Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 3 Hannaöi sitt eigiö tungumðl „Kl. 22.22 þann 18. júní 1954 grenjaði ég í fyrsta sinn, af því að ég var að fæðast. Það gerði systir mín líka því að hún var nýfædd. Við tvíburarnir vorum á fæðingardeild Landspítalans. En örlögin höguðu því þannig til að.hvergi var pláss fyr- ir okkur svo við fengum aðsetur á Hlíðar- enda, Ævisagan voggu- stofu Thorvaldssensfélagsins í Laug- arásnum. Þar tók fjöldi kvenna við okkur og annaðist okkur í næstum tvö og hálft ár. Vegna alltof mikillar aðgæslu fengum við nánast enga sjúkdóma og litla snertingu handa manna og kvenna. Þegar okkur var hleypt út vorum við ótalandi á íslensku en höfðum hannað okkar eigið tungumál, sem enginn annar skildi nema við tvö. Leyndarmálið okkar. Við bjuggum síðan í Ytri-Njarð- víkum við mikla ást og fáir létu okkur ósnortin. Síðan lá leiðin til borgar- innar þar sem við undum við leiki og barnagaman til níu ára aldurs, þegar við fluttum aftur til Njarðvíkur. Þar var lítið um gras, en mikil rigning. Þar sá ég gestasýningu Þjóðleikhúss- ins á tveimur absúrdleikritum þegar ég var ellefu ára, Síðasta segulband Krapps eftir Samuel Beckett og Jóðlíf eftir Odd Bjömsson, með stórleikur- unum Áxna Tryggvasyni, Þorsteini Ö. Stephensen og Baldvin Halldórssyni. Það breytti lffi mínu, því þar ákvað ég að verða leikhúsmaður - og varð það. Þrettán ára fluttum við til Akur- eyrar, þar sem móðurfjölskylda mín bjó nánast öll. Þar fékk ég eldskím mína með atvinnuleikurum, Amari Jónssyni, Þórlúldi Þorleifsdóttur og Sigmundi Erni Arngrímssyni. Þau skóluðu mig til í leiklist og leik- húspólitík. 17 ára gamall fór ég að heiman til að nema leilcmyndahönnun en end- aði með því að verða einn af stofn- endum LeiJdistarskóla SÁL og menntast sem leikari. í skólanum var einn af aðalkennurum mínum Þor- geir Þorgeirson, rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður, en kannski fyrst og fremst heimspekingur og sálfræðingur. Þar lærði ég að leik- húslistamaður á að geta skapað sitt leikhús sjálfur. Það gerði ég með því að stofna EGG-leikhúsið, sem ég notaði til að gera þær tilraunir sem mig langaði að gera í leiklist og lenti með síðan á ýmsum leildistarhátíð- um í Evrópu, nennti ekki til Japans. Hefði getað leikið einleik fyrir einn áhorfanda í einu ævina á enda ef ég hefði sinnt þeim karríer sem mér bauðst, en hafnaði honum, því ég vildi ekki að ævi mín yrði svo ein- hæf... enda hefur hún ekki verið það! Ég hef verið yfirmaður í loftpressu- floldd, ég hef verið háseti á miJli- landaskipi, ég hef verið fóstri á leik- skóla; allt þetta í sumarleyfum á Þrettán ára fluttum við til Akureyrar, þar sem móðurfjölskylda mín bjó nánast öll. Þar fékk ég eld- skírn mína með atvinnu- leikurum, Arnari Jónssyni, Þór- hildi Þorleifs- dóttur og Sig- mundi Erni Arngrímssyni. Þau skóluðu mig til í leik list og leik- húspólitík. Málið enn tekist að fatta hvað... Hvað á ég að verða þegar ég verð stór?