Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 3 T Að verða alvitur á Bessastöðum Ein af hugmyndum síðasta menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrichs, var að skerða nám til stúdentsprófs. Hugmyndin var kynnt undir þeim formerkjum að samræma þyrfti stúdentsprófsaldur milli landa og ekki gengi að íslend- ingar lykju að jafnaði stúdentsprófi einu ári eldri en evrópskir nemend- ur. Hugmyndin var gagnrýnd all nokkuð í upphafi. Töldu margir enga augljósa kosti við að samræma þennan aldur og aðrir bentu á að ef það ætti að fara að samræma af einhverju viti þyrfti líka að sam- ræma aðra hluta, til dæmis hvenær börn byrja í grunnskóla en þau gera það ýmist fimm, sex eða sjö ára eftir ólíkum löndum. Þá bentu ýmsir á að þessi samræming þjónaði einkum þeim tilgangi að skerða námið og spara útgjöld þó að formerkin væru önnur. Efasemdir skólafólks Hugmyndin var tekin til nýrrar skoðunar þegar nýr menntamála- ráðherra, Þorgerður Gunnarsdóttir, hóf störf enda var ætlunin að efna til mikillar umræðu um efnið og var þá iðulega bent á vefgátt um máhð á heimasíðu menntamálaráðuneytis- ins. Skólafólk lét í ljósi verulegar efa- semdir, meðal annars vegna þess að með þessari skerðingu yrði hætt við að framhaldsskólanám yrði einsleit- ara en áður en gæfist mun minna ráðrúm fyrir valáfanga, sérhæfingu og þvíumlflct. Embættismennimir í ráðuneytinu settust niður og bjuggu til nýja skýrslu þar sem bent var á að hlutföll vals og kjarnaáfanga yrðu að haldast óbreytt (þó að allt minnki þetta nú samt) og að auki væri hægt að færa einhverja ffamhaldsskólaá- fanga niður í grunnskóla og láta grunnskólakennara kenna þá - þó að þeir hafi reyndar flestir allt aðra menntun og hugmyndafræði á bak við sín störf en framhaldsskólakenn- arar. Þessari tilfærslu á að sjálfsögðu ekki að fylgja nein aukafjárveiting. Gamaldags hugsun öll þessi skýrsla ber þó vott um tvennt. Annars vegar afar gamaldags Kjallari hugsunarhátt í skólamálum. Það er fráleitt að festa sig við skólastig á sama hátt og hugmyndasmiðir menntamálaráðuneytisins hafa gert í þessu máli. Þeir hafa haldið því ffam að ffamhaldsskólanám sé fjög- ur ár en það eigi að vera þrjú. Þetta er ekki rétt. Framhaldsskólanám er ákveðinn einingafjöldi sem nem- endur taka ýmist á þremur, fjórum eða fimm árum. Framhaldsskóla- nám hefur nefiúlega gengið út á sveigjanleika I námi þannig að hver nemandi geti tekið námið á sínum tíma. Þessu hafa skólamir sinnt og einkum hefur þetta verið auðvelt I framkvæmd í áfangaskólum. Bekkjarkerfisskólar hafa einnig verið með ýmsa möguleika í boði um leið og þeir hafa haldið sérstöðu sinni. Hamra á fjögurra ára námi Á sama tíma hafa æ fleiri grunn- skólanemendur tekið framhalds- skólaáfanga á síðasta ári sínu í grunnskóla sem sýnir að mörk skólastiga eru orðin mun sveigjan- legri. En í skýrslu menntamálaráðu- neytisins er hamrað á því að námið eigi að vera fjögur ár, ekki þtjú, og það eigi að færa framhaldsskóláá- fanga niður í grunnskólann eins og að á milli skólastiganna sé einhver gjá. Hins vegar ber þessi skýrsla vott um mjög eindreginn vilja til að spara í ffamhaldsskólakerfinu með því að velta einingum yfir á grunnskólana - sem eru auðvitað reknir af sveitarfé- lögtim en ekki rfldnu. Þessi spamað- arhugmynd hefur að sama skapi gert það að verkum að það hefur ekki einu sinni komið til umræðu að stytta fremur grunnskólann úr tíu árum í níu ef menn vilja lækka stúd- entsprófsaldurinn þó að skólaár grunnskólanna hafi lengst verulega á undanförnum árum. Ráðuneyti fast í feni Að lokum er ekki gert ráð fyrir þeirri hugmynd að kannski þurfi fslenskir nemendur jafiivel meiri undirbúning en aðrir fyrir háskóla- nám, ekki síst vegna þess að við búum í litlu málsamfélagi og þurf- um því meiri þekkingu á erlendum tungumálum en ýmsar