Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 Fréttir DV Skaut sig í hugsunarleysi Augnabliks hugsunar- leysi kostaði rússneskan mann næstum lífið. Mað- urinn vinnur í skotvopna- búð og var að sýna við- skiptavini hversu gott gikkviðbragð einnar byssu var. í glettni beindi maðurinn byssunni að höfði sínu og tók í gikk- inn. Mistökin voru hins vegar að hann gleymdi að hann hafði hlaðið byssuna, af gerðinni Strazhnik 461. Það sem varð manninum til lffs var að byssan var hlaðin með gúmmíkúlum. Hollenskir hreppa- flutningar Rónum í hollenska bæn- um Sneek er ekið á uppá- haldsbedstaði sína í bæn- um á kostnað bæjaryfir- valda. Að kvöldi hvers dags taka leigubflar þá upp og aka þeim í ná- grannabæinn Leeuwarden. Þar eyða þeir nóttinni og eru svo sóttir klukk- an m'u að morgni og ekið aftur til Sneek að beda og búsa. Yf- irvöld í Sneek segja að ekki borgi sig að byggja sama- stað fyrir rónana þar sem þeir séu ekki nógu margir. Bæjaryfirvöld í Leeuwarden kæra sig kollótt svo lengi sem þeir halda sig í Sneek yfir daginn. Öðruvísi hringadróttinn Rúmenskur karlmaður þurfti að láta fjarlægja gift- ingarhringinn sinn af getn- aðarlim sínum. Maðurinn hafði ekki hugmynd hvern- ig hringurinn hafði komist á félagann. Hann grunaði að kona > ; sem hann tjaldaði "" með dl einnar næt- ur væri sökudólgur- inn. Hún gæti hafa verið að hefna sín eftir að hann sofnaði í miðjum samför- um. Læknarnir sem fjar- lægðu hringinn sögðu þetta ekki fyrsta skipti sem þeir fjarlægðu aðskotahlud af sama líffæri. Einu sinni hafi þeir þurft að ná kókflösku af ættardjásni annars karl- manns. Önnur vika réttarhaldanna yfir Michael Jackson er nú liðin. Gavin Arvizo, drengur- inn sem Jackson er ákærður fyrir að misnota, bar vitni. Jackson mætti of seint einn daginn, íklæddur náttbuxum. Ákæruvaldið vill í íjárhagsbókhald poppgoðsins. Gjaldþpota eyðsluseggur meö álján milljaröa sknld Michael Jackson spurði Gavin Arvizo í þaula um kynlíf og káfaði síðan á kynfærum hans. Svona lýsti Gavin einu þeirra skipta sem Jackson á að hafa misnotað hann kynferðislega í vitnaleiðslum síðastliðinn fimmtudag. Tvær vikur eru nú liðnar af réttar- höldunum yfir poppgoðinu og hafa þær farið í vitni saksóknara. Auk Gavin hafa bróðir hans og sysdr bor- ið vitni. Jackson mætti rúmum klukku- tíma of seint í réttinn á fimmtudag. Dómari málsins var við það að gefa út handtökuskipun á söngvarann og afturkalla tryggingu hans. Jackson var íklæddur náttbuxum og inn- skóm þegar hann loks mættí. Út- skýringin á óstundvísinni var sú að söngvarinn hafi þurft að leita læknis þar sem hann datt og meiddi sig í baki þegar hann var klæða sig í föt. Drukku Jesú-djús Gavin sagði einnig að söngvarinn hafi reynt að hugga sig eftir á þar sem sér hafi liðið illa yfir atburðin- um. Einnig lýsti Gavin því hvernig Jackson hafi ítrekað hellt sig fullan. Gavin sagði að þeir hefðu drukkið Gavin sagði að þeir hefðu drukkið vodka, léttvín og brandí úr gosdósum og popp- stjarnan hafi kaliað drykkina Jesú-djús. vodka, léttvín og brandí úr gosdós- um og poppstjarnan hafi kallað drykkina Jesú-djús. Hann hafi einnig legið uppi í rúmi með Jackson og skoðað klám á Netinu. Vitnisburður Gavin stangast á við frásagnir yngri bróður hans, Star Arvizo. Star sagðist hafa komið að Jackson káfandi á bróður sínum og fróandi sér. Gavin hafi legið sofandi þegar þetta átti sér stað. Gavin segist hins vegar hafa verið vakandi. Vangaveltur eru um hvort þeir séu í raun að lýsa sínum atburðinum hvor. Gjaldþrota í árslok Saksóknarar í máli Jackson reyndu á föstudag að sannfæra dómarann í málinu um að hleypa sér í bókhald söngvarans. Að þeirra sögn er Jackson á barmi gjaldþrots og