Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 31
DV Hér&nú MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 31 * í VogÍP (2lsept.-23.okt.) fy” ;■ -J „Það er fint að vinna þarna. Gott fálk," segir Ástriður Magnúsdóttir, förðunar- meistari og dóttir Vigdísar Finnboga- dóttur, sem hófnýlega störfsem sminka hjá Sjónvarpinu. „Ég er nýbyrjuð og þetta er hlutastarf hjá mér," segir Ástriður en hún lærði forðun i Danmörku fyrir nokkrum árum. Það er í nóg að snúast hjá henni þessa dagana. Hún er gestakennari hjá EMM School of Makeup og vinnur einnig hjá MAC i Smáralind. „Þar er lika gaman að vinna. Skemmti- leg stemmning. Svo er ég auðvitað sem mest með börnunum mínum," segir Ástríður en hún á tvær dætur, fimm ára og eins árs, og er nýkomin úr barn- eignafrii. Hún býr með manni sinum, Eggerti Þórarinssyni, i Vesturbænum. Ástríður hleypur einnig undir bagga i hinu fjölþætta starfisem Vigdis móðir hennar stendur fyrir. Til að mynda fer fram vegleg alþjóðleg ráðstefna i næsta mánuði á vegum Stofnunar Vig- disar í erlendum tungumálum. Þar stjórnar Ástríður einni málstofu en yf- irskrift ráðstefnunnar er Samræða milli menningarheima. Hún er haldin i tilefni af 75 ára afmæli Vigdisar 15. apríl næstkomandi. Vinnusemi, skipulag, dugnað- ur og metnaður einkennir vogina. Þú þrífst eflaust best þegar mikið er um að vera og stefnir hátt og nærð árangri fyrr en siðar. Sporðdrekinn ir oú.-h. »<w _____________________________ Þú ættir að auka svigrúm þitt mun betur til að hafa góð áhrif á fólkið sem þú elskar. Mundu að engin athöfn er einskisverð. Bogmaðurinnez Þú kýst manneskju sem lætur undan þörfum þlnum og ættir að segja hvað þú vilt upplifa í sambandinu. Steingeitin (22.da.-19.jan.) Þú ert heillaður/heilluð hérna og verður ástfangin/n hratt. SPAMAÐUR.IS Sugababes standa saman Ég er ekki hjólhýsahyski Það hefur lítið farið fyrir (slandsvinunum í Sugababes undan- farið en ástæðan er að hluta til sú að Mutya Buena á von á sínu fyrsta barni. Og hinar tvær söngkonurnar, Heidi Range og Keisha Buchanan,ætla að vera með henni á fæðingar- deildinni.Sögur hafa verið á kreiki að þeim komi afar illa saman en þær segja ekkert hæft í þeim.„Mutya ætlar að byrja að vinna aftur með okkur tveimur vikum eftir að hún eignast bamið og mun taka það með sér í stúdíóið," segja Keisha og Heidi. Söng- og leikkonan Minnie Driver segist vera orðin þreytt á því að fólk líti á sig sem hjólhýsahyski, bara afþvi að hún býr ihúsbil. Driver segist ekki getað losnað við þessa imynd síðan hún viðurkenndi að hún byggi i húsbil i Los Angeles. Minnie er dóttir \ milljónamærings og eyddi löngum stundum iæsku á - V lúxusheimili á Barbados og segir að fólk eigi ekki að vorkenna sér.„Ég las einhvers stað- ar að allt væri á niðurleið hjá mér og þess t vegna byggi ég íhjólhúsi. Staðreyndin er Á sú að hjólhýsið mitt er eins og hús, það er mjög fallegtog útsýnið eræðislegt." Helga Vala Helgadóttir útvarpskona er 33 ára í dag. „Eiginleikar konunnar til að kljást við erfiðleika eru öfundsverðir því hún býr yfir kjarki og ástríðu sem fiytja •nánast fjöll. Nú er komið að því , að hún leyfi sér að hlusta öll- I um stundum á langanir sín- P ar (draumur sem hefur hvílt ’ innra með henni frá barns- aldri er um