Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 11 Kynvilltar mörgæsir Dýragarður í Þýskalandi hefur fengið fjórar kven- kyns mörgæsir frá Svíþjóð eftir að í ljós kom að sex af þeirra eig- in mörgæsum voru kynvilltar og mynduðu þrjú samkyn- hneigð pör. Ætlunin er að reyna að nota sænsku mör- gæsirnar til að fá hinar til að snúa frá villu sfns vegar. Upp komst um kynvilluna þegar þýsku „pörin“ höfðu ekki verpt árum saman og farið var að rannsaka ástæður þess nánar. Ekki er búist við miklum árangri af þessum innflutningi „Sví- anna" því fyrri tilraunir til að brjóta upp samband hjá kynvÚltum mörgæsapörum hafa borið lítinn árangur. Snjóboltar gegn eldsvoða Rúmönskum slökkvi- liðsmönnum tókst að ráða niðurlögum elds með því að kasta snjóboltum inn um glugga á brennandi húsi. Til þessa ráðs þurftu þeir að grípa þar sem slökkviliðsbíl- ar komust ekki að húsinu í héraðinu Siba vegna ófærðar og snjóþyngsla. Slökkviliðs- stjórinn á staðnum, Florian Chioar, segir í samtali við dagblaðið National að þeir hafi þurft að grípa til ein- hverra ráða þegar bflarnir komust ekki á staðinn. „Við notuðum snjóinn og tókst þannig að ráða niðurlögum eldsins á um 30 mínútum," segir Florian. Fjöqurra ára keyrði bfl Lögreglan í Grand Rapids í Michigan var nokkuð hissa er hún stöðvaði bfl um miðja nótt sökum þess að ekki var kveikt á ljósunum. Ökumaður bflsins reyndist fjögurra ára gamall strákur á leið heim eftir að hafa sótt myndband á næstu myndbandaleigu. Snáð- inn mun hafa farið út skömmu eftir miðnættið er aðrir fjölskyádumeð- limir voru í fasta svefni. Hann tók bfl föðurs síns og ók á myndbandaleig- una. Gekk þessi ökuferð að óskum þar til lögregl- an stoppaði snáðann vegna ljósanna. Þriggja stiga karfa Sturlu Sturla samgönguráðherra fær mörg stig fyrir það sem hann gerði fyrir íslendinga í sambandi við Reykjanesbrautina. Ég fagna þessu eins og örugglega flestir lands- Óli ÓmarÓlafsson er ánægöur með Reykjanesbrautar- yfirlýsinguna. Leigubílstjórinn segir menn. Nú á að drífa í að klára ein- hverja af þessum brautum. Þetta voru margar þriggja stiga körfur hjá honum Sturlu á þessum fundi. Það er rosalegur munur að keyra Reykjanesbrautina eftir að hluti af henni var tvöfaldaður. Það var Ijós £ myrkrinu en um leið fékk maður sting fyrir brjóstið þegar tækin fóru burt. Sturla fær líka stig frá mér fyrir að blása á hugmyndir Halldórs Blöndal um hálendisveginn. Það er rétt hjá honum að það þarf fyrst að klára einbreiðar brýr og gera veg- ina þannig að Vestfirðingar geti ferðast um frekar en að dekra við eitthvert vinsældadæmi hjá Hall- dóri fyrir sitt kjördæmi. Þetta er greinilega góður þrýsti- hópur hjá þeim suðurnesjamönn- um og það mættu vera svona hóp- ar um fleiri mál. Svo þarf líka að- haldshópa fyrir stjórnarmennina. Mér fannst Sturla klaufalegur í kringum Símamálin öll sömul. Hann er samt ekki verstur af þeim öllum saman og vinnur mildð á með yfirlýsingunni um Reykjanes- brautina. Hann er núna kominn yfir lækinn og hættur að vera í Kolgrafarfirðinum. Með útspilinu um Reykjanesbrautina er hann bú- inn að negla þetta með blómvendi sem er ánægjulegt fyrir alla. Réttarhöld yfir Michael Jackson hefjast með frestun vegna andláts í Qölskyldu verj- anda