hafi verið það einnig þegar mis- notkunin hafi átt sér stað árið 2003. Rök þeirra eru að Jackson og aðstoð- armenn hans hafi neytt fjölskyldu Gavin Arvizo til að snúa aftur á Neverland-búgarð Jackson til að bjarga mannorði söngvarans eftir skaðandi heimildarmynd sem sýnd var það ár. Samkvæmt saksóknurum hefúr Jackson eytt eins og milljarðamær- ingur þrátt fýrir að vera aðeins millj- ónamæringur. Þeir segja hann skulda 300 milljónir doll- ara, tæpa átján Mótmæli Fjöldi fólks safn- ast saman fyrir utan dóms- húsiö dag hvern. Þessir telja söngvarann sekan. Meiddur f baki Jackson mætti of seintí réttarsal á fimmtudag íklæddur náttbuxum og inniskóm eftir hafa far- ið til læknis vegna eymsla i baki. milljarða króna. Skaðabætur vegna í lok ársins. Verjendur Jackson segja málsins eigi eftir að auka á þessa þetta ekki koma málaferlunum við upphæð og Jackson verði gjaldþrota og mótmæla beiðninni. „Þaö er rosalega mikiö aö gerast I Reykjanesbæ, veröstrlöiö er á útopnu og maöurkemst varla inn f matvörubúðirnar, allt kók til dæmis búiö í Kaskó og mjótkin á krónu, “ segir Hjördís Arnadóttir Landsíminn mgar- fröm- uöur I Reykjanesbæ.J menning- unni er mikiö aö gerast I Duus- öhúsum. Þar er sýning Erlings Jónssonar listamanns. Svo er lóöaeftirspurnin meirien fram- boöiö og allar lóðir í Tjarnahverfi eru farnar. Á fimmtudaginn var Halldór Ásgrímsson forsætisráö- herra meö opinn fund sem var vel sóttur. Sigmundur Ernir var llka aö ræða um bókina sem hann gafút fyrir jólin.“ Misþyrmdu ættleiddum unglingi Vannærður með bleyju í búri Lögregla í bænum Jacksonville í Flórídafýlki handtók hjón fyrir að láta sautján ára ættíeiddan son sinn sofa með bleyju í búri. Drengurinn, sem hefur verið í tíu ár hjá hjónunum, var vannærð- ur og er andlega og líkam- lega bæklaður sökum illr- ar meðferðar. Hjónin hafa verið kærð fyrir van- rækslu. Þegar lögreglan kom á heimili hjónanna lá drengurinn með bleyju í Engar klósettferðir Þroskaheftur drengurinn var látinn bera bleyju meðan hann lá læstur I rúminu sínu. rúmi sem var búið eins og bamarúm, með læstu loki ofan á, þannig að það virkaði sem búr. Hjónin gáfu þær út- skýringar að drengur- innn ætti við hegðunar- vandamál að stríða, auk þess sem hann sæktist í mat á nóttunni. Hann reyndist vera um 25 kfló að þyngd og 137 senti- metrar á hæð þegar lög- regla frelsaði hann úr prísundinni. Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því drengnum var bjargað og hefur hann þyngst um fjórtán kfló og hækkað um rúm- an sentimetra. Hjónin áttu einnig tvö ætdeidd tíu ára böm. Öllum krökkunum hefur verið komið fyrir á stofnunum. Mistök í bandarísku morðmáli Loðiðog vinalegt vitni Saksóknarar í morðmáli í Arkansasfylki í Bandciríkjunum pissuðu utan í rangt tré í síðustu viku og hefðu átt erfitt með að finna túlk fyrir vitni sem þeir kölluðu fyrir rétt. Hinn ákærði í morðmálinu sendi bréf úr gæsluvarðhaldi sem stflað var á Murphy Smith. Saksóknurum grunaði strax að um hugsanlegt vitni væri að ræða sem gætí varpað ljósi á málið. Daginn sem Murphy átti að bera vitni var honum hins vegar ekki hleypt inn í dómshúsið þar sem hundum er meinaður aðgangur að því. f ljós kom að Murphy þessi reyndist vera hundur Alberts K. Smith, sem er ákærður fyrir að drepa ástmann fyrrverandi eiginkonu sinnar. Hundurinn mætti í fýlgd bróður Smith. Saksóknarar báðu bróðurinn Vinalegt vitni Hundurinn MurphySmith átti aö bera vitni gegn eiganda sínum. afsökunar vegna ónæðisins. Haft var eftir einum saksóknaranna að hundurinn hefði verið vinalegur og allar líkur væru á því að hann hefði reynst samvinnuþýtt vitni ef á það hefði reynt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.