Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Toppár í bílasölu er framundan Greining íslandsbanka telur líklegt að árið í ár verði toppárið í bifreiða- sölu þessa hagvaxtartíma- bili. Árið fer afar vel af stað en seldir voru 80% fleiri nýjar bifreiðar nú í janúar en í sama tíma í fyrra. Svo virðist sem sterk króna sé þar að skila sér í aukinni bifreiðasölu. Því er spáð að í ár verði seldar 14 þúsund nýjar fólksbifreiðar en spáin var sett fram á fundi sem Glitnir stóð fyrir í gærmorgun. Heimta nýjan veg Sveitarstjórn Austur- byggðar heftir samþykkt ályktun um irrbætur í vega- málum. „Þar sem stjórn- völd, þrátt fyrir eftirleitan, hafa ekki séð sér fært að setja flýtifé til flýtingar end- anlegrar opnunar Fá- skrúðsfjarðarganga þá krefst sveitarstjóm Austur- byggðar að nú þegar verði gerðar þær nauðsynlegu endurbætur á veginum milh Reyðarfjarðar og Fá- skrúösfjarðar sem til þarf svo vegurinn geti talist fær öllum bílum og minnki slysahættu verulega,” segir í ályktun til Vegagerðarinn- ar og samgönguráðherra. Þyrlurnar koma Bandarísku herþyrlur- nar sem fóm af landi brott fyrir skömmu eru væntan- legar til baka í þessari viku. Tvær af fimm þyrlum varn- arliðsins fóm til æfinga á Spáni fyrir hálfum mánuði. Friðþór Eydal upplýsinga- fulltrúi varnarhðsins segir að þyrlurnar komi aftur nú fyrir vikulokin. Varnarliðið hefur gefið út að fjarvera þyrlnanna hafi ekki komið niður á þjónustu sveitanna. Georg Kr. Lámsson forstjóri Landhelgisgæslunnar hafði áhyggjur af því að öryggi væri ógnað með fjarver- unni. Þrjú systkini á ísafirði virðast sífellt komast í kast við lögin. Sá yngsti hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás, bróðir hans fyrir líflátshótanir og ofbeldi gagnvart konum og elsta systirin er góðkunningi lögreglunnar sem segir hana ávallt til vandræða. Ragnheiður B. Jóhannsdóttir segist vona að afbrotaferlar krakkana hafi náð hápunkti. Hún biðlar til þeirra að hætta þessari vitleysu. Móöir oMdissystklna biöur bau aö haga sór betur Guörún Guðmanns- dóttir - sú elsta Hefur I verið kærð tvisvar I vetur og lögreglan segir hana ávallt vera til vandræða. „Þetta er fullorðið fólk en að sjálfsögðu eru öll þessi afbrot afskaplega óþægileg," segir Ragnheiður B. Jóhannsdóttir, versl- unarkona á fsafirði. Ragnheiður er móðir þeirra Guðmundar og Guðrúnar Guðmannsbama - betur þekkt sem ofbeldissystkinin á fsafirði. Lítið hefur farið fyrir yngsta barninu af þremur, Eðvarði Guðmannssyni, þar til nú. Hann hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Með brotinu rauf Eðvarð skilorð dóms sem hann hlaut árið 2002 og varð það honum til refsihækkunar. Árásin, sem Eðvarð er dæmdur fyrir, átti sér stað í samkvæmi í heimahúsi þar sem Eðvarð og fómarlambið vom gestkomandi eftir dansleik í Sjallanum. Þeir þekktust ekki en lentu í heiftúðlegu rifrildi sem endaði í átökum. Eðvarð var einnig dæmdur fyrir að leggja ekki frá sér hnrf sem hann hélt á þegar lögreglan kom að húsinu. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir að afleiðingar árásarinnar hefðu ekki verið afdrífa- ríkar væri Eðvarð að rjúfa skilorð í þriðja sinn og hafi langa forsögu af ofbeldis- glæpum. Eðvarð heldur því nafni systkinanna á lofti. Ekki sátt Ragnheiður er að vonum ekki sátt við hegðun barna sinna. Hún vill að bömin taki sig á og fari að haga sér vel. Enda hafa undanfarnar vikur verið viðburðaríkar hjá börn- unum. Fyrir nokkru birtist til dæmis ítarlegt viðtal við Guðmund og Guð- rúnu í bæjarblaðinu á ísafirði. Þar sagðist Guðrún aðeins hafa verið kærð tvisvar fyrir líkamsárás í vetur en Guðmundur sagðist sjálfur vera fórnarlamb ofsókna. Viðtahð birtist í kjölfar frétta um tvö mál sem hafa varðað eldri systkinin. Vandræðakrakkar Annars vegar var