Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Auðun Georg er góður og Ijúf-
ur drengur sem er óhræddur
við að takast á við ný verkefni.
Vel máii farinn og góður
ræðumaður.
Auðun er helst til óhræddur
við að vaða í nýævintýri.
Vantar harðari skráp og lítt
sjóaður í að takast á við
það pólitíska vafstur sem
hann hefur komið sér í. Get-
ur ekki allt.
„Mér dettur bara eitt orð
i hug sem nær utan um
það sem mér finnst um
Auðun Georg: Góður.
Annað læt ég ekki hafa
eftir mér um vin minn."
Steingrímur S. Óiafsson, upplýsingafull-
trúi forsætisráðuneytisins
„Helstu kostir Auðuns ”1
Georgs er að hann er af-
skaplega góður og ijúf- "
ur drengur, sem og kiár L —~ j
og hugmyndarikur. Þá
er hann óhræddur við að takast
á við ný verkefni, sama hvort
það er að rjúka afstaö tilAsíu
eða sækja um stöðu fréttastjóra
Ríkisútvarpsins. Það getur líka
komið út á hinn veginn og taiist
galli. Það sýnir sig í þeirri stöðu
sem hann er kominn i núna,
með öll spjót standandi að sér.
Hann er ekki með mjög harðan
skráp og lítið sjóaður I hörðu
pólitísku vafstri þannig að það
erspurning hvernig hann bregst
við þeim öldusjó sem hann er
stadduri."
Stefán Pálsson sagnfræðingur
„Ég hefi sjálfu sér ekkert
nema gott um Auðun
Georg að segja frá þvi
ég umgekkst hann í
menntaskóia i kringum
ræðumennsku. Hann er mjög
vel máli farinn og góður ræðu-
maður og í alla staði hinn
ijúfasti drengur. Galla get ég
ekki munað sem nöfnum tjáir
að nefna. Nema þá helst að
hann getur ekki allt, sem auðvit-
að aimennur gaiii á öllu fóiki."
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur
Auðun Georg ólafsson erfæddur29.april
1970 og er kvæntur Fernanda Nakayama,
sem er tannlæknir að mennt. Auðun Georg
er menntaöur í þjóðfélagsfræði frá háskól-
um I Danmörku og Japan. Hann var ráðinn
sem fréttastjóri Ríkisútvarpsins íslðastlið-
inni viku en starfaði áður hjá Marel við
uppbyggingarstörfog söluíAsíu.
Hefðbundið
fyllerí
Fimm gistu fanga-
geymslur lögreglunnar í
Reykjavfk vegna ölvunar
aðfaranótt sunnudagsins.
Ástæðan var, að sögn lög-
reglunnar, ölvun og var öll-
um sleppt eftir að þeir
höfðu sofið úr sér. Helgin
var annars róleg að öðru
leyti, fyrir utan hefðbundið
fyllerí. Eitthvað var um
stympingar á laugardags-
nóttina, en samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar
leystust þau mál án frekari
vandkvæða og engir eftir-
málar munu af þeim.
Ung stúlka hefur kært til lögreglu mann sem hún segir hafa nauðgað sér á hrotta-
legan hátt. Stúlkan þurfti að eyða viku á spítala eftir meðferð mannsins. Hópur af
stúlkum bera manninum sömu söguna og íhuga að kæra hann til lögreglu. Maður-
inn er sagður nota nauðgunarlyf til að koma vilja sínum fram. Hann nái í fórnar-
lömbin á skemmtistöðum borgarinnar.
Raönauögari gengnr laus
Ung stúlka dvaldi í viku á spítala eftir að hafa verið nauðgað á
hrottalegan hátt af manni sem hún hitti á skemmtistað í mið-
bænum. Hún hefur kært manninn en hópur af stúlkum íhuga nú
að gera það sama. Segja þær manninn raðnauðgara sem notist
við lyf til að koma vilja sínum á framfæri.
DV hefur rædd við fjölmarga
sem könnuðust við sögur af um-
ræddum manni. Hann leggi leið
sína á sömu skemmtistaðina um
helgar þar sem hann leiti uppi
ungar stúlkur til að koma vilja sín-
um fram við.
„Af hverju er þessi maður ekki
stoppaður?" spurði vinkona stúlku
sem var nauðgað.
En svona mál taka langan tíma.
Leiðin frá kæru til dóms getur tek-
ið mánuði. Jafnvel ár.
