Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 Lífið DV Sýnd Id. 6. 8.30 og 11 Sýndkl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 14 *★★★ - HL, MBL ★ ★★★ - Baldur, Popptiví ___ db Aviat'oR Sýnd kl. 6 og 9.10 Epfsk stórmynd sem fólk vcrður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Kl. 10.05 B.I. 14 Sýnd kl. 6 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Langa trúlofunin (Un long dimanche de fiancailles) Kl. 10 Grjóthaltu kjafti (Tais Toi) B.i. 12 Sýnd kl. 8.30 yí*u*rit m Ai> HfVlA flS 5Tilnefningar til «5. ^ verðlauna^Ajf besta mynd, og P.P FBL SIDEWAYS .Fullkomlega ómissandi mynd" S.V. MBL ***** mndim; ,NE\'rai..\ND Frumsýnd 11. febrúar FRÁ FRAMLEIÐANDA TRAINING DAY Þeir þurfa að standa saman til að halda lifi! Frábær spennutryllir! Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu Jennifer Garner Sýnd í Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 TAXI iO IHEIncrediblES Sýnd kl. 4, 6.20, 8.30 Og 10.30 Kl. 3.45 Og 6 Isl. tal B.i. 14. Kl. 3.45, 6, 8.15 Ðg 10.30 kl. 6 & 8.15 enska f**** lan Nathan/EMPIRE STÆRSTA 1>JÓBSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. Sýnd kl. 8.30 b.i. 14 4, 5.30, 8 og 10.30 f Lúxus VIP kl. 5.30, 8 Og 10.30 [nATIONAL TREASURE Sýnd ld. 10.30 Futureheads á toppinn hjá NME Hljómsveitin The Futureheads hefur náð toppsætinu af hljómsveitinni Bloc Party á lista breska tónlistar- tímaritsins NME yfir vinsælustu lög- in í dag. Breska sveitin Doves á þriðja vinsælasta lagið og aðrir þekktir listamenn á listanum eru The Bravery og Interpol. *i • The Futureheads - Hounds Of Love 2. Bloc Party - So Here We Are 3« Doves - Black And WhiteTown 4. Willy Mason - Oxygen 5* Kaiser Chiefs - Oh My God 6» The Bravery - 2» Interpol - Evil 8. The Duke Spirit - Lion Rip 9» Adam Green - Emily 10. Maximo Park - Apply Some Pressure Eg þekkti einu sinni fatlað íól Alejandro Amenábar byrjaði fer- il sinn sem fantagóður hroll- vekjuleikstjóri með myndum eins og Tesis, Abre los ojos, sem var endurgerð sem Vanilla Sky, og svo megahittaranum sínum The Others. Þess vegna er svolítið skrít- ið að sjá hann tækla þetta hádrama sem er sagan um Ramon Sampedro og baráttu hans um að fá að deyja með reisn. Sagan fjallar um frekar við- kvæmt mál, réttinn til þess að mega svipta sig lífi eða láta aðra hjálpa sér við það án þess að eiga á hættu að verða sóttur til saka. Ramon Sampedro hefur verið lamaður fyrir neðan háls í nærri 30 ár og finnst lítillækkandi að lifa svona lífi og þess vegna vill hann binda enda á líf sitt með hjálp vina sinna en vill gera það þannig að það lendi eng- inn í vandræðum fyrir vikið. Við kynnumst fjölskyldu hans sem er að mestum hluta á móti ákvörðun hans og einnig fólki sem vinnur fyr- ir málstaðinn. Við fylgjumst svo með síðustu mánuðum í hans lífi, ástarþríhyrningi sem myndast á milli lögfræðings hans og einstæðr- ar móður sem býr í bænum og bar- áttuna við yfirvöld. í myndinni er engin afstaða tekin með eða á móti því að mega stytta sér aldur og báðum aðilum er leyft að fara með sitt mál þannig að það gengur enginn út af henni sármóðg- aður eða í sigurvímu. Javier Bardem er einn mesti töffarinn í bransanum í dag, frábær leikari og svona helvíti svalur í þokkabót. Ég tók fyrst eftir honum í mynd Alex