Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Lífið DV * \ Eiver í Salnum Sunnudaginn 13.febrúarverður Eivar Pálsdóttir, söngkona og laga- smiður, með óvenjulega tónleika í röð *■ Tíbrár i Salnum góða í Kópavogi og hefjast þeir kl. 20.00 stundvíslega. Með Eivaru leikur hið fræga band KaSa, eða Kammersveit Salarins eins og bandið heitir, og er ekki skipað neinum smátittlingum.Á tónleikun- um verða flutt frumsamin lög eftir Eivaru Pálsdóttur sem Hilmar Örn Hilmarsson, Árni Harðarson, Pétur Grétarsson og Kjartan Valdimarsson hafa útsett sérstaklega fyrir söngkon- una og hópinn. Þá mun KaSa-hópur- inn fiytja píanókvintett eftirJón Ás- geirsson. Flytjendur auk Eivarar þetta kvöld verða þau Áshildur Haralds- ’ dóttiráflautu,SifM.Tulinius fiðluleikari, Bryndís Björgvinsdóttir á selló, Helga Þórarinsdóttir á viólu og Nína Margrét Grímsdóttir á píanó. Tæknimaður er Lárus H. Grimsson. Árangur samstarfs KaSa-hópsins og hinnarfrábæru listakonu frá Færeyjum getur ekki orðið annað en tilhlökkunarefni segir i fréttatilkynn- ingu Salarins, en tónleikarnir verða endurteknir i Noröurlandahúsi Fær- eyja þann 19. febrúar næstkomandi. Eivar Pálsdóttir hefur flutt tónlist sína við frábærar viðtökur víða um heim, unnið til tveggja íslenskra tón- «. listarverðlauna og hljóðritað þrjár geislaplötur. Hún hefurenn fremur unnið með ýmsum listamönnum, svo sem saxafónleikaranum John Purcell, DR Bigband og kanadiska þjóðlaga- söngvaranum Bill Bourne. Einkenni söngkonunnar eru hrífandi einlægur tónlistarflutningursem á ræturað rekja til færeyskrar þjóðlagahefðar. KaSa-hópurinn hefurstarfað á * höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2001 við mjög góðgn orðspr. Afverkefnum KaSa-hópsins á undánförnum miss- erum má nefna velheppnaða tón- leika á Myrkum músíkdögum 2005, tónleikaferð tilJapans með Dimitri Ashkenazy á síðasta ári, tónleika á Listahátíð i Reykjavík 2004 sem helg- aðir voru íslenskri kvikmyndatónlist, metnaðarfulla tónleika iSalnum, Tónlistarhúsi Kópavogs undir merkj- um TlBRÁR,kammertónlistarhelgi í Ráðhúsi Reykjavíkur með tónlistar- nemum frá Islandi og Færeyjum og hljóðritun geisladisks með Skólakór Kársnesskóla í desember2003. Miðasala er þegar hafmog er áhugasömum bent á að takmarkað magn miða er i boði þvíTíbrár-rööin * er í áskrift og því er þegar búið að selja talsvert marga miða. Jónas frá Hriflu og sönn íslensk mynd Guðni Tómasson listsagnfræðingur heldur í dag fyrirlestur i Listasafni Islands um svokallaðar Gefjunarsýn- ingar 7 942 og nefnir fyrirlestur sinn Jónas frá Hriflu og sönn íslensk myndlist. I fyrirlestrinum verðursagt frá mynd- listarsýningum Jónasar Jónssonar frá Hriflu á vormánuðum árið 1942, hina svokölluðu háðungarsýningu og einnig það sem honum þótti frekar við hæfí þegar kom að íslenskri myndlist. ist Sagt verður frá tilraunum þessa merki- lega stjórnmálamanns til að hafa áhrif á framþróun íslenskrar myndlistar sem formaður menntamáiaráös Alþingis og hörðum viðbrögðum listamanna við þeim tilraunum. Einnig veröur fjallað um stýringartilburði ráða- manna í Þýskalandi nasismans til að „bæta"þýska myndlist og samanburð- ur gerður á þessum tveimur tilraunum til þjóðnýtingar listanna. Guðni Tómasson stundaði BA-nám i Komposition (Höfnin) frá 1938 eftir Þorvald Skúlason (LÍ 585). sagnfræði við Háskóla íslands þaðan sem hann lauk prófí árið2001. Lokaritgerðin hans heitir Gallerí og sýningarsalir i Reykjavík 1900-2000. Guðni stundaöi M.Litt-nám í lista- sögu við St. Andrews háskóla í Skotlandi veturinn 2002-2003. Lokaritgerö hans þaðan ber heitið Jónas Jónsson and his Precepts for lcelandic Art. Frá árinu 2001 hefur Guðni fengist við dagskrárgerð og pistlaskrifá Rás 1, meðal annars i þættinum Víðsjá, auk sjálfstæðrar dag skrárgeröar um menningu og mynd- list. Hann starfar nú hjá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirlestur Guðna er haldinn i tengslum við sýningu Listasafnsins Is- lensk myndlist 1930-1945 og hefst í fyrirlestrasal safnsins við Frikirkjuveg kl. 17.30. Á fimmtudag opnar Bára K. Kristinsdóttir ljósmyndari sýningu á ljósmyndum sínum úr gróðurhúsum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Þetta er sjötta einkasýning hennar en sýninguna kallar hún Heita reiti. Verkin eru