Á netinu
Fyrir um viku síðan
komst DV fyrst á snoðir um
raðnauðgarann. Á svipuð-
um tíma skrifaði Egill
„Afhverju erþessi
maður ekki
stoppaður?"
Helgason á vef sinn að honum hafi
verið sagt frá manni sem gengi laus í
skemmtanalífinu í miðbænum.
„Og er sagður hafa misþyrmt og
jafnvel nauðgað þremur konum. Mér
var tjáð að ég gæti fundið mynd af
manninum á netsíðu veitingahúss í
bænum. Þetta er á vitorði margra en
enginn leggur í að kæra,“ skrifaði Eg-
ill Helgason.
Nauðgunarlyf
Nú hefur fyrsta kæran verið lögð
fram og samkvæmt heimildum DV
eru fleiri stúlkur á leiðinni að kæra.
Segjast sumar þeirra muna lítið eft-
ir atburðunum en minnisleysi er
fylgifiskur nauðgunarlyfa eins og
Ryhopnol. Slík lyf bera oft á tíðum
engan lit, ekkert bragð eða lykt. Því
er auðvelt að blanda þeim inn í
drykki fórnarlambanna án þeirrar
vitundar.
Sumar tegundir af nauðgunarlyfj-
um er meira að segja hægt að útbúa
heima hjá sér. Þá eykur áfengi virkni
þessara lyfja.
Alvarlegt mál
Lögreglumenn sem DV ræddi
við í tengslum við málið sögðu það
grafalvarlegt ef raðnauðgari gengi
laus í miðbænum. Á þessum tíma-
punkti væri þó lítið sem þeir gætu
íátið uppi. Einn lögreglumaður orð-
aði það sem svo: „Þó ég vissi eitt-
hvað mætti ég ekki segja það.“
Eins og fram kemur í pistli Egils
Helgasonar má finna myndir af
meinta raðnauðgaranum á heima-
síðum skemmtistaða á netinu. Þær
stúlkur sem hafa upplýsingar um
manninn eða hafa lent sjálfar í hon-
um er hvattar til að hafa samband
við blaðið.
simon@dv.is
Fjarstýrðar endur eru sagðar brjóta gegn fjarskiptalögum
Fær ekki að flytja inn tálbeitu
„Ég skil bara ekkert í þessu," seg-
ir Halldór Haukson veiðimaður
sem er afar undrandi á tollayfir-
völdum. „Þeir neita að láta mig fá
fjarstýrða önd sem ég keypti á net-
inu. Þeir segja hana ólöglega."
Halldór segist fara af og til á
gæsaveiðar og þá noti hann oft tál-
beitur sem líkjast öndum.
„Ég fann þessa önd á netinu.
Hún er fjarstýrð þannig að maður
þarf ekki að vaða lengst út í vatn til
að koma henni fýrir. Maður getur
staðsett hana nákvæmlega eins og
maður vill með fjarstýringunni.
Þetta er í raun bara eins og fjar-
stýrður bátur," segir Halldór og
upplýsir að öndin hafi kostað hann
sex þúsund krónur.
Þegar Halldór ætlaði að sækja
öndina sem hann hafði keypt af
netinu kom babb í bátinn: „Strák-
arnir í tollinum sögðu mér að önd-
inn væri ólögleg út af einhverjum
eldgömlum fjarskiptalögum. Þeir
segja að það að hún sé fjarstýrð geri
það að verkum að hún gæti truflað
einhver fjarskipti uppi á hálendi."
Halldór segist ekki getað séð að
þessi fjarstýring sé eitthvað öðru-
vísi en hvert annað fjarstýrt dót eins
og til dæmis bíll eða bátur eða flug-
vél:
„Þetta er fjarstýring af einföld-
ustu gerð, bara upp, niður, hægri
og vinstri."
Halldór Hauksson Meö veiðidellu og ætl-
aði að flytja inn fjarstýrða öndsem hann
fann á netinu.
Asi á öku-
mönnum
Asi var á ökumönnum í Kópavogi
í gærdag. Um miðjan dag í gær hafði
lögreglan í Kópavogi stöðvað fimm
bíla fyrir of hraðan akstur. Að sögn
lögreglunnar var ökumaðurinn sem
hraðast ók tekinn á 125 kílómetra
hraða þar sem hámarkshraði er 70
kílómetrar á klukkustund. Sá var tek-
inn á Reykjanesbraut við Fífu-
hvamm. Tveir aðrir voru stöðvaðir á
sama stað. Þá voru tveir ökumenn
yfir hámarkshraða á Nýbýlavegi.
Allir ökumenn fá sektarboð.