Guðmundur í desember dæmdur fyrir að hóta fyrrverandi kæmstu sinni h'fláti og henda henni út úr bíl á ferð. Hann var einnig dæmdur fyrir að ganga í skrokk á annarri stúlku og fleygja henni út af baðherbergi en hlaut þó aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir brotin. Og svo er það systirin. Hin 26 ára Guðrún Guðmannsdóttir sem að mati lögreglunnar á ísafirði þarf að breyta hegðun sinni. í viðtali við Önund Jónsson, yfirlögregluþjón á ísafirði, staðhæfði hann að Guðrún væri yf- irleitt til staðar þar sem vandræði em annars vegar eða eins og hann orðaði það: „Lögreglan er í vand- ræðum með hana hverja einustu helgi." Orðið gott Ragnheiður Jónsdótúr móðir ofbeldissystkinanna segist rétt æúa að vona að þau séu búin að toppa hegðun sína. „Þau em aha vega mjög aktív sem getur bæði verið kostur og gahi. Ég veit ekki hvort þetta tengist eitthvað árgangi krakkanna. Reyndar var ‘78 kynslóð dótturinnar ansi spræk en það var jú ‘68 kynslóðin líka,“ segir Ragnheiður. Börn Ragnheiðar búa öh á ísafirði en að sögn hennar em þau flutt að heiman. ,Æth það megi ekki segja að þau búi úti í bæ,“ segir Ragnheiður sem vih koma eftirfar- andi skilaboðum th krakkana sinni. „Þið eigið að haga ykkur vel. Þetta er orðið gott.“ simon@dv.is mm Eðvarð Guð- mannsson - yngsti sonur- inn Dæmdurl fimm mánaða fangelsi fyrir llkamsárás. Ragnheiður B. Jónsdóttir Móðirin I vill að krakkarnir hætti þessum látum. I>. Guðmundur Guðmanns- ■ son - miðjubarnið Kærður n fyrir llflátshótanir og ofbeldi I gagnvart konum. — * ^ Á sporbaug um eilífðina Af hverju vilja borgarstjórarnir átta ekki slökkva ljósin eitt augna- blik svo hægt sé að hefja beinar útsendingar frá eilífðinni? Það vhja þetta ahir aðrir. Meira að segja Geir Jón löggimann sem þó yrði í persónulegri hættu að reka sig upp undir ljósastaura borgarinnar ef slökkt yrði á þeim í myrkrinu. Óttast stjórnmálamennimir kannski að stjörnur himingeimsins skyggi á þá sjálfa? Eða kannski valdarán? Að fhaldið læðist inn í Ráðhúsið einmitt þegar enginn sér handa sinna skh við kjötkaúana? Eða vorkenna þeir bara Orkuveit- unni sem þá mun ekki vita hvað gera skal við allt rafmagnið? Þetta átú að verða alveg magnað- ur skratti. Einn þeirra framúrskar- andi listamanna sem einmitt eru elskaðir og dáðir innan styrkjaveld- isins sagði að við myndum öh kom- ast í snertingu við það sem væri æðra okkur sjálfum og okkar aula- legu hugsunum og nauðaómerki- lega handverki. Alheimurinn myndi skyndhega blasa við Svarthöfða og öhum hinum. En borgarstjómnum þótú þetta ahtof áhættusamt. Fólk gæti skaddast. Kannski fengið varanlegar ranghugmyndir. Hér einu sinni, í gamla daga, gerðist það reglulega að rafmagnið fór af hverfi eða tveimur í Reykjavík. Jafiivel af allri þessari höfuðborg AÚ- antshafsins. Ekki minnist Svarthöfði þess að hafa heyrt minnst á alvarleg slys á fólki á þessum andartökum- um. Eiginlega var bara skemmthegt að paufast í myrkrinu að leita að kertisstubbi eða þá vasaljósi sem lýsti upp nýja heima innanhúss sem utandyra. Ekki má það verða að leiðinda- púkunum óttaslegnu takist að eyði- leggja fyrir okkur hinum; að hafa af okkur rómantík myrkursins. Ef þeir em svona hræddir geta þeir bara fylgst með ehífðinni í fyrirhugaðri beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Guð gefi að það verði raf- magnslaust í Reykjavík Það er verst ef það rignir. Svarthöfði Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö bara fínt; er ekki að springa enda ekki búinn aö fara I sprengimatinn," segir Ellert Ingimundarson leikari.,, Viö erum að fara að frumsýna Segöu mér allt I Borgarleikhúsinu I næstu viku, þannig að viö erum aö nálgast frumsýningartörnina. Það er mjög spennandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.