Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 51
DV Sport LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 5f Feitin þurrkuð Gera þurfti hlé á leik Islendinga og Rússa á HM ígær vegna þess hve gólfíð var sleipt. Hér sjást starfsmenn hallarinnar í Túnis reyna að þurrka burt feitina á gólfinu. DV-mynd Andreas Waltz Sannleikur Sigga Sveins Handboltahetjan Sigurður Sveinsson segir sína skoðun á íslenska landsliðinu í handknattleik sem tekur þátt í heimsmeistaramðtinu í Túnis. f gær mætti íslenska liðið því rússneska. Það er nú ekki mikið að segja. Fyrri háifleikur byrjaði hálfiurðu- lega þar sem menn voru fljótandi út um ailan völl. En þeir sýndu frábæran karakter í fyrri hálfleik með því að vinna þetta upp og komastyfir. Seinni hálfleikur var afhroö, því miður. Við skorum ekki nema 10 mörk í seinni hálfleik. Bæði vamar- og sóknarleikur var engan veginn aö ganga upp og við höföum engar lausnir gegn þeim. Lykilmenn eru að klikka og ég hefði viljað sjá Amór meira inn á, leyfa honum að spreyta sig á miðjunni. Við virtumst bara ekki hafa skapiö í að gefa okkur alla 100% í þetta. Það er bara mjög sorglegt og mér sýnist að þetta mót sé bara búið hjá okkur. Stærsti höfuðverkurinn er náttúrulega vamarleikurinn. Við vitum ekki almennilega hvaða vöm við eigum að spila. Viggó er aö prófa þama vöm í byrjun sem virkaði engan veginn. Svo gengur þetta ágætlega á tfmabili. Svo fáum við á okkur mjög ódýr mörk, bæði úr hraðupp- hlaupum og á línunni og svo erum við að láta hlunkinn í mark- inu verja frá okkur trekk í trekk. Við áttum aldrei séns eftir vissan tímapunkt í semni hálfleik. Þá var þetta búið og menn gáfust ein- hvem veginn bara upp. Hættan á því þegar gengur illa í 5-6 mínútur er sú að menn tapa oft sjálfstraustinu og þá vantar menn til að taka af skarið. Og menn verða aö taka það með í spilið þegar þeir gagnrýna Ólaf að hann er tekinn mjög stíft á tíu metrum og eitt af vandamálum er að okkur skortir lausn á því. Hann getur ekki verið einn aö berjast og það þarf aö hjálpa hon- um inn í leikinn. Rússar tapa ekki niður 5 marka forystu tvisvar og þetta var fjarlægt markmið, að vera ein af sexbestuþjóð- unum. Það þarfaðsetjast niðurog sparka í rass- gatið á okkur, ekkibaraleik- menn heldur Viggólíka. Lausnar er þörf Von íslenska landsliðsins um að komast í milliriðil hangir herðum Kúveita en eftir leiki dagsins er ljóst að Kúveit verður að vinna Tékkland í dag til að ísland komist? áfram. ísland steinlá fyrir Rússum, 29-22. Vonir íslenska landsliðsins í handbolta urðu að engu þegar þeir lentu í hrömmunum á rússnesku húnunum í næstsíðasta leik liðsins á HM í Túnis. Eftir 29-22 tap og sigur Tékka á Slóvenum í gær er það ljóst að íslenska liðið leikur sinn síðasta leik gegn Al- síringum í dag og verður að sætta sig við það að komast ekki áfram á þriðja stórmótinu í röð. íslenska liðið vann sig glæsilega inn í leikinn eftir skelfilega byrjun en í síðari hálfleik átti liðið aldrei möguleika í stóra og sterka Rússa. Upphafsmínútur leiksins gegn Rússum voru hrein martröð og eftir rétt tæpan sjö mínútna leik var liðið ekki enn búið að skora og Rússarnir komnir í 5-0. Fimmtán mínútna töf varð þá á leiknum vegna fitudrullu á gólfinu sem kostaði bæði þá Markus Mána og Guðjón Val Sigurðsson