de la Iglesias, „Perdita Durango“, og svo hefur stjarna hans farið rísandi eftir það. Hann sýnir snilldarleik í þessari mynd, er gjör- samlega ólíkur sjálfum sér og er það svolítið skrítið að hann skuli ekki vera tilnefndur til Óskarsins. Alej- andro Amenábar sýnir að hér er fjöl- hæfur leikstjóri á ferð og nær hann að halda vel utan um efnið. Það var hins vegar sagan sem náði ekki alveg að grípa mig en mér fannst hún bara The Sea Inside Sýnd i Regnboganum. Leik- stjóri: Alejandro Amená- ý- bar. Aðalhlutverk: Javier Bardem, Belén Rueda, Lola Duenas, Mabel Riviera. irtcfrfc ■ f Ómar fór í bíó ekki nógu áhugaverð og verður fyrir vikið langdregin. Myndin er fallega tekin og frá- bærlega vel leikin af öllum aðilum en það er bara vandamálið við að halda athygli áhorfandans sem dregur þessa mynd niður. En áhuga- menn um fínt drama geta fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Svo vÚ ég biðja forsvarsmenn Regnbogans að hækka hitann í sal 1, ég var að krókna úr kulda. Ómar öm Hauksson Laus úr fangelsi Rokkarinn Pete Doherty er frjdls mað- ur eftir að hafa gist fangageymslur i fjórar nætur. Þessi fyrrverandi söngv- ari Libertines var ákærður fyrir rán og fjárkúg- unáhóteiii Londonisíð- ustu viku. Hann forðaðist blaða- menn þegar hann yfírgaf lögreglustöð í gærdag. Doherty er laus d skilorði og þarfað mæta fyrir rétt 21. febrúar. Astæða þess að hann sat inni var að hann gat ekki lagt fram tryggingarfé. Doherty verður sendur í meðferð á næstunni. París skotin í prinsunum Paris Hilton langar að bjóða Harry Bretaprinsi i afmæiið sitt. Ljóskan alræmda hefur sagt vinum sinum að hana langi mikið til að prinsinn, sem er tvitugur, fylgi henni í afmælið siðar i mánuðinum og hefur meira að segja skrifað honum bréfþess efnis.„París hefur alltafdreymt um aö verða prinsessa og hefur lengi veriö skotin I Vilhjálmi prinsi. Undanfarið hefur hún þó orðið meira og meira skotin i Harry,"sagði vinkona Parísar.„Hann er villtur og elskar að skemmta sér, þau passa vel saman." M É Það versta í breskri tónlist verðlaunað á Naomi-verðlaunahátíðinni Busted, Peter Andre, Blue og Rachel Stevens valin verst Brit-verð- launin verða afhent innan tíðar og af því til- efni hafa innan- búðar- menn í breska tónlistar- bransanum valið það versta sem í boði er í tón- listinni þar í landi. Verð- launin eru kölluð Naomi- verðlaunin eftir fyrirsæt- unni Naomi Campbell og skammvinnum tónlist- ar-„ferli“ hennar. Blue var valin versta hljóm- sveitin og Rachel Stevens versta söngkonan. Busted var verðlaunuð sem versta tilraunin til að gera rokktónlist og Michelle McManus sem sigraði f Pop Idol átti verstu bresku plötuna. Versti söngvarinn var kjörinn Jamie Cullum og versti alþjóðlegi söngvar- inn var enginn annar en Brian McFadden. Sérstök verðlaun, sem veitt eru þeim sem hafa átt einstaklega lélegt framlag til tónlistarinnar, voru veitt Simon George, manninum sem ábyrgur er fyrir tilvist Westlife og Girls Aloud. Versta alþjóðlega hljómplatan var valin The Long Road með Peter Andre, Westlife var valin versta alþjóðlega hljóm- sveitin, versta unga sveitin var McFly og að síðustu fékk rokkarinn Pete Doherty verð- laun fyrir að vera versti sviðs- maður Bretlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.