Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Side 13
IJV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 13 Deilt um akstur Tillaga sjálfstæðis- manna um að fatlaðir sem eru eldri en 66 ára fái áfram sömu akstursþjónustu og aðrir fatlaðir fékkst ekki borin undir atkvæði á síðasta fundi velferðarráðs Reykjavíkur. Sjálf- stæðismenn mót- mæltu þegar full- trúar R-listans vísuðu tillögunni til meðferðar í starfshópi um ferðaþjón- ustu fyrir aldraða. Ánægð með leigubætur Fulltrúar R-listans í velferðarráði borgarinn- ar segja það vera einkar ánægjulegt að sjá að sér- stakar húsaleigubætur hafi skilað tilætluðum árangri. Bætumar hafi bætt stöðu þeirra sem verst séu staddir á hús- næðismarkaði og fjölgað úrræðum sem þeim standi til boða með þeim hætti að fleiri fara á almennan leigumarkað með tilstuðlan bótanna. Miklu fleiri karlmenn en konur starfa á vegum landbúnaðarráðuneytisins Guðni er meðvitaður um að karlar eru fleiri Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur svarað fyrirspum Önnu Kristínar Gunnarsdóttur al- þingismanns um jafnréttis áætlun og skipan í stöður á vegum landbúnaðarráðu- neytisins. í svarinu kem- ur fram að frá árinu 1999 hafa 29 einstaklingar verið ráðnir í stöður, 24 karlar og 4 konur. í þeim 56 nefiidum og ráðum sem em á vegum ráðu- neytisins starfa samtals 257 manns, þar af 217 karlar og 40 konur. Anna Kristín spurði hvort sérstakar reglur væm gildi um hlutföll kynj- anna í skipan í stöður og var því svar- að að unnið væri eftir starfsmannastefnu stjórnarráðsins þar sem kveðið er á um að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli kvenna og karla og að hver starfsmaður verði metinn á eigin forsendum. Ráðuneytið vinnur ekki samkvæmt sér- stakri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. í svarinu | segir að ráðuneytið sé þess meðvitað að fleiri karlar en konur skipi nefhdir og ráð á vegum þess og á því séu ýms- ar skýringar. Þær em ekki tilgreindar nánar. Ráðuneytið getur þess í svari sínu að það hefur veitt Guðni Agústsson Minnir á aö fjár- munum hefur veriö veitt I grasrótar- hreyfingu kvenna í landbúnaöi. umtalsverðum fjármunum til verkefnisins „Gullið heima“ sem er grasrót- arhreyf- ing kvenna í land- bún- aði. Flutningaskipinu Jökulfelli hvolfdi í fyrrakvöld 57 sjómílur norðaustur af Færeyjum eða 260 sjómílur austsuðaustur af mynni Reyðarfjarðar. í áhöfninni voru 11 manns, Rússar og Eistlendingar. Fimm mönnum var bjargað, fjórir hafa fundist látnir og tveggja er enn saknað. Jökulfell Páimar segir aö auk 2.000 tonna afstáli sem skipið var að flytja frá Liepaja í Lettlandi til Reyðarfjarðar hafi verið nokkuð afgámum á dekki með almenna vöru, eða tíu 40 feta gámar og tveir 20 feta gámar. Skipstjóriim var í simi lyrstn ferö nei skipinu Tveggja var enn saknað í gærkvöldi eftir að flutningaskipinu Jökulfelli hvolfdi nærri Færeyjum í fyrrakvöld. Skipstjóri Jökulfellsins var í sinni fyrstu ferð með skipinu er það sökk, en hann hefur áður stjórnað systur- skipi Jökulfells og var því vanur. Leit var hætt síðdegis í gær vegna veðurs en hefst aftur í birtingu í dag. Að sögn Pálmars Ola Magnússon- ar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Samskipa sem hafði Jökulfellið á leigu, hefur lögreglan í Færeyjum ekki gefið upp nöfn þeirra sem fómst svo hann veit ekki hvort skipstjórinn er meðal þeirra. Fyrst verður haft samband við starfsmannaleigu þá sem skipverjarnir tilheyrðu og svo aðstandendur þeirra sem fómst. Stál og gámar Pálmar