Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2005, Blaðsíða 25
DV Lífið MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 25 Málverkasýning í Nýlistasafninu: Tvívíddvídd Það færist í vöxt að sýningarsalir og söfn færi opnunardaga sina á nýjum sýningum frá helgi. Á fimmtudagskvöldiö opnar Nýlistasafniö við Laugaveg samsýningu átta myndlistarmanna sem JBK Ransu hefur tekið saman og kallasthún Tvívíddvídd. Sýningin er að því leyti óvenjuleg að þar sýna átta myndlistarmenn málverk. Það heföu til skamms tíma þótt tíöindi að Nýlistasafnið sýndi málverk. Ransu var falið fyrir einum tveimur árum að taka saman sýningu með þessu þema. Hann kallði til þau Önnu Jóelsdóttur, Ásdlsi Spano, Bjarna Sigurbjörnsson, Einar Garibalda, Ingu Þóreyju Jóhannsdóttur, Sigtrygg Bjama Bald- vinsson og Sigurð Árna Sigurðsson og tekur síðan sjálfur þátt.„Listamennirnir starfa út frá viðteknum gildum málverksins en reyna að sama skapi á þanþol miðilsins“ segir I erindis- bréfi sýningarinnar:„Tvíviddvídd er óræð vídd. Óbundin tvívíðum fleti og ögrar hug- myndalegum takmörkum okkar/'Það sem einkennir þessa listamenn öðru fremur er að þeir hafa allir verið að fást við málverk og sýna nú afrakstur þess i Nýlistasafninu. Jón Proppe segirísýningarskrá:„Viðfangs- efni þeirra eru afýmsum toga og nálgun þeirra við viöfangsefnin enn fjölbreyttari, nánast svo að hlutlaus áhorfandi gæti átt erfítt með að átta sig á nokkru afgerandi samhengi flist þeirra. Öðrum kann að virðast sýningin hápólitísk, listpólitísk bomba. Lista- mennirnir átta fást allir við málverk og það eitt getur hleypt öllu i bál og brand i listheim- inum. Þrátt fyrir alla konseptlist, gjörningalist, vídeólist, konkretlist og andlist er ekkert eins eldfimt og málaralistin. Hvað býr að baki þessari sýningu? Er þetta statement? Hvað á þetta að þýða?" Gengiö er inn í Nýlistasafnið frá Grettisgötu en þaö ernúí nýju húsnæði fyrir ofan Skífu- búðina á Laugavegi. Safnið er opið opið frá miðvikudegi til sunnudagsfrá 13.00- 17.00 og stendurþessi nýja sýning frá 10. febrúar til 6. mars, 2005. Ragnar í Smára hefur verið magnaður maður ef marka má ummæli samferðarmanna hans í heimildarmynd Guðnýjar Halldórs- dóttur frá sunnudagskvöldinu síðasta. Kristján Davíðsson og Thor: Engum líkur. Laxness: Happ í mann- legu samfélagi. Matthías: Var hann raunverulega til? Samkvæmt fyrr- nefndum og fleirum fór þar mikill kraftamaður fyrir menningarlíf okkar íslendinga, svo mjög að sumir þeirra fullyrtu að við hefðum ekki náð því menningarstigi sem við búum við í dag í tónlist, myndlist og bókmennt- um ef Ragnars hefði ekki notið við. Kominn tími tii Þvílíkur forkur sem Ragnar var í fyrirtækjarekstri og fómfusu starfi að framgangi listalífs hér á landi í marga áratugi, þeim mun furðulegra er að ekki hafi verið ráðist í að gera um hann heimildarmynd fyrr en nú (við megum kannski þakka fyrir að Hann- es Hólmsteinn hafi ekki klippt saman þátt um hann upp úr Maður er nefndur). Það er mikil gróska í íslenskri heimildarmyndagerð þessi misserin, sérstaklega í samfélagsleg- um krufiiingarmyndum, samanber