Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 3 Götuspilarinn JóJó hefur glatt hjörtu margra vegfarenda í gegnum tíðina. Á föstudagskvöld var hann á sínum vanalega stað í Austurstræti og „spilaði og söng“ eins og segir í ein- hverju lagi. „Hey, Símon. What heart are you going to break tonight?" kallaði JóJó þegar hann sá mig með kameruna hinumegin við götuna. Útlending- ar sem greinilega hafa alið manninn í öðruvísi menningarsam- félagi hentu nokkrum krónum í gítartöskuna. Sjálfur var ég bara með kort eins og flestir alvöru Islendingar. Og alvöru götuspilari eins og JóJó er ekki með posa. „What heart are you going to break tonight?" Hverju er hægt að svara manni eins og JóJó? Hann er nánast eins og guð. Al- gjörlega á sínum eigin forsendum. Sinn eigin herra sem berst fýrir betri heimi meðan við hin gerum okkar til að skemma hann. Enn einn útlendingurinn hend krónum í gítartöskuna. Túristar eru góð fyrirmynd. í gegnum næstum því skopleg gleraugun virðir götuspilar- inn JóJó fyrir sér mannlífið. Virðir fyrir sér strauminn af skemmtanaglöðu fólki. Og þannig sinnir JóJó sínu hlutverki. Spilar slagara fyrir krónur, meðan hjörtu eru brotin í miðborg Reykjavíkur. Skyndimyndin Spurning dagsins Hvað gerðir þú um helgina? Við strákarnir á Popptíví renndum í Bláa lónið á föstudaginn „Það var nóg að gera hjá mér um helgina. Við strák arnir á Popptíví renndum í Bláa lónið á föstu- daginn, slökuðum á með nokkra bjóra og höfð- um það gott. Síðan var brunað í bæinn og við tókum pítsu og Idol. Á laugardaginn byrjaði ég á því að fara í skvass en það er ótrúlega skemmti- legt sþort. Síðan fór ég á Pilobulus-sýninguna. Mjög flott sýning nema að hún var aðeins listræn fyrir mig.“ Ásgeir Kolbeinsson sjónvarpsmaður „Þetta var skemmtiieg helgi. Kærastan mín hún Tinna hélt upp á af- mælið sitt á föstudaginn. Það var svona fyrsta alvöru partíið í nýju íbúðinni okkar og það varmjög gaman. Á laugar- daginn fórég í góugleði sem haldin var í Klink og bank en ég er með aðstöðu þar. Eftir það fór ég í afmæli til Birgis vinar míns og þaðan á Mínus-tónleika á Gauknum." Birgir Örn Thoroddsen fjöl- listamaður „Ég kíkti í Smáralindina á föstudaginn og fylgdist með Idolinu. Á laug- ardaginn fór ég svo í afmæli til kollega míns. Annars var ég líka eitthvað að reyna að sinna náminu en ég stefni á að klára MHmeð sóma." Helgi Rafn Ingvarsson nemi „Á föstudag- inn horfði ég náttúrulega á Idolið og á laugardaginn fór ég á Pilobulus í Laugardalshöllinni. Það var al- veg ótrúleg upplifun, mjög skemmtilegt." Kristín Rós Hákonardóttir ólympíuverðlaunahafi „Það var nóg að gera. Ég var að sýna Óliver Twist á Akur- eyri, síðan var ég að syngja á Hótel Glym í Borgarfirði.Á laugardaginn fór ég svo á sýningu Kvennaskól- ans, Iþágu þjóðarinnar en ég leikstýrði þeirri sýningu. Þetta er verk sem aldrei hefur verið sýnt hér og er mjög skemmtilegt." Margrét Eir Hjartardóttir söngkona Viðmælendur DV höfðu í mörg horn að líta um helgina. Magni kemur heim með íslandsmyndir Það er staðreynu... ..aðtilþessað vera oi um aðvinnaílottomí aðkaupaS01.942ta' Hverröð kostar75 kr kostaraðirnarsamtc rúmar 37,6 milliomr Gamla myndin „Þarna er ég að sýna gamlar ís- landsmyndir sem ég hafði uppi á á einhverjum markaðnum í Danmörku, segir Magni R. Magnússon kaupmaður og safnari. „Ég hefmikið ferðast um I Danmörku, Frakklandi og Englandi i leit að gömlum Is- landsmyndum. Þetta eru yfirleitt myndir frá lB.öldsemferða- menn teiknuðu af landinu á ferðalög- um sínum. Þessar myndirernúað fínna víða á antik- mörkuðum. Ég eyði litlum tíma á kránni þegar ég er er- lendis.Ég eyði yfírleitt öllum mínum tima i antíksölunum, stundum ranka ég við mér í lok dagsins þegar garna- gauliö gerir vart við sig, þá er ég kannski búinn að eyða heilum degi i grúskið. Þetta er samt yndisleg tilfínning og sérstaklega gaman þegar maður fínnur eitthvað skemmtilegt," segir Magnisem hyggst hætta með búðina sína fljótlega: „Égferaðveröa sjötugur og ég ætla að eyða næstu þrjá- tíu árum með konunni, enda á ég góðakonu." Hendi I slangurorðabókinni er svona fjallað um oröið hendi: (upphaflega þgf. af höndj: I. dómur íknattspyrnu (auka- spyrna, vítaspyrna) vegna þess að knöttur hefur ver- ið handleikinn; 2. í sams. skothendi sú höndsem leikmaður í körfuknatt- leik/handknattleik notar til markskota. Málið rithöfund- t disem I tókst að verða öfundar, hvorki éeftireigið r örn Norðdahl an.com. ÞEIR ERU BRÆÐRASYNIR Rokkstjarnan og knattspyrnugoðið Kristján Frosti Logason, gítarleikari og dagskrárgerðarmaður, og Rik- harður Daðason, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og leiklýsandi á Skjá Einum, eru bræðrasynir. Faðir Kristjáns Frosta, Logi heitinn Runólfsson, var bróðir Daða Runólfs- sonar, föður Rlkharös. Bræðurnir sem eru Reykvikingar i húð og hár hafa vafalaust notið hylli kvenpeningsins á «#T árum áður, að minnsta kosti efmarka má hyllina sem synirnir hafa notið enda báðir eftirsóttir afkvenþjóöinni og * jafnan á listum yfir kynþokkafyllstu karlmenn sinnar kyn- ' slóðar. Komdu og sjáðu Sængurgjafaúrvallð hjá okkur yUóðwm st Dalbrekku 28 • Kópavogi • Sími 5641451 www.modurast.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.