það bil að ræt- ast)," segir í stjörnu- spá hennar. Helga Vala Helgadóttir 71 Söngkonan íris Kristinsdóttir er í hvíld frá hljómsveitastússi en syngur í kvennakór jliujilu jjjaó , sg \rv p i|li i)y- w ,, íris Kristinsdóttir, fyrr- verandi söngkona í hljómsveit- unum Buttercup og Ber, hefur aldeilis ekki lagt sönginn á hill- una en hún syngur með Kvennakór Hafnarljarðar. „Þetta eru skemmtilegar konur og góður félagsskapur en við erum 50 konur sem syngjum í kórnum og ég hef verið í kórn- um í tvö ár. Þetta er allt öðruvísi að syngja með stórum kór en að syngja ein en þetta er mjög skemmtilegt,“ segir íris. íris er ekki í neinni hljómsveit sem stendur en semur eitt og eitt lag þegar andinn kemur yfír hana. „Ég er aðeins að hvíla mig á öllu hljómsveitastarfi en ég veit samt ekki hvort þetta verði löng eða stutt pása. Ber leystist eigin- lega upp og við fórum hvert í sína áttina að sinna öðru en ég vildi taka mér smá ffí.“ íris seg- ir ekki margt sameiginlegt með hljómsveitarstarfi og þátttök- unni í kórnum. „Þetta er mjög ólíkt en hvort um sig er mjög skemmtilegt á sinn hátt. Kór- starfið er náttúrulega mun fjöl- skylduvænna en að syngja með hljómsveit." Frítíma sinn nýtir íris til að vera með fjölskyldunni sinni en hún á einn son og kærasta til nokkurra mánaða. íris býr fyrir ofan fyrrum tengdamóður sína, mömmu Egils Rafhssonar, trommuleikara í hljómsveitinni Ber, en þau Egill og íris voru áður par. „Við erum mjög góðar vinkonur og hún er mjög góð kona svo það er ekkert síaítið að búa fýrir ofan fyrrverandi tengdamömmu." Vatnsberinru20.jiin.-i8.fek) Áreiðanleiki og örlæti ein- kenna þig. Þegar þú verður fær um að sjá hlutina eins og þeir eru frekar en eins og þú vilt að þeir séu lærir þú að sleppa takinu. Fiskarnirr/a febr.-20. mars) Þú ert fær um að gefa þig óskipta/n þegar þú skynjar þína innri glóð sem lýsir upp sálu þína þegar fögnuður og frelsi glæðir tilveru þína. HíÚÍWm (21.mars-19.april) Hér birtist auðmýktin holdi klædd þegar stjarna hrútsins er skoðuð. Þú hefst handa og gerir ýmislegt fyrir aðra af hreinni góðmennsku en þú átt það til að taka hluti of nærri þér. NaUtið (20. aprH-20. mal) Hér þarfnast þú breytinga. Þú ættir ekki að leyfa kunnuglegu mynstri og vana að stjórna gjörðum þínum held- | ur læra að taka meðvitaðar ákvarðanir. Tvíburamir (21 .mal-2l.júnl) Þú ert fær um að brjótast I gegnum takmarkanir þínar ef þú losar um höftin sem hvíla innra með þér um þessar mundir en hér kemur fram að þú tekur hlutum persónulega og finnst oft að þú verðir fórnarlamb heimsins ef þér tekst ekki að verja þig öllum stundum. KMm(22.júnl-22.júli) — Einblfndu aöeins á það góða sem bíður þín. Jákvæð hugsun er öfl- ugri en þig grunar. l]Ón\b (23. júli-22. ágúst) Hér kemur fram að þú ert jafn ástríðufull/ur og þú ert gagnrýnin/n á eigin getu. Þegar eitthvað fer úrskeiðis áttu það til að leyfa aðfinnslusemi að vaxa innra með þér. Meyjan (23. áqúst-22. sept.) Þegar þú ert ástfangin/n lærir þú að gefa ekki síður en að þiggja og ástin kennir þér að þarfir og tilfinningar annarra eru jafn mikilvægar og þínar eigin. Á sama tíma gætir þú lært að leyfa persónu þinni að blómstra þegar þú deilir lífi þínu með öðrum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.