Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 39 Við borgum ekki! Umsækjendum um starf frétta- stjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæíni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg til- laga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafð- ur að fífli. Afnotagjöldin eru lögboð- in skylda og stofnunin er eign lands- manna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RUV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leik- reglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða af- notagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinh'nis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. í þessu tilfelli yrði stofnaður banka- reikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikregl- ur eru virtar og eðlilegt ástand skap- ast. Best væri auðvitað að einhver fé- lagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afíiotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spumingin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvitt- un sýnd fýrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fýrir hlutverki Ríkisútvarps- ins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunar- innar sem grafið hafa undan lög- mæti hennar með ákvörðunum sín- um. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnun- arinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til gmnna. Hér þarf í Birgir Hermannsson talar um hætturta wB á því að einfalda illskuna. \ ML 'é Kjallar i I rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikregl- ur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttarríkið og hættuna á því að borgaramir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fýrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vimi um háleita virð- ingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem aug- ljóslega ganga þvert gegn þeim hug- sjónum sem það byggist á? Birgir Hermannsson vill að íslendingar bregðist við ráðningu nýs fréttastjóra á Rík- isútvarpinu með því að greiða ekki af- notagjöldin beint til RÚV heldur inn á sér- stakan geymslureikn- ing. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leik- reglur eru virtar og eðlilegt ástand skap- ast. Staðreyndin er sú að hvergi í Evr- ópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið horn- auga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Talstö6in FM 90,9 DAGMAL ODDS ASTRAÐSSONAR OG RAGNHEIÐAR GYÐU JÓNSDÓTTUR Alla virka daga kl. 9. með Kristjáni Guy Burgess • Það var ekki nóg með að fréttamenn á útvarpi og sjónvarpi lýstu yfir vantrausti á Markús ömAntonsson út- varpsstjóra og nánast allir starfsmenn Ríkisútvarpsins skomðu á hann að draga ákvörðun sína um að skipa Auðun Georg aÓlafsson sem frétta- stjóra til baka, heldur virðist sem sjálft út- varpshúsið hafi snúist gegn Markúsi. Hinn pólitískt skipaði Mark- ús, sem kallaður er Markús nýi til mótvægis við Markús gamla sem hafði metnað fyrir hönd RÚV áður en hann varð borgarstjóri, fékk ekki einu sinni lyftuna til að virka þegar Brynja Þorgeirsdóttir þjarmaði að honum í fréttum á Stöð 2... • Fréttamenn urðu öskureiðir þegar þeir hlustuðu á Pétur Gunnarsson fulltrúa framsóknar í útvarps- ráði tala um það að ráðið hefði viljað rekstrarmann í stól fréttastjóra frek- ar en einhvern sem þekkti til frétta. Pétur sem sendi harkalegt bréf á Friðrik Pál Jónsson og Boga Ágústsson fýrir skömmu og býsnaðist yflr fréttum RÚV í tengslum við íraks- málið, virðist hafa verið í sérstökum hefndarhug og alls ekki viljað styðja neinn af þeim sem fyrir vom... • Framsóknarmenn tala nú um að spunakerlingarnar, Kasper, Jesper og Jónatan hafi farið fram úr sjálf- um sér og beinast spjótin að guðföður þeirra, HalldóriÁs- grímssyni, sem hafi veitt drengjum sínum umboð til að valsa um og velja fréttastjóra. Er óánægjan með Halldór að magnast víða í flokknum og rótgrónir fram- sóknarmenn tala sín á milli um að það þurfi að munstra nýjan mann í brúna. Einn af þeim sem er nefndur er Jón Sveinsson lögfræðingur... • Víst er að margur landsbyggðar- framsóknarmaðurinn er ekki hrif- innafþvíaðmissa Jóhann Hauksson sem hefur verið einn helsti varðhundur um að landsbyggðarmál hafi verið til umfjöll- unar í fréttum RÚV. Hann reif upp svæðisstöðina á Austurlandi og hefur verið á Akur- eyri upp á síðkastið. Víst er talið að Japansreynsla Auðunar Georgs fleyti honum skammt í að ná í landsbyggðarfréttirnar sem voru sérsvið Jóhanns... • Á 70 ára afmæh Vöku í háskólan- um hélt Stefán Eiríksson í dóms- málaráðuneytinu ræðu en fllugi Gunnarsson, aðstoð- armaður Davíðs Oddssonar, var veislu- stjóri. f ræðunni talaði Stefán um eitt helsta baráttumál Vöku árið 1992 þegar Ulugi leiddi lista Vöku til háskólaráðs en til stúdentaráðs leiddi Börkur nokk- ur Gunnarsson list- ann. Baráttumálið var um að búa til at- vinnumiðlun fyrir út- skrifaða og þótti skondið í ljósi þess að IUugi er nýbúinn að redda Berki vinnu hjá NATO í írak fram hjá öUum hefðbundnum skfl- yrðum um menntun og reynslu...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.