orð leikstjórans, Guðnýjar, í Frétta- blaðinu fjórða febrúar síðastliðinn: „Núna, þegar verið er að gera mikið af heimildarmyndum um eiturlyfja- neytendur, innbrotsþjófa og róna, finnst mér að aðeins megi koma smá mótvægi og nefna þá sem hafa gert landinu gott. Fáir hafa gert landinu eins gott, menningarlega séð, og Ragnar í Smára." Hógvær forkur Það verð ég að játa að þótt ég hafi margoft heyrt um Ragnar í Smára og rekist á nafn hans í lesmáli ýmsu hafði mér einhvem veginn tekist að vita ekki meira um manninn en það að hann hafi verið afar listhneigður peningamaður sem hafði vit á því að gefa út Laxness og fleiri góða. Ég beið því með nokkurri eftirvæntingu að fá að sjá nýja mynd Guðnýjar Halldórs- dóttur um kapítalistann góða. Mynd Guðnýjar um Ragnar í Smára er látlaus öll og þægileg þar sem fróðleik og sögum um Ragnar er miðlað í ágætu samspili viðtala og mynda, þular og sviðsetningar og eftirlætis tónlistar atorkumannsins. Myndin er hógvær eins og viðfangið sjálft er sagt hafa verið, en h'tið náðist að festa Ragnar á filrnu meðan hann lifði og ekki var hann fyrir útvarpsvið- töl. En, úr þessu litla er vel spilað þannig að áreynslulaust er bmgðið upp mynd af Ragnari og persónu hans í huga okkar sem ekki munum hann gefin meiri fylling. Leiknu atriði myndarinnar gáfu henni hti og h'f en vom hóflega notuð. Jeppinn blái sem Ragnar notaði jafnt sem kontór og kerru skilaði sínu hlutverki og er víst ekki ofsagt um fartina á bílstjóran- um. Hér var aðeins hægt að stikla á stóm um ævi og æði Ragnars í Smára og var vel gert. En um svona merkan mann vill maður vita meira - sagan um manninn með hnakkimi sem Ragnar tók upp í bíl sinn eitt maí- kvöld en týndi svo en ekki hnakknum er meira en nóg til að maður vilji meira. Kannski Eva María segi okkur betur frá þessu í Einu sinni var. Smárar samtímans? Myndin endar á skemmtilegum orðum Matthíasar Johannessen á þá leið að þegar hann leiði hugann að Ragnari núna þá spyrji hann sjálfan sig þeirrar spumingar hvort hann hafi yfir höfuð verið til. Hér er skáldið eflaust að vísa til hinnar þjóðsagna- kenndu persónu Ragnars sem það hefur sjálft átt þátt í að ýta undir, en hitt hygg ég að Matthías hafi líka meint að Ragnar hafi verið svo ein- J Ragnar í Smára Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir Handrit: Guðný Halldórsdóttir, Halldór Þorgeirsson, Sigurður Valgeirsson Framleiðandi: Halldór Þorgeirsson fyrir Kvikmyndafélagið Umba Sjónvarpið, sunnudaginn 6. febrúar 2005 Sjónvarp stakur maður og makalaus að maður hreinlega efist um tilvist slíks manns á ti'mum þegar enginn honum líkur er í sjónmáh. P.S. Hverjir eða hverjar eru Ragnar í Smára nútímans? Flest vitum við af Björgólfsfeðgunum í bankanum og þeirra klinki og banki hér og þar í listalífinu - og náttúr- lega bókaútgáfu pabbans - en megum við vænta nokkurs konar endurreisnar líkt og Laxness eignar Ragnari og líkt og kollegar þeirra bankafeðga stóðu fyrir í Toskaníu- héraði Ítalíu á 15. og 16. öld í krafti Medici-veldisins? Óskandi væri að þeir feðgar veittu svo rausn sinni í hérlenda