Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 15
 DV Sálin MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 15 Gleymi mér yfir kvikmyndum og tö „Ég á engin stór leyndarmál en ef ég horfi á góða dvd-mynd þá er ég kominn í góðan gír. Myndin má alls ekki vera vond, hún verður að vera góð til að losna út úr þessum hvers- því ef næraðtýna sér í góðri mynd þá kemur maður endurnærður aftur. Einnig nota ég stundum tölvuleiki til að losna út úr hversdagsleikanum því þá fer hugurinn að hugsa um allt annað. Minni vinnu fylgir mikil andleg þreyta en ég mæli með dvd og tölvuleikjum," segir Kristján Jónsson, eða Kiddi Bigfoot eins og hann er kall- aður. Aukin vanlíöan dregur úr M til aö framkvæma lifla hfuti sem stóra Þunglyndur spyr: Sæl/l! Ég á það til að verða töluvert þunglyndur. Venjulega er ég svolítið sveiflóttur og á það til að verða meira þungur. Ég finn að þegar ég hef verið að vinna að ein- hverju skemmtilegu virðist bera minna á því og var því að velta fyrir mér hvort hægt væri að hafa áhrif á þung- lyndi með því sem maður er að gera? SælL' Já, það er engin spuming að við getum haft áhrif á þunglyndi með hegðun okkar. Við getum til dæmis séð það með því að átta okkur á því sem gerist við aukið þunglyndi. Ein- staklingar sem detta niður í depurð eða þunglyndi fara gjaman að draga sig meira og meira í hlé efúr því sem þunglyndið eykst. Minnka að hafa samband við vini, taka ekki þátt í fé- lagslegum athöfnum, eins og veislum eða fara á kafflhús. Þeir hætta jafnvel að svara í síma og mæta jafnvel ekki, eða seint, í skóla eða vinnu. Ef þeir iðka einhverjar íþróttir eða aðra líkamsrækt dregur að jafhaði líka úr þeirri iðju og áhugamálin, hvort sem þau em framkvæmd í einrúmi eða með öðrum, detta niður. Að rjúfa vítahringinn Skýringin er frekar einföld - aukin vanlíðan dregur úr löngun og „krafd" til að ff amkvæma litla hluti sem stóra. Þunglyndur einstaklingur gefur þá skýringamar: „Mér h'ður svo illa að ég nenni ekki að fara" eða „mér líður svo illa þessa dagana að ég fengi ekki neitt útúr því að fara“ eða „ég get bara ekki yfirstigið það að hitta fólk núna“. Þrátt fyrir að það sé skiljanlegt að fólk upplifi að það hafi ekki orku til að sinna áhugamálum sínum, þá hefúr einangrunin þau áhrif að þessir ein- staklingar upplifa minni ánægju í lífinu og em þar af leiðandi komnir í nokkurs konar vftahring vanlíðunar. Margir í þessari stöðu leggja áherslu á að þeir myndu hvort sem er ekki upp- lifa neina ánægju og spoma þar af leiðandi ekki við þunglyndinu með því að auka „ánægjulegar" athafnir. Hins vegar, þegar tekist hefur að hvetja fólk til ánægjulegra athafna, þrátt fyrir að viðkomandi búist við að það verði kannski engin ánægja af athöfn- unum, fer að draga úr depurðinni og líðan bamar. í þunglyndi miklar fólk nefnilega oft fyrir sér aðstæður, þegar það hins vegar fer í þær aðstæður sem það hefur miklað fyrir sér tekst því oft að ijúfa vítahringinn. Þunglyndu fólki, sem einangrar sig meira og meira, líður hlutfallslega ver og ver við að draga sig í hlé og að sama skapi b'ður því oft betur og betur því meira sem það rýfur ein- angrunina. Ánægjulegar athafnir lykilþátt- ur í meðferð Þegar þessir einstaklingar em í þunglyndi alhæfa þeir jafnvel neikvætt um aðstæður sem þeir hafa ekki verið í í 1-2 ár. Ef þeim tekst að rjúfa víta- hringinn og koma sér af stað í þessar aðstæður, kemur það þeim oft á övart hversu vel þeim getur Úðið. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það getur verið töluvert erfitt fyrir þunglyndan emstakling að rjúfa þenn- an vítahring með því að auka ánægju- legar athafiúr smátt og smátt án þess að gefast upp. Af lýsingu þinni að dæma ertu sveiflóttur og þar af leið- andi h'ður þér væntanlega stundum betur en á öðrum tímum. Það getur þar af leiðandi verið gott að koma sér af stað þegar depurðin er sem minnst, reyna þá að skipuleggja sig vel en með hæfileg markmið í huga. Hugsa þetta sem lífsstíls atriði fiekar en átak og kannski reyna að skoða fjöl- breytta hluti sem tengjast útiveru, hreyfingu, samskiptum við fólk og ýmsum öðrum áhugamálum. Ánægjulegar athafnir sem hafa ekki neikvæðar afleiðingar (em ekki skað- legar eða of dýrar) em oft lykilþáttur í meðferð við þtmglyndi og þar af leið- andi mildlvæg forvöm fyrir fólk almennt til að forðast þunglyndi. Okkur hættir til að horfa ein- göngu til lyfja Við vimm að neikvæðar aðstæður geta aukið á depurð og þunglyndis- einkenni og þar af leiðandi er það frekar augljóst að jákvæð hegðun og aðstæður auka lfkurnar á betri líðan og dregur úr hættu á einkennum þunglyndis. Þar af leiðandi getur það verið mjög mikilvæg forvöm fyrir fólk, sem telur sig af einhverri ástæðu eiga á hætm að þróa með sér þung- lyndi, að reyna með öllum ráðum að sporna við því. Kerfisbundið reyna að viðhalda jákvæðri, reglubundinni hegðun til að fyrirbyggja eða dempa mögulegt þunglyndi. Ekki má heldur gleyma því að þessir þættir eiga líka við fyrir fólk almennt, þ.e. að auka vellíðan og gæði lífsins almennt. Okkur hættir til, þegar við sjúkdóms- greinum líðan okkar, að gleyma hvað hreyfing, góð samskipti og jákvæð áhugamál geta verið mikilvægir þættir og okkur hættir þá til að horfa eingöngu til lyfja. Ég las grein fyrir nokkm, eftir að mig minnir Dag Eggertsson, þar sem hann talaði um lækni sem skrifaði upp á hreyfingu fyrir fólk. Þessi lækn- ir hefur væntanlega gert það af þeirri reynslu, sem við sem vinnum með þunglyndi þekkjum, að það virkar að hreyfa sig og gera ánægjulega, heilsusamlega hluti. Að lokum vil ég leggja áherslu á að þrátt fyrir að hér sé lögð áhersla á að ánægjulegar at- hafnir draga úr þunglyndi er það mjög oft alls ekki nægjanlegt fyrir marga sem líður illa, en getur hins vegar verið nauðsynlegur hluti af frekari meðferð. Gangiþérvel, Bjöm Haröarson sálfræöingur. Kolbrún fegurða. með sonu ungbamasi Eiginkom^ handboltástjarna ','Jg; Elskar aS vera mamma Veldu réttan-J.: vorid FfiKmjjm j amaoilstof BAWÍAFÖTUIVI (rf&it/i duku*£^^ taugavegl og Krlnglunnl s LónsW»uiD, 220 Hítrwflöröur Slml.517-0077 Fax:5t7-0078 lnfo®gr»nUhu»ld.ii www.granithufid.i CRANÍT -W HÚSIÐ Opnunar timi: Virkadaga: 09:00-18:00 Laugardagart 0:00-17:00 Sunnudaga: 11 «0-14:30 TÍMARITIÐ MAGASÍN FYLGIR DV Á MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.