flugferð á upphafsmínútum leiksins. Viggó Sigurðsson nýtti hléið til að endurmeta vamarleikinn og liðið breytti yfir í 5:1 vörn og rússneska liðið skoraði aðeins sjö mörk gegn 12 síðustu 24 mínútur leiksins. Rússar skoruðu síðasta mark hálf- leiksins um leið og lokaflautið gall og lögðu línurnar fyrir upphaf seinni hálfleiks þegar Ktið gekk hjá íslensku strákunum hvort sem er í sókn (5 mörk í fyrstu 15 sóknunum) eða vörninni en Rússar skoruðu 9 mörk úr fyrstu 11 sóknum hálfleiksins. Roland Valur varði frábærlega í fyrri hálfleik eins og öllum þremur leikjunum sem hann hefur spilað en jafnframt lak allt inn hjá honum í Jl_______ nr- - Ísland-Rússland 22-29(12-12) Leikmenn Mörk/víti-Skot (stoðs.) Alexander Peterson 5-6 (2) Ólafur Stefánsson 5/4-10/5 (7) Guðjón Valur Sigurðsson 5-10 (1) Markús Máni Michaelsson 2-4 (2) Ólafur Stefánsson brást eins og áður í keppninni og það var einungis Alexander Peterson sem getur gengið stoltur frá þessum leik. seinni hálfleik. Hlutverk Rolands er þó ekki öfundsverð enda var vörnin galopin lungann úr leiknum. Ólafur Stefánsson brást eins og áður í keppninni og það var ein- ungis Alexander Peterson sem getur gengið stoltur frá þessum leik en strákurinn skoraði 5 mörk úr 6 skot- um. Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði þrjú af fimm mörkum sínum úr hraðaupphlaupum á mínútukafla í fyrri hálfleik en mest allan leikinn var hann í miklum vandræðum eins og félagar hans í liðinu og þá sér- staklega Róbert Gunnarsson sem fann ekki leiðina í markið í fyrsta sinn undir stjórn Viggós Sigurðs- sonar. Leikur Rússa var þung- lammalegur en árangursríkur og þó að Rússar hafi oftast litið mun betur út unnu þeir okkur örugglega eins og í öll hin tíu skiptin sem liðin hafa mæst á stórmóti. Dagur Sigurðsson 2-5 (0) Einar Hóimgeirsson 2-7 (1) Vignir Svavarsson 1-2(1) Vilhjáimur Halldórsson 0-1 (0) Róbert Gunnarsson 0-3 (0) Markverðir Varin/víti-Skot (hlutfall) Roland Valur Eradze 14-37/1 (38%) Birkir í. Guðmundss. 4/1-10/1(40%) Tölfræðin ísland-Slóvenía Hraðaupphlaupsmörk: 7-3 (Guðjón Valur 4, Alexander 2, Vignir). Vítanýting (fiskuð): 4 af 5 80% (Róbert 3, Guöjón Valur. Markús Máni). Varin skot í vörn: 6-3 (Markús Máni 3, Vignir 3). Tapaðir boltar: 12-10. Brottvfsanir (f mín): 8 mín.-8 min. Gangur leiksins: I. til 10. mínúta: 1 -5 (-4). II. til 20. mínúta: 4-4 (0). 21. til 30. mínúta: 7-3 (-i-4). 31. til 40. mínúta: 4-7 (-3). 41. til 50. mínúta: 3-5 (-2). 51. til 60. mínúta: 3-5 (-2). Ólafur Stefánsson fékk dæmd á sig þrjú soknarbrot i fyrri halfleik, tvivegis ruðning og einu sinni fyrir ólöglega blokkeringu. Roland Eradze varði 11 skot í fyrri hálfleik (48%) en aðeins 3 skot i þeim seinni (21%). Róbert Gunnarsson skoraði ekki eitt einasta mark í leiknum gegn Rússum en það er i fyrsta sinn sem það gerist í leik með islenska landsliðinu undir stjórn Viggó Sigurðssonar. Eykur orku og brennslu á við 30 mínútna skokk á dag. Jafnar blóðsykur er vatnslosandi, andoxunarríkt og hressandi. m etasys Dwl+in/'fl í UwnnrlnrrtiÁi'mm J Bylting í þyngdarstjórnun Öflugt grænt te í hylkjum frá Metasys metasys Línurnar í lag með Metasys Fæst í apótekum og heilsubúðum metasys@simnet.is • www.metasys.is sími 5517020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.