Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Tortryggir Ijósabekki Sesselja Bjarnadóttir á Grenivfk hefur sent sveitarstjóm athuga- semdir vegna áforma um að bjóða upp á sólböð í nýrri íþróttamiðstöð. Sesselja spyr lflca hvort hægt sé að hafa heitan pott inni í nýbyggingu íþróttamiðstöðvar. Einnig hvort hægt sé að hafa innangengt £ gufii- bað. Sveitarstjómin segir að leitað sé leiða til að hafa innangengt í gufu- bað og heitan pott. Sól- böð verði ekki bönnuð nema eftir tilmæli frá heilb rigðiseftirliti. En áhersla sé á að kynna „mögulegar slæmar af- leiðingar óhóflegra sól- baða". Sjálfstæðis- flokkur stærstur Sjálfstæðisflokkurinn er vinsælasti stjórnmálaflokk- urinn samkvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar. Fylgið er 39% sem þýðir að flokkurinn myndi bæta við sig þremur þingmönnum ef kosið yrði nú. Samfylkingin er næststærst, með tæplega 30 prósent. Fylgi Fram- sóknar hrynur og er undir 10 prósentum. Vinstri grænir bæta við sig og em með 17 prósent í þessari könnun en frjálslyndir em með 5 prósent. Könnunin bendir til þess að Sjálfstæð- isflokkur og frjáls- lyndir hafi meira fylgi meðal karla en kvenna en þessu sé öfugt farið með Sam fylkinguna. SUSfagnar Sigurði Kára Hafsteinn Þór Hauks- son, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, fagnar frumvarpinu sem Sigurður Kári Kristjánsson og fjórtán aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á Alþingi í gær. Haf- steinn Þór segir að niður- staða útvarpsréttarnefndar um að Skjár einn megi ekki senda út fótboltaleiki án þular eða texta, getið valdið því að úrval á íþrótta- útsendingum minnki. Verktakafyrirtækið GT verktakar, sem er undirverktaki Impregilo við Kárahnjúka, hefur sagt upp að minnsta kosti þremur íslendingum og ráðið í þeirra stað flóra Litháa sem fullyrt er að vinni á lakari kjörum. Senja upp íslendingum lyrir ódýru Lithúu Litháamir hófu störf við Kárahnjúka nú um helgina en sam- kvæmt heimildum DV hafa þeir íslendingar sem reknir voru þjálfað þá upp í akstur rútubfla á virkjanasvæðinu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir stofnunina nú rannsaka málið og Kta það alvarlegum augum. Litháarnir em hér á dvalarleyfi á þeirri forsendu að um þjónustuviðskipti sé að ræða og því em þeim greidd laun í gegnum starfsmannaleigu í heimalandinu. „Mér finnst skrýtið að þetta sé hægt en sennilega er þetta sú leið sem smærri verk- takar á Reykjavíkur- svæðinu nota og er nú til rannsóknar. Þetta ber einfaldlega að stöðva." yfirtrúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun, Oddur Friðriks- son, fékk nýverið vitneskju um málið. Árekstrar stofnana Hann segir málið grafalvarlegt og ekki síst í ljósi þess, ef rétt reynist, að stofnanir fari á mis. Þannig eigi Vinnumálastofnun að hafa umsjón með útgáfu atvinnuleyfa til útlend- inga en samkvæmt því sem nú eigi sér stað í máli GT verktaka og Lithá- anna sé það í raun Útlendingastofn- un sem leggi blessun sína yfir störf mannanna hér á landi með útgáfu 90 daga dvalarleyfis. „Fyrirtækið hefúr fullyrt við mig að atvinnuleyfið sé til staðar en þær upplýsingar sem við höfum segja að dvalarleyfi sé einungis til staðar. Mér finnst skrýtið að þetta sé hægt en sennilega er þetta sú leið sem smærri verktakar á Reykjavíkur- svæðinu nota og er nú til rannsókn- ar. Þetta ber einfaldlega að stöðva," segir Oddur, sem kveðst ætla að gera kröfu um að fá að sjá launaseðla og ráðningarsamninga mannanna, eins og hann á rétt á. Mótmælir uppsögnum „Það sem þarna er á ferð snýst auðvitað bara um að draga úr launa- kostnaði því með því að ráða Lithá- ana í gegnum eins konar starfs- mannaleigu þar í landi sýnist mér að menn ætli sér að sleppa við að greiða launatengd gjöld og skatta hér á landi. Um þetta snýst málið og þetta er ástæða þess skjálfta sem hér rfldr á vinnumarkaði," segir Oddur. Eftir því sem næst verður komist stendur uppsögn íslendinganna enn óhögguð af hálfu GT verktaka. Odd- ur kveðst hins vegar æda að gera kröfu um að þær verði dregnar til baka. Telja sig í fullum rétti Trausd Finnbogason, annar eiganda GT verktaka segir fyrirtækið visst í sinni sök, mennirnir megi