stór og kóp- eruð beint á pappír. Allar myndirnar eru til sölu. Hetr reitir Á fimmtudag opnar Bára K. Krist- insdóttir ljósmyndari nýja einkasýn- ingu í sölum Ljósmyndasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi. Á sýning- unni, sem hún kallar Heita reiti, sýnir Bára ljósmyndir sem hún tók á nær sex mánaða trmabili í gróður- húsum víða um land - í Mosfellsdal, í Borgarfirði, á Flúðum og víðar. Myndirnar eru allar teknar á filmu, slides 4x5’ sem margir kannast við og framkallaðar beint á pappírinn með svoköliuðum R- process. Voru myndirnar unnar í New York. AUar verða myndimar til sölu en þær eru á pappírinn komnar ístærðinni 1x1.20. Svíþjóð, Ameríka, Reykjavík Bára er að góðu kunn sem auglýs- inga- og iðnaðarljósmyndari hér á landi. Bára fæddist árið 1960 í Reykjavík, lærði ljósmyndun í Gautaborg og lauk þar námi 1989. Hún vann síðan sem aðstoðarljós- myndari í Svfþjóð og Ameríku í þrjú ár en fluttist heim 1992 og hóf störf sem ljósmyndari. Meðfram þeirri vinnu hefur hún einnig sinnt eigin listsköpun á sviði ljósmyndunar, haldið einkasýningar í tvígang í Gaileríi Sævars Karls, sýnt í Schwules Museum Berlin, Regnbogasal Sam- takana 78 og hjá Jóa og félögum. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga frá byrjun ferils síns, bæði heima, á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Bára segist hafa kosið að taka myndimar í filmu en ekki stafrænar vélar. í því felist ekki andúð á nýrri tækni. Ljósmyndavélin með gamla laginu sé að hverfa af sjónarsviðinu og ýmis kunnátta sem hafi tengst þessu miðlunarformi sjónlistanna sé brátt að hverfa. Sú framköllunar- tækni sem hún valdi sé að verða lið- in tíð; þeir aðilar sem unnu afrit myndanna í New York em að verða uppiskroppa með pappír til að vinna myndir á þennan hátt. Hann er ekki lengur framleiddur. Ónátturuleg náttúra Heitirreitir sýnir gróðurhús. „Þau em svo spennandi myndefni," segir Bára. Myndirnar gefa innsýn inn í ónáttúnílega náttúm og leitast hún við að fanga það sjónarspil sem skapast út frá andstæðum; innan- dyra og utandyra. „Aðeins gler og járngrind skilur á milli og hafa umhverfisþættir eins og birta, hiti og kuldi afgerandi áhrif á útkomu myndanna sem í senn endurspegla fegurð og framandleika. f myndun- um má einnig greina skírskotanir til listasögunnar og minna margar þeirra á hollenskar kyrralffsmyndir þar sem draumurinn um Edensgarð- inn var hafður í hávegum" segir í kynningartexta safnsins. í viðtali sem birtist í sýningarskrá segir Bára. „Eftir að ég ákvað að mynda í gróðurhúsum leitaði ég uppi fólk sem hafði þekkingu á þessu sviði og fékk ýmsar ábending- ar um hvert ég gæti leitað. Ég ók af stað með nafn á einni manneskju sem hafði samþykkt að hleypa mér inn í gróðurhús. Svo vatt þetta upp á sig og ég ók vítt og breitt um landið, í alls konar gróðurhús. Þótt ég væri nokkuð fljótlega komin með ágætan affakstur þessara ferða, þá vildi ég sífellt bæta við myndum og fór all- nokkrum sinnum út á land til þess. Myndirnar eru flestar teknar um vetur þannig að ég hef verið háð veðri og birtu. Ég hef heldur ekki notast við neitt leifturljós heldur eingöngu dagsbirtuna og ljósin í gróðurhúsunum." Gróður undir gleri Gróðurhúsið er raunar óeðlilegt fyrirbæri á íslandi. Hér eru sumur of stutt og sólargangur þannig að ræktun í gróðurhúsum er afar erfið. í nágrannalöndum eru gróðurhús aldagamalt fyrirbæri og notuð til sér- ræktímar á jurtum sem eru frá heit- ari beltum jarðar. Við flytjum lofts- lagsbeltin tU með gróðurhúsinu. Hér bætist við að fyrir tUstilli heits reits undir landinu urðu gróðurhús hér fjölmörg og þau eru talin tU sjálf- sagðra hluta í tilveru landsmanna. En fyrir hvað standa gróðurhús? Við njótum góðs af því sem þar er ræktað, en sjaldnar er augum okkar beint að fyrirbærinu sjálfu og það sett fram á sjómænan hátt, hvorki í grósku hitans né í hnignun vanhhðu og aldms. Þau eru ónuminn vöUm fyrir myndfistina og inn á þann vöU hefm Bára arkað með vélina sína. Sýningin verðm opin frá 12.00- 19.00 virka daga, en frá 13.00-17.00 um helgar, en safiiið er staðsett í Grófarhúsi í Tryggvagötu við gömlu höfnina. Vefur Ljósmyndasafns Reykjavíkm er www.ljosmyndasafn- reykjavikur.is. pbb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.