kvikmyndalist að vor hennar breyttist í hásumar. Amen. Knstinn Pétursson áhugaverðustu á Myrkum músikdög- verkum sem leikin voru afrikri tónlist- um. Ástæðan? Hin frjóa sköpunargleöi argáfu og skilningi. sem kom fram í verulega góöum tón- Sigurður Þór Guðjónsson Þrekvirki Tinnu Þorsteinsdóttur Á þessum tónleikum gerði Tinna Þorsteinsdóttir sér litið fyrirog frum- flutti fímm ný íslensk píanóverk. Og verkin eru eiginlega hvert öðru áhrifa- ríkari og betur hæfandi hljóðfærinu svo maður varð undrandi yfír allri gróskunni. Verk Mistar Þorsteinsdóttur er dulúð- ugt og fíngert en samt fjölbreytt en eigi að síöur nokkuð kalt og eins og fjar- lægt. Dýnamit Kolbeins Einarssonar er þrumuverk. Tölva breytti hljómi píanós- ins ásvo undursamlegan hátt að það var alveg ný og fersk reynsla fyrir áheyrendur. Þeir höfðu aldrei heyrst annað eins ævintýri. Hrífandi glæsileiki einkennir verk Áskells Mássonar, Fantasíestuck, ásamt umtalsverðri tilfínningadýpt i meðferð planósins sem minnti gagnrýnandann stundum á einhvern háttá allra siðustu píanósónötur Beethovens þó að tón- málið sé vitaskuld ólíkt. Það er bara svo efnismikill kraftur íþessu verki Áskells. Eitt annaö gerði tónlistina mjög áhrifa- ríka. Það var hve efra tónsvið hljóðfær- isins var notað afmiklu andríki. Tvær tokkötur eftir Þorstein Hauksson eru mjög tokkötulegar. Hljómborðið er snert meö miklu frjálsræði, stundum með allt að því síðrómantiskum ákafa í bland við nýstárlegrí blæbrigði en sam- bræðslan öll er heilsteypt og persónu- leg, þrungin ólgu og krafti. Gagnrýnandanum hafi þó mest gaman afsíðasta verkinu, Ikarusi eftir Steingrím Rohloff. Þar bættu tölvu- hljóð einnig um betur við píanóið eins og í verki Kolbeins en samt allt öðruvísi. Verkið hljómaði eins og það væri spilað á töfrapíanó sem gæti spilað á við hundrað manns á hvaða hljóðfæri og ekki hljóðfæri sem væri. Þessu var þó svo haganlega fléttað saman við hljóm píanósins og á svo fjölbreyttan og heillandi hátt að áheyrandanum fannst þetta frábær stund. Og svo sannarlega er þetta staðfesting á því að hægt er að nota tölvuhljóð með venjulegum hljóðfæ- um til að skapa eitthvað nýtt og frum- legt í tónlist sem hreyfir við hverjum manni sem eyru hefur. Auk þess var það óneitanlega sniöugt að sjá ung- an píanóleikara í fínum kjól sitja með heyrnartól á eyrunum meðan hann Pianótónleikar Tinnu Þor- steinsdóttur á Myrkum músík- dögum. Efnisskrá: Mist Þor- kelsdóttir: Granit Games; Kol- beinn Einarsson: Dýnamit f. píanó og tölvuhljóð; Fantasiestuck; Þorsteinn Hauksson: Tvær tokkötur; Steingrímur Rohloff: Ikarus f. píanó og tölvuhljóð. Salurinn 5. febrúar. Tónlist spilaði á„alvarlegum" konsert. En tím- arnir breytast sem betur fer. Tinna Þorsteinsdóttir vann mikið þrekvirki á þessum tónleikum. Leikur hennar var næstum því alltafmjög sannfærandi tæknilega en auk þess hugmyndaríkur, áhugasamurog kraft- mikill. Og hann bar ávallt vitni um frá- bæran trúnað og hollustu við þá tónlist sem flutt var. Það er besta túlkunin. Þessir tónleikar voru með þeim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.