hans. Ef Jackson verður fundinn sekur um kynferðislega misnotkun á 15 ára gömlum krabbameinsveikum dreng býður hans erfið vist í ríkisfangelsinu Corcor- an þar sem fangarnir kalla ekki allt ömmu sína. Skiptir út gullbúpiiiu fyrir lítinn langaklefa Fangelsi og Neverland Þótt Corcoran- fangelsið sé nálægt Neverland, búgarði Jacksons, er himinn og hafá milli aðstæðna hans I fangelsinu og á heimilinu. Michael Jackson verður að sleppa snyrtiboxinu, klippa lokka sína niður í brustaklippingu og skipta á sérhönnuðum fötum sínum fyrir fangabúning ef hann verður fundinn sekur um kynferðis- lega misnotkun á nú 15 ára gömlum krabbameinsveikum dreng. Hann verður að skipta út gullbúr- inu sem hann hefur lifað í allt sitt líf fyrir lítinn átta fermetra fangaklefa í Corcoran-rfldsfangelsinu í Kaliforn- íu þar sem harðsoðnir fangarnir kalla ekki allt ömmu sína. Og sem dæmdur barnamðingur byrjar hann vist sína á neðsta þrepi í virðingar- stiga fangelsisins þótt hann eigi að vísu næga peninga til að kaupa sér vernd innan múra Corcoran. Frestað í viku Réttarhöldunum hefur verið frestað um viku vegna andláts í fjöl- skyldu eins af verjendum Jacksons en nota átti þessa viku til að velja kviðdóm í málinu. Verði Jackson fundinn sekur um glæp gegn hinum 15 ára Galvin Arvizo á hann yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Bróðir hans Jermaine Jackson segir að bróðir sinn fari aldrei í fangelsi, fyrr fremji hann sjálfsmorð. Of svo er spurningin hvort hann flýi land og kaupi sér nýtt nafn og líf einhvers staðar utan Bandaríkjanna. Að vísu er búið að taka af honum vegabréfið en auðæfi Jacksons eru enn nóg til að kaupa sér dvalarstað í einhverju þriðja heims landi. Nálægt Neverland Þótt Corcoran-fangelsið sé ná- lægt Neverland, búgarðijacksons, er himinn og haf á milli aðstæðna hans £ fangelsinu og á heimilinu. Jackson er vanur að fá það sem hann vill og hefur búið £ guUbúri frá þv£ hann var fimm ára gamaU. Þekkt vöruhús hafa opnað fyrir hann dyrnar um miðjar nætur svo hann gæti verslað £ friði, hvert sem hann fer hefur Jackson verið umleikinn aðstoðar- fólki og lflvörðum og á Neverland- búgarðinum er bæði einkatfvolf og dýragarður. í einangrun f grein £ Ekstra Bladet um h'f Jacksons £ Corcoran kemur m.a. fram að hann yrði að öllum lfldnd- um hafður £ einangrun £ klefa sínum þann tfma sem hann sæti inni. Ekki af þvi Jackson er fræg poppstjarna heldur vegna þess að hann yrði þar sem dæmdur barnaperri. Og regl- urnar eru strangar. Hárið má ekki vera meira en sex sm sitt, hann yrði að vinna eins og hinir fangarnir i þvottahúsi fangelsins, á smiðaverk- stæðinu eða ökrunum i kringum staðinn. Fangar mega þar að auki Jackson Hárið má ekki vera meira en sex sm sitt, hann yrði að vinna eins og hinir fangarnirí þvottahúsi fangelsins, á smíðaverkstæðinu eða ökrunum i kringum staðinn. Fangar mega þar að auki ekki klæðast eigin fötum. Allir eru í sömu Ijósbláu fangadraktinni. ekki klæðast eigin fötum. Allir eru £ sömu ljósbláu fangadraktinni. Fengi ekki að sjá börnin sín Jackson ætti rétt á einni heim- sókn i fangelsið um hverja helgi. Hins vegar yrði honum sennilega meinað að sjá börnin sin. Um slfkt gilda einnig strangar reglur. Þeir sem hafa hlotið