Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Taka lán til að borga lán í greinargerð um fjár- hagsáætlun Hafnar í Hornafirði fyrir árið 2005 sem Albert Eymunds- son bæjarstjóri skrifar undir og birtist á horna- fjordur.is segir meðal annars: „Áætlað er að taka milljón króna lán á vegum bæjarsjóðs og greiða eldri lán um 90 m.kr. þannig að skuldaaukning verður um 10 milljónir króna á milli ára. Sömuleiðis þarf hafn- arsjóður að taka 25 millj- óna króna lán en greiðir af eldri lánum 7 milljónir." Fjárhagsáætlunin var samþykkt í lok síðasta árs. Verðbólgan yfir þolmörk Verðbólga hefur auk- ist að undanförnu og mun að öllum líkindum fara yfir efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í vikunni, þ.e. 4%. Verðbólgan mun þó lfklega hjaðna er líður á árið. Verð- bólga mun vaxa á síð- ustu mánuðum þessa árs og næsta ár mun einkennast af verð- bólguskoti ef gengisspá gengur eftir. Þannig má reikna með 4,6% verð- bólgu yfir þetta ár og 8,2% verðbólgu yfir næsta ár. Greining íslandsbanka segir frá. Með LSD og amfetamín Um helgina stöðvuðu lögreglumenn akstur bif- reiðar á Selfossi sem í voru tvö ungmenni. Grunsemdir vöknuðu um að ökumaður- inn væri undir áhrifum ffkni- efna og voru ökumaðurinn og farþegi handteknir á vettvangi. í bifreiðinni fundust áhöld til fíkniefna- neyslu og í framhaldi af því var gerð húsleit á heimili á Selfossi og í sumarbústað í Grímsnesi. í þessum leitum fundust um 60 grömm af amfetamíni og 6 skammtar af LSD auk áhalda til neysl- unnar. Fjórir voru yfir- heyrðir vegna málsins sem telst upplýst. Fólkið hefur allt komið áður við sögu ffkniefnamála og er á aldr- inum frá 20 til 30 ára. #*' ©@ « Sex manna Qölskylda við Granaskjól sem lenti í bruna í desember 2003 undrast að lögregla skuli hafa hætt rannsókn á íkveikju á heimili þeirra. Heimilisfaðirinn, Örn Ingólfsson. lá sjálfur undir grun en rannsókn lögreglu hreinsaði hann af ásök- unum um að hafa stefnt konu sinni og börnum í voða. Hann vill að þáttur konu sem var gestkomandi á heimilinu verði rannsakaður. Börnin misstu vlni ug fnðirinn vinnn eftir pitsukassabrunn Þórunn Baldursdóttir, eiginkona Arnar, varð eldsins fyrst vör snemma um morguninn. Hún vaknaði við skerandi væl í reyk- skynjurum. Tveir ungir synir hennar voru þá sofandi í rúmum sínum auk ungrar konu sem var gestkomandi í húsinu. Þórunn vakti drengina og ungu konuna og hélt með þau á neðri hæð hússins þar sem faðir hennar býr. Slökkvilið og lögregla komu á vettvang og færðu fólkið á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Þetta var klukkan átta um morg- uninn. Hálftíma áður hafði heimilis- faðirinn farið til vinnu sinnar og orðið einskis var. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að kviknað hefði í þrem- ur pitsukössum sem legið höfðu á tveimur af fjórum eldavélarhellum sem kveikt hafi verið á. Nýbúið að mála eldhúsið öm og Þórunn höfðu verið að mála eldhúsið kvöldið fyrir brunann og því vom málningardollur og penslar í eldhúsinu. Örn segir að þegar hann hafi yfirgefið heimilið hafi pitsukassarnir hins vegar verið á borðstofuborði hússins. „Við höfðum pantað þessar pits- ur kvöldið áður þar sem verið var að mála eldhúsið og því var borðað í stofunni," segir örn sem fékk símtal í vinnuna fljódega eftir að slökkvilið kom á vettvang. Hann dreif sig heim til að vitja um fjölskyldumeðlimi sem þá vom komnir á slysadeild og fór í framhaldinu í yfirheyrslu hjá lögreglu. Stimpilkort hans var meðal annars notað til að vita um ná- kvæmar tímasetningar. Barninu kennt um öm, kona hans og unga konan vom öll yfirheyrð vegna málsins. Sonur hjónanna, sem þá var fjög- urra ára, var meðal annars grunaður um að bera ábyrgð á eldinum í óvitaskap, í kjölfar skýrslugjafar ungu konunnar, en Öm kveðst ekki trúa því að sú geti verið raunin enda hafi drengurinn verið sofandi. „Við höfðum engan hag af því að kveikja hér í, töpuðum sjálf miklum fjármunum vegna innbús og dóts sem skemmdist en fékkst aldrei bætt. Hverslags maður væri það sem reyndi að kveikja í með ung börn sín „Hverslags maður væri það sem reyndi að kveikja í með ung „ börn sín og konu sofandi í næstu her- bergjum?" og konu sofandi í næstu herbergj- um?