segir að auk 2.000 tonna af stáli sem skipið var að flytja frá Liepaja í Lettlandi til Reyðaríjarðar hafi verið nokkuð af gámum á dekki með almenna vöru, eða tíu 40 feta gámar og tveir 20 feta gámar. Ekki hafi verið sérstaklega slæmt sjóveður er skipinu hvolfdi og það sökk. Sam- kvæmt fréttum frá Landhelgisgæsl- unni mun skipið hafa sokkið á 3-5 mínútum og á þeim tíma tókst skip- verjum að klæðast flotbúningum. Hins vegar er ekki vitað hvort þeim öllum hafi tekist að komast frá borði áður en skipinu hvolfdi. Viðamikil leit Um leið og neyðartilkynning barst frá skipinu í fyrrakvöld hófst viðamikil leit að skipverjunum og tók TF-SÝN, flugvél Landhelgisgæslunn- ar, þátt í henni auk fjögurra leitar- skipa og þyrlna frá Færeyjum. Sam- kvæmt ástandsskýrslu sem var send frá Færeyjum kl. 21.43 var búið að senda danska eftirlitsskipið Vædd- eren, færeysku varðskipin Brimil og Tjaldrið og rússneska togarann Vikt- or Mirinov á svæðið. Hífðir upp úr sjónum Þyrla frá Vædderen var einnig lögð af stað og og kom á leitarsvæðið um kl. 22. Er stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar hafði samband við björg- unarmiðstöðina í Þórshöfn kl. 22.48 var þyrlan búin að finna Jökulfell en þá var skipið á hvolfi. Áhöfn þyrlunn- ar var að hífa mennina fimm sem björguðust upp úr sjónum og önnur þyrla á leiðinni frá Færeyjum. Land- helgisgæslan bauð aðstoð með því að senda flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, tii leitar í birtingu í gær- morgun. ...að vakna við fyrsta hanagal? „Ég vakna nú á undan honum og er yfirleitt farin í vinnuna þeg- ar hann vaknar," segir Herborg Sigtryggsdóttir, eigandi hanans Ófeigs. „Hann hefur tekið athygl- inni nokkuð vel og bíður núna eftir tilboðum frá kvik- myndaframleið- endum og öðrum tækifærum, enda hefur hann komið sér upp góðu orð- spori. Ófeigur á tvær kærustur Við erum auð- vita voða montin og hreykin af hon- um Ófeigi og svo má ekki gleyma því að hann á tvær kærustur sem eru voða skotnar í honum. Það er alltaf gaman að koma út í hænsnahús þar sem manni er ávallt vel fagnað og okkur er laun- að með einu og einu eggi sem bragðast frábærlega, til dæmis voru allar bolludagsbollurnar bakaðar upp úr heimaorpnum eggjum. Sérsvefnherbergi inni í húsinu Eftir alla fféttaumfjöllunina hefur fólk hringt og gefið mér góð ráð, það var ein gömul bónda- kona sem stakk upp á því að Við erum auð- vitað voða mont- in og hreykin af honum Ófeigi og svo má ekki gleyma því að hann á tvær kærustur sem eru voða skotnar í honum. haninn fengi sérsvefnherbergi sem væri þiljað af þannig að hann færi þar inn á kvöldin til að sofa og svo út aftur á morgn- ana þegar farið er að birta. Þannig myndi hann ekki vekja neina með gali sínu. En svona í alvörunni erum við að spá í að setja myrkvunar- rúllugluggatjöld í hænsnakofann og blekkja greyið svolítið með sól- arljósið á morgn- ana. Þetta er gert með því mark- miði að láta hann sofa aðeins lengur. Vinsæll hani Bömin hafa nú haft mjög gam- an af öllu þessu fári enda hefur það bara verið á jákvæðu nótun- um og sem betur fer hefur gesta- gangurinn ekki aukist til neinna muna en við höfum fengið form- legar beiðnir frá fólld sem vill koma og sjá fuglana. Ætli maður verði ekki bara að setja upp hálf- gerðan hænsnagarð hjá sér þar sem þeir gætu verið til sýnis en kannski er það ekki svo góð hug- mynd því þá væri ég komin í sam- keppni við húsdýragarðinn sem hefur einnig hænsni.“ sssssss'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.