nágranna- þjóðir okkar til undibúnings fyrir háskólanám. Þessi staðreynd hefur ekki verið tekin alvarlega og hætt við að nemendur komi verr undirbúnir í íslenska eða erlenda háskóla þar sem nánast allt námsefni er á erlendum málum. Með þessum hugmyndum sjáum við því einfald- lega fram á styttri, fábreyttari og verri framhaldsskóla. Þegar nýr menntamálaráðherra tók við störf- um fyrir rúmu ári bundu margir vonir við að hún kæmist úr því feni sem ráðuneytið var að festast í. Taki hendurnar frá eyrunum En nýja skýrslan um málið reynd- ist bara h'tt breytt útgáfa af þeirri gömlu, með færri villum og á betri pappír. Fátt í skýrslunni benti til að ráðherra og ráðuneytismenn hefðu sest niður og íhugað máhð. Seinustu daga hefur ráðherra ferðast um skól- ana og haldið fyrir eyrun þegar gagn- rýnisraddir hljóma. Um daginn lýsti hún því yfir á Alþingi að öll gagnrýni á styttingu framhaldsskóla væri á misskilningi byggð og að þá virtu skólamenn sem hefðu tjáð sig um máhð skorti heildarsýn. Eftir rúmt ár í starfi treystir ráðherra sér til að lýsa því yfir að allir sem eru ósam- mála henni séu vit- leysingar sem skilji ekki djúpsettar ráða- gerðir hennar. Nú hefði maður haldið að nýr ráðherra menntamála sem hingað til hefur notið mikils áUts kysi að koma fram við starfsmenn skóla- kerfisins af virðingu og hugsaði sem svo að öll sú reynsla sem þeir byggju yfir vægi kannski ekki minna sam- anlagt en nýfenginn frami. En það er greinilega merkileg reynsla að verða ráðherra á íslandi. Á einum fundi á Bessastöðum breytast menn í hálf- guði sem allt vita og skilja betur en aðrir og eftir rúmt ár í starfi treystir ráðherra sér til að lýsa því yfir að allir sem eru ósammála henni séu vitleysingar sem skilji ekki djúpsett- ar ráðagerðir hennar. Nú hvarflar ekki að mér að Þorgerður Gunnarsdóttir sé hroka- full kona. En ef hún tæki hendumar frá eyrunum og hlustaði á þá sem málið varðar kæmist hún kannski að því hvemig málflutningur hennar hljómar í eymm þeirra. Starfsmaður Öryggis- miðstöðvarinnar kom rfíértil bjargar Landspftalinn Lesandi sem þí á spitala vegna bakverkja segir Læknavaktina undirmannaða. Plfn hiingdi: „Ég var með hræðilega verki í bakinu, en ég er öryrki. Eg hringdi þess vegna I Læknavaktina, það hlýt- ur að hafa verið undirmannað hjá þeim því ég var látin bíða I símanum í nokkrar mínútur. Þegar ég loks fékk samband við hjúkrunarkonu var hún eitthvað efins með að senda mér lækni. Ég sagði henni frá bakverkj- unum mínum og að ég væri frekar illa haldinn. Hún setti mig þá á bið, sagðist þurfa að taka annað símtal. Eftir að hafa beðið eftir hjúkmnar- konunni í 5 mínútur slitnaði sam- bandið. Þá brást þolinmæðin, ég bý hér í Hátúninu í öryrkjablokkinni og er því með neyðarhnapp í íbúðinni minni. Ég greip til þess ráðs að þrýsta á hnappinn og treysta á að einhver myndi svara kallinu. Þá kom lflca hetjan mín undir eins, starfs- maður Öryggismiðstöðvarinnar. Ég Lesendur veit ekki hvort hann hafi verið í nágrenninu en fljótur var hann. Ég veit ekki nafn hans en hann var mjög liðlegur. Hann hringdi strax á sjúkra- bfl sem kom svo að vörmu spori. Á spítalanum fékk ég loks þá aðhlynn- ingu sem ég þurfti á að halda. Ég vill koma þökkum á ffamfæri til þessa manns sem var svo liðlegur. Ég vona lflca að það verði ekki jafii undir- mannað á Læknavaktinni næst þegar ég fæ svona í bakið." Einkabílisminn Fyirverandi stúdent hiingdi. Mér finnst ótrúlegt að stúdentar skuh kvarta og skammast yfir skóla- gjöldum. Það er ekki hægt að segja Lesendur að þeir hafi það slæmt. Þetta fólk eyðir öllum sínum peningum í áfengi, eins og sést gjörla á ástand- inu í miðbænum. Þar er þriðji hver maður að eyða lánsfé ríkisins í áfengi. Auk þess mættu þeir líta í eigin barm hvað varðar bflaeign. Er það Stúdentar Mótmæla, en eiga fyrir