“ spyr öm. Einelti í kjölfar ásakana Hann segir fjölskylduna hafa þurft að líða fyrir grunsemdir lögreglu á hendur sér; bömum hafi verið bann- að að leika við syni þeirra, gert að forðast heimilið, auk þess sem hann hafi þurft að skipta um vinnu í kjöl- farið á fréttaumfjöllun um málið. „Málið var auðvitað reifað í fjöl- miðlum og þar haft eftir lögreglu að ég hefði játað, sem er auðvitað al- rangt. Ég hrökklaðist úr vinnu í kjöl- farið enda fóru illar tungur af stað sem leiddu til þess að það átti að færa mig til í starfi. Ég ákvað þá að skipta um vinnu," segir Örn sem vill að lög- regla rannsaki hlut ungu konunnar sem var gestkomandi á heimilinu. Hver kveikti í? „Þessi kona hafði verið heima- gangur hér en er ekki lengur," segir öm. „Hún þarf að gera betur grein fýrir sínum hlut finnst mér enda virtist henni mikið í mun að koma sök á annað hvort mig eða barnið auk þess sem við bentum lögreglu á að hún hefði verið tvísaga þegar hún ræddi málið," bætir hann við en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu þótti ekki ástæða til að gefa út Vill vita hver kveikti í Örn Ingólfs- son lá sjálfur undir grun um aö hafa kveikt I heima hjá sér, þar sem kona hans og tvð ung börn lágu sofandi auk konu sem var þar gestkomandi. Vill aö hlutur konunnar veröi rann- I „ Slaem aðkoma Eldhúsiö íibúö- gJ inni gjöreyöilagöist i eldinum auk ■ þess sem sót og reykur unnu mik- ■ iö tjón á mestallri íbúðinni. Þór- ■ unn og Ingólfur höföu nýtokið viö ■ að mála eldhúsið, kvöldinu áður. kæm í málinu, þrátt fyrir að sannað þætti að kveikt hefði verið í, og var máhð því látið niður falla. „Ég vil að lögregla rann- saki hvað þarna gerðist, mér finnst við eiga heimtingu á því," bætir hann við. Málið hefur ekki ver- ið rannsakað frekar eftir að saksóknari tók ákvörðun um að gefa ekki út ákæm í málinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. helgi@dv.is DV-mynd E.ÖI A. Jónsson trommuleikari hljómsveitarinnar Nilfisk frá Stokkseyri.„Það er ekki mikiö um að vera hér þessa dagana. Veðrið er reyndar ágætt fdag. Viö í Nilfisk erum mest íþví að æfa og svo kíkjum við líka á Draugabarinn sem er hérna í bænum. Flnn bar, mæli með því að fólk kíki úr bænum og tékki á honum." Húsráðandi sem beittur var valdi á eigin heimili Ekki refsað fyrir að ógna með hnífi Þrítugur bóndi í önundarfirði hefur verið fundinn sekur um að ógna lífi manns sem kallaður hafði verið á heimili árásarmannsins til að skakka leikinn milli hans og eigin- konu hans. Það var í júní í fyrrasumar að eig- inkona mannsins sem dæmdur var hringdi í vinkonu sína og bað hana að koma á heimili sitt þar sem henni stafaði ógn af manninum sem væri þar drukkinn. Þau höfðu verið að ríf- ast og slást. Vinkonan kom ásamt manni sínum. Eru þau vinafólk hjónanna á bænum. Þegar fólkið bar að garði sat húsbóndinn ásamt móður sinni í þvottahúsinu og reykti sígarettu. Aðkomumaðurinn vildi freista þess að fá húsbóndann með sér inn í hjónaherbergið á meðan húsfreyjan tæki saman föggur sínar og barna þeirra hjóna. Ætíaði konan að yfir- gefa heimilið með aðkomufólkinu. Húsráðandinn var beittur valdi og færður í hjónaherbergið en tókst að rífa sig lausan. Náði hann í eldhúshníf og hrakti gestinn óvel- komna út úr húsi og út á hlað. Hugðist hann veita gestinum eftirför niður heimreiðina en vildi þá ekki betur til en að hann flaug á hausinn. Móðir hans koma þá aövífandi, tók hnífana sem hann hafði misst og faldi innandyra. Héraðsdómur Vestfjarða frestaði að gera manninnum refsingu í mál- inu og fellur hún niður haldi hann skilorð í tvö ár. Dómurinn taldi hon- um til málsbóta að aðkomumaður- inn beitti hann valdi og að ósannað væri að hann hefði ætíað að hefta för konu sinnar með börnin. Kamerúnum vísað úr landi Sýslumaðurinn á Keflavfkurflug- velli vísaði í gær tveimur mönnum með ríkisfang í Kamerún úr landi. Mennimir vom stöðvaðir við komu hingað til lands frá Bretíandi á laug- ardag en þeir munu hafa haft námsmannadvalarleyfi í Svíþjóð. Mennirnir munu ekki hafa haft neina ijármuni meðferðis né heldur getað gert grein fýrir ástæðum komu sinnar hingað til lands og var því vísað úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.