dóma sem barna- perrar þurfa að fá undanþágu til að fá börn sin £ heimsókn samkvæmt reglugerðum fangelsins og er hvert tilfelli metið fyrir sig. Slökkvistöð í Sydney gat ekki sinnt útkalli Kúba - land vindlanna Hélt framhjá með konunni Jórdanskur maður skildi við eiginkonu sína eftir að hann uppgvötvaði að hún var einnig við- haldið hans á netinu. Bakr Melhem hafði daðrað við konu eina á spjallsíðu á netinu í nokkra mánuði áður en þau ákváðu að hitt- ast. En þegar stóra stundin rann upp á strætóstöð í Zarqa nálægt Amman kom í ljós að konan var eigin- kona hans, Sanaa. Bakr sagði um leið „Ég skil við þig“ þrivar sinnum sam- kvæmt múhammeðstrú og þau voru skilin. Sanaa mun hafa náð að kalla mann sinn lygara áður en hún féll í yfirlið á strætóstöðinni. Brunabíllinn fór í sendiferð eftir pitsu íbúar í hverfi einu í Sydney í Ástr- alíu eru ævareiðir eftir að slökkvi- stöðin í hverfinu gat ekki sinnt út- kalli þar sem brunabfll stöðvarinnar var í sendiferð eftir pitsu. Þeim sem ók bflnum hefur verið vikið frá störf- um meðan á rannsókn málsins stendur. Svo virðist sem þar að auk þess að ná í pitsuna hafi viðkomandi hitti vini sina í ferðinni og boðið þeim í ökutúr með bflnum. Atvik þetta kom upp í úthverfinu Maroubra. Aðstoðarslökkviliðsstjóri borgarinnar, John Benson, segir í við- tali við ABC-sjónvarpsstöðina að at- vik sem þetta sé óþekkt í gervallri sögu slökkviliðsins í New South Wales. Ekki hafi þó verið nein hætta á ferðum því aðrar slökkviliðsstöðvar hefðu getað brugðist við útkalli og Brunabíll Þeim sem ók bilnum hefur verið vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur. Svo virðist sem auk pitsunnar hafi viðkomandi hitti vinisina iferðinni og boðið þeim i ökutúr með bilnum. slökkt eldinn sem var í íbúðarhúsi. Einn af talsmönnum stjórnarand- stöðunnar í Sydney gagnrýnir málið harðlega og segir: „Þetta er spurn- ingin um að almenningur geti treyst því að slökkviliðið geti brugðist við og bjargað mannslífúm og eignum og að það hafi forgang fram yfir... pitsur," segir hann. Reykingar bannaðar á opinberum stöðum Þekktasta útflutningsvara Kúbu um langt skeið hefur verið vindlar en í vikunni bönnuðu stjórnvöld á eyjunni allar reykingar á opinberum stöðum. Þar að auki verður bannað að reykja á veitingastöðum nema á sérstökum svæðum. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við skaðlegum áhrifum reykinga. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum á Kúbu munu fjórir af hverjum tíu landsmanna reykja og um 30% af 15.000 andlátum vegna krabbameins á hverju ári má rekja beint til reykinga. Fyrirætlanir stjórnvalda voru gerðar opinberar í síðasta mánuði en þær fela m.a. í sér að sígarettusjálfsalar verða fjarlægð- ir af götum borga og bæja, bannað verður að selja tóbak fólki undir 18 Havana Tóbaksiðnaðurinn ereftirsem áður ein mikilvægasta peningauppspretta eyj- unnar og veitir um 200 milljónum dollara eða 12 milljörðum króna árlega. ára aldri og ekki má selja tóbak í minna en 100 metra fjarlægð frá skólum. Tóbaksiðnaðurinn er eftir sem áður ein mikilvægasta peningaupp- spretta eyjunnar og veltir um 200 milljónum dollara eða 12 mflljörð- um króna árlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.