Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Tokyo Hjallahrauni 4 Hafnarfirði S: 565 8444 Góður ræktandi skiptir öllu Þá ákvörðun að kaupa hvolp á heimilið ætti eng- inn að taka nema hafa velt því vel fyrir sér áður. Hvolpurinn verður nefnilega að hundi og á eftir að lifa í allt að 15 ár. Það er því skuldbinding sem menn verða að velta vel fyrir sér. Ekki síður er mjög áríðandi að velja rétta tegund sem hentar fjölskyldunni og fá hvolp frá góðum ræktanda. Það skiptir meira máli en flest annað hvernig hvolpurinn er alinn upp. Því er mikið atriði að hlusta eftir sjónarmiðum sem flestra en ekki rjúka í neitt. Hikið því ekki við að hafa samband við Hundaræktarfélagið sem gefur fljPíp- upplýsingar um ræktendur sem hægt er að treysta. ergliot@dv.is Verið vakandi Það hefur því miður allt of oft gerst að bæði hvolpar og kettlingar eru afhent- ir allt of snemma. Það má ekki undir neinum kringumstæðum taka ungviðið frá mæðrum fyrr en í fyrsta lagi átta vikna og það er ekki út í loftið. Ástæðan er að á þessum átta vikum eru lagður grunnur að velferð og líðan dýrsins til framtíðar. Á þessum tíma læra þau af móðurinni og hinum í hópnum það sem þau þurfa að kunna til að geta sjálf þrifist eðlilega og liðið vel á nýju heimili. Og síðan og ekki síst eiga ræktendur að nota þennan tíma til að umhverfis- venja litlu angana og kenna þeim að takast á við umhverf- ið og þær hættur sem þar leynast. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. 30% VETRAR fóði Allar gæludýravörur og með 30% afslætti. Full búð af nýjum vörum Opið alla daga Geðslagið sk’ptir mestu máli Einn litlu anganna sem kom afar vel út úr livolpa- prófinu. Hvað ber að varast? Ætlirðu að kaupa þér hvolp eða kettling skaltufyrstaf öllu velta fyrir þér rækt- andanum og aðbúnaði ‘í kringum móð- ur, hvolpa eða kettlinga. Liggja þau ein- angruð einhvers staðar þar sem ungvið- ið kemst i enga snertingu við heiminn fyrir utan ? Er illa búið að móðurinni og afkvæmum hennar? Eru þau einhvers staðar úti i gripahúsum, niðri I kjöllurum eöa þvottahúsum, að ógleymdum hundabúum? Efsvo erþá skaltu ekki Idta þér detta i hug að taka hvolp eða kettling sem býr fyrstu vikur ævi sinnar við sllkar aðstæður. Það hefur nefnilega áhrif til framtiðar og sýnir einfaldlega að ræktandinn vinnur ekki sina vinnu. Hvað eru kjör- aðstæður? Kjöraðstæður / uppeldi hvolpa og kett- linga eru meðal annars að þeir búi inni á heimilum fólks. Þar séu þeir við góðar aðstæður og fái að hreyfa sig um af- markað svæði inni á heimilinu þar sem heimilisfólkið sjálft gengur um. Afkvæmi og móðirhafi augsýnilega not- ið ummönnunar og fólk hafi umgengist og tekið afkvæmin upp. Þau séu óhrædd við fólk, þekki hin ýmsu hljóð sem fylgja venjulegu heimilishaldi, eins og öllum heimilistækjum. Séu örugg með sig og i þeim sé leikur og gleði. Þá á dýralæknir að hafa skoðað allan hópinn og vottað að ailt séi lagi með heilsufar, það á að vera búið að bólusetja og örmerkja dýr- in. Þá má leiða aö þvi llkum að menn fái það sem þeir borga fyrir. „Það var ýmislegt sem kom mér á óvart og ég átti alls ekki von á öllu sem fram kom í hvolpaprófinu þar sem geðslag þeirra var kannað. Til dæmis kom í ljós að ein tíkin er að öllum líkindum góður kandídat í hjálparhund," segir Unnur Hagalín sem fékk Brynju Tomer til að gera á átta vikna gömlum hvolpunum hennar nokkurs konar skapgerðar- próf. „Ég fékk átta hvolpa lifandi úr gotinu en einn reyndist dáinn. Tík- in eignaðist þrjá þeirra sjálf en þá datt niður sóttin og þurái að taka hina með keisaraskurði," segir Unnur en það mun vera vandamál sem stundum hrjáir Boxer-tíkur og jafnvel fleiri tegundir. Síðan hefur verið mikið líf og fjör hjá Unni en eigi að síður afskaplega gaman. Metnaðarfullur ræktandi Unnur er mjög metnaðarfullur ræktandi og tíkin hennar er afar falleg. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna á sýningum HRFÍ. Hana vantaði góðan karlhund til að rækta undan henni en enginn þeirra sem hér búa uppfyllti þær kröfur. Því flutti hún inn rakka frá Bretlandi, undan miklum meistur- um þar í landi með frábæra skap- gerð. í leiðinni flutti hún inn tík til með að vera einir en aðrir, einn hafði í sér mikið vinnueðli og enn aðrir voru mannelskari en hinir. „Þetta kemur sér til góða þegar ég vel kaupendur því þá veit ég hvaða hvolpur hæfir hverjum og einum. Allt eftir því hvernig heimilisað- stæður eru hjá hverjum og einum," segir Unnur, hamingjusöm og ánægð með vel heppnaða hvolpa sína. ur kynni sér ekki betur hvað sé í boði hverju sinni. Því hundur er ekki sama og hundur. Það er það sama og allt annað í þessu lífi, ekk- ert okkar er eins og það skiptir svo miklu máli hver uppruninn er auk þess sem uppeldi þessar fyrstu vik- ur leggur grunninn að framtíð- inni,“ segir Unnur sem þegar hefur lofað hluta hvolpanna. Hún segir að sér liggi ekki á, frekar vilji hún finna góða kaupendur en selja ein- hverjum og einhverjum hvolpana sína. Ýmislegt skemmtilegt kom út úr athugun Brynju á hvolpunum, til að mynda reyndust tveir eiga verra að nota í áframhaldand ræktun þegar fram líða stundir. „Mér hefur ekki fundist Boxer- stofninn hér á landi verið nægilega góður og fýllsta ástæða til að reyna að bæta hann. Boxerinn er mjög skemmtilegur hundur sem er ekki nærri því eins erfiður og margir halda. Þeir hafa stundum fengið það orð á sig en það er éingöngu vegna þess að sumir hafa verið að para saman hunda sem alls ekki ætti að láta eiga afkvæmi. Það hefur ekki verið horft til þess hvort skapgerð þeirra sé nægilega góð en það er frumskilyrði með vinnuhunda að þeira hafi góða skapgerð. Ég hef lagt allt mitt í þessa ræktun, líf mitt og hjarta, til að fá sem besta einstaklinga og held að það hafi heppnast nokkuð vel. Bæði eru hvolparnir mjög fal- legir og og svo staðfesti skapgerð- armat Brynju að þeir búa yfir mjög fínu geðslagi eins og þeir eiga kyn til," segir Unnur og finnst sorglegt hvað hvolpakaupendur á íslandi eru illa upplýstir og gera litlar kröf- ur. Leitar að góðum kaupanda „Fólk sem fer hikstalaust á hundabú og kaupir sér hund veit lítið hvað það er að gera. Það má heita furðulegt að hvolpakaupend- Unnur Hagalín er með frábært Boxer-got undan miklum meisturum. í ræktun á Boxer skiptir geðslag mestu máli en bónus að fá fallega hvolpa að auki. Leggur líl silt og hjarta í hundarffiktiin iiSF/ÖL$KYLDU-OG HQSDÝRAGARÐURINN Opið alla daga frá kl. 10-17 Að ferðast með lítinn hvolp Verjist litlum, beittum tönnum Ingenya snyrtivörumar tryggja fljótvirkari árangur og eru það fullkomnasta í gæludýraumönnun á frábæru verði. Allar vörurnar eru framleiddar án natríum klóríðs sem er ekki einungis skaðlegt fyrir þig heldur lika gæludýrið þitt. Lítill hvolpur eða kettlingur sem er að yfirgefa móður sina í fyrsta sinn og flytja inn á nýtt heimili ætti aldrei aöferðast með flugi á nýjan áfangastað. Hann er allt oflítill til að rétt- lætanlegt séað leggja þaðá hann að vera skellt inn i búr, i myrkt farangursrými og vera aleinn þegarsú tilfinning að flugvél tekur sig á loft umlykur hann. Farið akandi og náið i nýja heimilsmeðliminn og búið vel að honum á leiðinni. Ekki aka oflengi i einu án þess að stöðva og gætið þess að hann fái nægt vatn á leiðinni. Það á eftir að borga sig þvi sumir hvolpar eru lengi að jafna sig eftir sllka reynslu og á jafnvel eftir að markera þá alla ævi. Svona hlifar fást I Ikea á borðfætur til að hlifa þeim frá litlum hnífbeittum tönnum. Á vissum aldri naga hvolpar allt sem þeir komast yfir og þá erumað gera að reyna að verja hlutina. Nag- iðgengursíð- an yfir hjá eðli- legum hundi og lætur hann sérnægjaþað sem hann veit að hann má naga þegar fullorðinstenn- urnar eru komnar. En þangað til er éina leiðin að verjast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.