vinna hér í níud'u daga. „Ástæðan fyrir því að við erum að segja upp mönnum er sú að við erum að færa þá til," segir Traustí sem segir upp- sögnina í raun snúa að því að starfs- menn við Kárahnjúka séu á hærri launum en starfsmenn við önnur verkefni á vegum fyrirtækisins og því sé sú leið farin að segja mönnun- um upp og ráða þá að nýju á lægri launum. „Þarna hafa verið tvítugir strákar sem eru ekki hæfir til að keyra rút- ur," segir Traustí sem telur fýrirtæk- ið í fullum rétti enda séu Litháarnir ekki á vegum þess heldur litháískrcir starfsmannaleigu. Ekki náðist í Hildi Dungal, nýráð- inn forstjóra Útlendingastofnunar, í gær. helgi@dv.is Maður játaði fyrir lögreglu í Kópavogi Kveikti í húsinu sínu Fíkniefnalögreglan rannsakar stórt smygl „Það liggur fyrir að þetta fyrirtæki hefur ekki fengið atvinnuleyfi fyrir þessa menn en við erum að kanna það núna hvort rétt sé að þeir séu með uppáskrifað 90 daga dvalarleyfi frá Útíendingastoftiun á þeirri for- sendu að um svokölluð þjónustu- viðskipti sé að ræða. Reynist það rétt er þetta auðvitað enn eitt dæmið um svokallaðar starfsmannaleigur hér á landi," segir Gissur. íslendingum sagt upp Gissur segir alvarlegasta hluta málsins vera þann að fyrirtækið sem um ræðir hafi sagt upp jafnmörgum íslendingum til að rýma til fyrir Litháunum en leiða má líkum að því að þeir séu ráðnir hér á landi en þeim sé greitt í heimalandi sínu og þá sam- kvæmt þarlendum samningum. „Við höfúm reynt að afla okkur upplýsinga um þetta í dag og mun- um halda því áfram," segir Gissur en Fordæmið til staðar Svo virðistsem vinnu- brögð Impregilo við ráðningar starfsmanna séu að smita út frá sér. Verktakafyrirtækið GT-Verktakar hefur nú sagt upp Islendingum en ráðið ódýrari Litháa i þeirra stað í gegn- um starfsmannaleigur. „Það liggurmest á að koma útþriðju árbók Nýhils, Af ijóðum," segir Eiríkur Örn Norðdhal skáld sem staddur er í Reykjavík um þessar mundir.„Maður þarfað hitta fóik og ráða ráðum. Það er gott að spjalla um Ijóð á barnum." Kanna hvort Gunnar átti að kaupa amfetamínið Maður á miðjum aldri hefur við- urkennt að hafa kveikt í húsi sínu við Kársnesbraut í Kópavogi í fyrra- dag. Hann var handtekinn eftir að kviknaði í húsinu og haldið um sinn á lögreglustöðinni í Kópavogi. „Það liggur fyrir játning og manninum hefur verið sleppt," segir Svanhvít Ingólfsdóttir lögreglufulltrúi. Mað- urinn var einn í húsinu þegar kviknaði í. Hann hefur ekki getað gefið skýringar á því hvers vegna hann kveikti í húsinu og ekki liggja fyrir upplýsingar um það nákvæm- lega hvernig eldurinn kviknaði. Tæknideild lögreglunnar í Reykja- vík var kölluð til til að rannsaka Kársnesbraut 7 Húsráðandi hefur viöur- kennt Ikveikju. eldsupptök eins og venjan er í slík- um málum. Samkvæmt upplýsing- um DV var maðurinn drukkinn þegar hann kveikti í húsinu. Meðal þess sem fíkniefhadeild lögreglunnar í Reykjavflc rannsakar í tengslum við stórsmygl á amfeta- míni er hvort ungur íslendingur, Gunnar Viðar Árnason, hafi átt að kaupa efnið og dreifa því hér á landi. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fflcni- efnadeildarinnar, segir að rann- sóknin muni meðal annars leiða í ljós hvort Þjóðverji sem var hand- tekinn með 4 kíló af amfetamíni í fölskum töskubomi þar sem hann var að koma frá Frankfurt, hafi verið burðardýr og hvort íslendingurinn hafi átt að kaupa efnið. Gunnar Við- ar er er rúmlega tvítugur vesturbæ- ingur sem hefur ekki áður komist í kast við fíkniefnalögin í svo stóru máli. Hann hefur eina viðurlaga- ákvörðun á bakinu en engan dóm. Lögreglumenn í umferðinni Lögreglan veitti Gunnari Viðari Árnasyni eftirförþar sem hann átti að taka við amfetamíni sem Þjóðverji kom með inn I landið. Gunnar var handtekinn í vesturbæ Reykjavíkur eftir að lögreglan veitti honum eftirför. Ásgeir staðfestir að lögreglan hafi veitt honum eftírför á bíl en handtekið hann síðan á göngu. Frá Kárahnjúkum Islendingum er nú hikstalaust sagt þar upp störfum til að rýma fýrir Litháum sem hingað koma á vegum þarlendra starfs- mannaleiga. Ódýrari starfskraftar að sögn yfirtrúnaðarmanns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.