einkabll- um og áfengi. tilviljun að bflastæðin við Háskóla íslands og við Stúdentagarðana eru drekkfull? Nei. Það er af því að stúdentar eiga bersýnilega eldd fjár- hagserfiðleikum. Athugasemd um fóstureyðingar Jón Valui Jensson skrifar. Um leið og ég þakka fyrir viðtalið við mig sl. miðvikudag, vildi ég gjarnan fá að biðja fyrir eftirfarandi athuga- semd: í viðtali í DV 2. febr. er hermt eftir mér, „að áárunum 1982-1999 hafi aðeins 1,1% fóstur- Lesendur eyðinga verið ffamkvæmdar fyrir fimm vikna aldur fóstursins“ o.s.frv. En þetta voru ekki tölur frá því ára- bili, heldur er þessi útreikningur byggður á rannsókn minni á öðru tímabili, frá 1975 til 1987. Þá fóru 27,4% fóstureyðinga fram á 6-7 vikna fóstr- um, 28,9% á 8 vikna og 42,7% á níu vikna og eldri (allt upp í yfir 20 vikna). Árið 1990 var síð- astnefndi flokkurinn kominn upp í 45,1%. En um tímabilið 1982-1999 get ég upp- lýst lesendur, að þá var eytt nær 500 fóstrum sem voru 13 vikna og eldri (497), þar af 213 sem voru 17-20 vikna og 26 yfir 20 vikna. Þetta er hrikalegt að bera saman við myndir af fóstrum á þessu þroskaskeiði. • Eftir nýjustu kannanir Frétta- blaðsins er ljóst að þeir HalldórÁs- grímsson og össur Skarphéðinsson eiga það sameigin- legt að koma illa út úr þeim. Þeir geta nú endumýjað það sem Bjöm Ingi Hrafiis- son, aðstoðarmaður Halldórs, upplýsti í Silffi Egils um helg- ina að össur og fleiri Samfylkingar- menn hefðu, áður en kosninganótt- in var úti, boðið Halldóri forsætis- ráðherrastólinn. Nú geta Halldór og össur tekið upp þráðinn og myndað ríkisstjóm þar sem efst á lista verður að banna skoðanakannanir Frétta- blaðsins... • össur stendur nú höllum fæti í slagnum við Ingibjörgu enda vom það honum og stuðningsmönnum hans mikil vonbrigði að komast ekki á lista yfir þá stjórn- málamenn sem mjóta mests trausts. Það að formaður í stjómmálaflokki, sem mælist af og til sá stærsti á landinu, komist ekki á blað, þykir segja ýmislegt um stöðu hans. Hann mun nú höfða til um- hverfissinna þar sem hann hafi unn- ið afrek sem umhverfisráðherra á meðan það var Ingibjörg Sólrún sem tryggði Kárahnjúkavirkjun með at- kvæði borgarinnar í Landsvirkjun... • í Framsóknar- flokknum brynja menn sig fyrir flokksþingið í lok mánaðarins. Þótti flokksmönnum kveða við nýjan tón hjá Halldóri þegar hann sagði atburðina í írak nú vera skelfilega en að sagan myndi dæma hvemig færi. Halldór er ekki sá fyrsti sem vitnar til þess að dómar sög- unnar verði honum hliðhollir. Þetta hefur Tony Blair notað í umræðun- um í Bretlandi nú en áður vom það frægar ræður Fidel Castro og Adolf Hitler sem oftast er talað um þegar menn réttlæta umdeildar ákvarðan- ir með vísan til sögunnar... • Engrnn veit hvernig mál munu nákvæmlega skipast á flokksþing- inu hjá Framsókn. Halldór hefur lýst því yfir að hann styðji Guðna áfram í varaformanninn en ekkert hefur lengi heyrst í konunum sem ætluðu sér miícið í æðstu stjórn flokksins. SivFrið- leifsdóttir situr sem ritari en ekki er vit- að hvort hún fái mótframboð. Öll spjót standa á henni þar sem hún getur ekki verið örugg með að leiða flokkinn áfram í Suð- vestúrkjördæmi og ekkert er víst að hún verði ráðherra í næstu upp- stokkun Halldórs, eins og hún von- ast til þannig að einhverjir gætu haft áhuga á aö ná henni niður úr æðstu stjórninni... • Töluvert var um umsóknir um fréttastjórastarfið á Útvarpinu þar sem Friðrik Páll Jónsson situr. Meðal þeirra sem okkur er sagt að hafi sótt um er Jóhann Hauksson dagskrárstjóri Rásar tvö en einnig er tal- að um þá sem ekki sóttu um: Broddi Broddason, rödd Rfldsútvarpsins til margra ára sótti ekki um og ekki heldur þeir sem nefndir höfðu verið af Sjónvarpinu: G. Pétur Matthíasson, Páll Bene- diktsson og Valgeröur Jóhannsdótt- ir...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.