stfl. Össur er hrókur alls fagn- aðar, flestum finnst hann „fínn ná- ungi", meðan Ingibjörg er varari um sig, fjarlægari, getur virst hrokafull. Ingibjörg og samferðamenn hennar í pólitík láta líka stundum eins og þau séu betri en aðrir stjórnmála- menn - að þau séu hafin yfir þrasið, vhji stunda öðruvísi og betri stjórn- mál. Þetta hefur farið í taugarnar á mörgum stjórnmálamanninum. Og stundum hefur vissulega vantað dá- lítið upp á skilgreiningar á þessari nýju pólitík - svo þetta hljómi sem annað og meira en orðagjálfur. Hvort er hættulegra? En í framhaldi af þessu hlýtur maður að spyrja hvort stjórnarlið- um finnist sér stafa meiri ógn af Ingibjörgu eða Össuri - hvort þeirra sé hættulegra. Aðalmál Samfylking- arinnar er að komast í ríkisstjórn, varla seinna en í næstu kosningum. Að varast að flokkurinn festist í þunglyndislegri eyðimerkurgöngu eilífrar stjórnarandstöðu. Maður heyrir meldingar um að Halldór og Davíð telji sig ekki geta unnið með Ingibjörgu, en hins vegar væru þeir ekkert afhuga því að kippa Össuri með sér í stjórn. Sumt af þessu hljómar raunar eins og óbeinn stuðningur stjórnarliða við félaga Össur. Og þá kannski í leiðinni dul- in skilaboð um að þeim þyki hann meðfærilegri. í því fáti sem er á Samfylkingunni heyrir maður að sé komin í gang herferð gegn ónafngreindum „vin- um Ingibjargar" fremur en beinlínis gegn henni. Á móti láta Ingibjargar- liðar það ganga út að össur sé ein- hvers konar Neh Kinnock, góður til síns brúks, en ekki treystandi. Hvort þeirra getur komið flokknum í stjórn? Th mín kom h'tih fugl og hvíslaði: kannski hvorugt þeirra? Lfldega er þó enginn annar í flokknum sem hefur burði th að taka við starfinu. Heimasíða Egils erá Vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.