“ náms- árun- Spurning dagsins Hver er uppáhaldsbúningurinn þinn? Fékk prinsessu- búning 6 ára „Þegar ég var 6 ára gömul keypti mamma mín prinsessu- búning handa mér. Ég var mjög fín, minnir mig, var alla- vega mjög ánægð með búninginn. Fór síðan útmeð vinkonum minum að syngja og fá nammi." Þórunn Ólafsdóttir nemi. „Þegarég var níu ára var ég böðull á ösku- daginn. Ég setti búninginn saman úr alls kyns dóti sem ég fann heima, hinum og þessum lörfum. Mamma hjálpaði mér man ég. Ég varmjög stoltur." Hjalti Haraldsson verslunar- maður. „Kattarkonu- búningurinn er flottur, stefni á að skellamérí svoleiðis." Berglind Ósk Guðgeirsdóttir verslunarkona. „Hefekki mikið gert afþví að klæða mig upp í búninga. Man samt eftir einum sem mamma saumaði á mig þegar ég var 9 ára. Það varsvona fuglabúning- ur. Líklega sá flottasti sem ég hefprófað." FriðrikTryggvason versl- unarmaður. „Mamma pantaði fyrir mig turtles- búning frá bandaríkjun- umþegarég var lOára, fannst hann geðveikt nettur. Held ég sé búin að týna honum." Sólveig S. Hannam verkfræðinemi við HR. (dag er öskudagur og DV hvetur alla til að fara í flottan búning. Viðar Eggertsson Reynirenn að fatta hvað hann vill verða. Eftir nám hef ég aðallega starfað við leiklist, leikari, leikstjóri, drif- fjöður EGG-leikhússins, leilchús- stjóri og raunar gert flest allt það sem hægt er að gera í leikhúsi. Eg á mér aðra hlið. Hún er að mér finnst gaman að safna liljóðum og klippa þau saman í bland við raddir svo úr verða pródúseraðir útvarpsþættir. Ég held að ég sé núna hálfriaður með lífið og langar til að verða eitt- hvað allt annað en ég hef verið á fyrri hluta þess, en mér hefur ekki ÞAÐ ER STAÐREYND... ...að árið 1957 nutu þúsundir ibúa i Reykjavik þess að skoða Arend-Rol- and-halastjörnuna berum augum. i rikisútvarpinu var gert hlé á danslög- um til að vekja athygli á fyrirbrigð- inu. Útvarpshlustendur i Reykjavik þustu út istjörnubjart aprilkvöldið. Það er einnig staðreynd að þegar Reykvikingar fylgdust með hala- stjörnunni reiknaðist hún vera 83 milljónir kílómetra frá jörðu. Arend-Roland Halastjarnan sem Reykvikingar sáu 1957. Það er sjaldgæft orðatiltækið að liggja eins og lús með saumi. Merk- ing þess er að aðhafast ekkert, vera aðgerðalaus. Elsta dæmi um orðatil- tækið er frá síðari hluta 17. aldar og er líkingin vafalaust dregin afþvi að fatalýs hafa lagst sérstaklega I saumana þar sem erfitt var aðná þeim. - . tataVAttí LÆSTU g s ■g Stærð: D. n x H. 51 cm ÞEIR ERU BRÆÐUR Bæjarstjórinn & framkvæmdastjórinn Árni Sigfússon, bxjarstjóri i Reykjanesbæ og borg- arstjóri til skamms tima, er bróðlr Þórs Sigfússon- ar, framkvæmdastjóra verslunarráðs. Þeir bræður hafa verið farsælir i sínum störfum og Árni náði K » þeim sérstæða árangri í síðastliðnum bæjar- * stjórnarkosningum að fá hreinan meirihluta Sjálf- stæðisflokksins i Reykjanesbæ i fyrsta sinn. For- eldrar þeirra eru Kristin Sigrlður Þorsteinsdóttir og Sigfús Jörundur Árnason Johnsen, þá eru þeir /f; bræður náskyldir Árna Johnsen, sem ogSifSigfús- fjí: dóttir fegurðardrottning systir þeirra. '■: co in ■g Stærö: D.44cm x B.47cm x H.51cm J Öryggisskápur getur á einfaldan og ódýran hátt komið í veg fyrir að verðmæti glatist. Neyðarþjónustan býður úrval öryggisskápa fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki Láttu ekki ræna þig Komdu í verslun okkar að Laugavegi 168 eða hringdu í síma 562 5213 og kynntu þér málið Stærð: D. 5Dcm x B. 5Dcm x H. 7Bcm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.