Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005
Helgarblað 0V
Dagný og Valgeir byrjuðu átakið af fullum krafti i
vikunni og eru þau bæði rosalega bjartsýn. Þau
stefna að þvi að missa að minnsta kosti eitt kiló á
viku svo þau mega ekki vera með neitt hálfkák.
X
Átakið er hafið og öll spjót beinast að þessu
unga fólki sem hefur ákveðið að breyta lífi sínu
til batnaðar. Þau geta þetta ekki án hjálpar en
verða þó að verá staðföst og ákveðin til að ná
þeim árangri sem miðað er að. Valgeir hefur nú
þegar misst eitt kíló eftir að átakið hófst fyrir
viku síðan en bæði hann og Dagný stefna að því
að grennast um 50 kQó.
Það var létt yfir þeim í upphafi vikunnar,
einkaþjálfarar Orkuversins búnir að mæla þau í
bak og fyrir og segja þeim til um hvað þau eiga
að gera til að þetta takist. Því miður komst
Dagný ekki í myndatöku þessa vikuna en hún
býr í Borgarnesi. Valgeir hins vegar var mættur
og þegar við hittum hann var hann búinn að
púla í 45 mínútur á hlaupabretti og þrekhjóli og
svitinn perlaði af þessum ákveðna unga manni.
„Ég er búin að léttast um eitt kíló síðan við byrj-
uðum í átakinu. Þannig að þetta er bara æðislegt
og gott mál. Þetta er bara hin hreinasta snilld. Og
núna veit maður að það þýðir ekki einu sinni að
fá sér svo sem eitt eða neitt sem er á bannlista.
Það þýðir sko ekkert að slugsa því þá er sparkað
í bossann á manni. En það sem ég ætla mér að
halda áfram að kaupa er Pepsi Max. Það mun ég
kaupa áfram, því það er sykurlaust og gott" segir
Valli litli hress og kátur. „Það er ekki hægt að ætl-
ast til þess að þetta smelli allt fyrstu vikuna í
átakinu," heldur hann áfram. „Ég veit að það er
fylgst með okkur og við þurfum jú á því að halda.
Það er gott að hafa pressu á sér. Það er gott fyrir
alla aðila. Ég er búin að koma mér upp heima-
síðu fýrir átakið þannig að þjóðin geti fýlgst með
alla vikuna, ekki bara á laugardögum. Slóðin á
síðuna er http://www.blog.central.is/ofiita-
2005/.
Georg og Guðbjörg, einkaþjálfararnir í Orkuverinu lögðu þeim linurnar með þessum lista sem allir sem ætla að koma sér i form ættu að hafa við höndina:
Vertu í góðum skóm. Góðir skór veita líkamanum dempun, verja bak og liðamót.
Drekktu vatn! Þegar við svitnum verður mikið vökvatap.
Borðaðu reglulega! Ekki má láta líða meira en 3 klst. milli mála. Þannig heldur þú blóðsykrinum i jafnvægi og kemur frekar í veg fyrir svengd og sæt-
indalöngun.
Ekki borða 3-4 tímum fyrir svefninn! Brennsla líkamans í svefni er hæg svo kvöldnartið endar sem forði og við fitnum.
Mikilvægt er að þú fáir nægan svefn. Meðan við sofum er líkaminn að taka til og endurskipuleggja sjálfan sig. Vöðvarnir stækka í hvíld en ekki á meðan
á átökunum stendur.
Ekki svelta þig! Við svelti grípur líkaminn dauðahaldi um fituforðann og brennslan minnkar.
Með þvi að byggja upp vöðva aukum við grunnbrennslu líkamans. Með stærri vöðvum brennum við meira.
Mikilvægt er að setja sér markmið! Með því að skrifa niður langtíma-og skammtíma markmið aukum við líkurnar á að þau séu framkvæmd.
Mundu að hugurinn ber þig hálfa leið! Þú getur auðveldlega talið þér trú um að þetta sé leiðinlegt. Jafn auðvelt er að sannfæra sig um að þetta sé
skemmtilegt með jákvæðri hugsun.
Gerðu hreyfingu hluta af lífsstíl þínum til frambúðar! Mánaðarátak skilar þér einungis árangri og betri líðan í mánuð, ekki til frambúðar.
Öll hreyfing er jákvæð! Hlutirnir gerast ekki einungis innan veggja líkamsræktarstöðva, gott er að hafa fjölbreytni í fyrirrúmi og fara t.d. út að ganga
eða synda.
Mataræðið skiptir sköpum þegar þyngdartap er markmiðið og það þýðir ekkert að æfa mikið en borða síðan á sig gat með óholiustu þegar heim er
komið. Þessi listi er kjörinn fyrir fólk sem ætlar að ná góðum árangri.
Morgunmatur: Hafragrautur m/rúsínum eða Cheerios m/fitusnauðri mjólk
Millibiti: Skyr eða ávöxtur
Hádegismatur: Salat með túnfiski eða kjúkling eða eggjahræra ( 3 hvitur, 1 rauða ) og grænmeti
Millibiti: Skyr eða ávöxtur
Kvöldmatur: Kjúklingur með hrísgrjónum eða soðin ýsa og kartöflur
Hann tekur sig mjög vel út i gallanum sem var sérsaumaður á
hann hjá Henson.