Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 11
Sleppa ekki
við skattinn
Djúpavogsdeild Rauða
kross íslands sleppur
ekki við að greiða fast-
eignagjöld vegna hús- i. ' |
eignar sinnar á Mörk L_ ___I
14 á Djúpavogi. Sveitar- I I
stjórnin segist fara eftir
meginreglum um niðurfell-
ingu fasteignaskatts hjá
ellilífeyrisþegum og öryrkj-
um. Einnig eigi að leiðrétta
augljósar rangfærslur við
álagningu ef skráning eigna
er röng og beita sanngimi.
„Að öðru leyti verður ekki
um afslætti eða niðurfell-
ingu að ræða, til dæmis
vegna ónýttra útihúsa í
sveitum," segir sveitar-
stjórnin.
Útfarirá
afslætti
Viðskipti rúmensku út-
fararstofunnar „Eilífðar-
innar" blómstra þessa
dagana eftir að fýrirtækið
fór að senda auglýsinga-
bæklinga á heimili eldra
fólks. í auglýsingabæk-
lingnum em kynningar á
afsláttarkjörum á líkkist-
um, útförum og legstein-
um. Eldri borgarar í héraði
útfararstofunnar em eink-
ar áhugasamir um afslátt-
inn og hefur síminn ekki
stoppað. Vinsælustu til-
boðin em trékrossar á um
áttatíu krónur og lfkkistur,
sem kosta tæplega tvö
þúsund krónur.
Hætta við
kindareglur
Ekkert verður af því að
yfirdýralæknisembættið setji
sérstaka reglur um flutning
sauðfjár milli Ausmr-Skafta-
fellssýslu og Álftafjarðar.
Sveitarstjómin á Djúpavogi
sem óskað hafði eftir sem-
ingu slíkra reglna dró beiðni
sína til baka eftir að meiri-
hluti hagsmunaaðila, það er
að segja meirihluti sauðfjár-
bænda, í Álftafirði lýsti sig
andvfgan því að reglumar
yrðu settar.
Yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúka, Oddur Friðriksson, óskar skýringa á
uppsögnum sjö Portúgala. Oddur segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra
ábyrgan fyrir þvi að verkalýðshreyfingin sé vopnlaus gagnvart starfsmannaleigum.
Lýsip stjórnvöld ábyrg
fyrir starfsmannaleigum
Oddur Friðriksson, yfírtrúnaðarmaður starfsmanna við Kára-
hnjúkavirkjun, kveðst ósáttur við skyndilegar uppsagnir sjö
portúgalskra starfsmanna véladeildar við aðalbúðir virkjunar-
innar á fimmtudag. Mennirnir fengu þær skýringar frá Impregilo
að samningar við þá yrðu ekki endurnýjaðir og því skyldu þeir
snúa til síns heima.
Oddur Friðriksson kveðst ætla að
árétta það við Vinnumálastofnun að
ný atvinnuleyfi verði ekki gefin út á
Impregilo meðan að verið sé að
segja upp mönnum.
„Ég áréttaði í bréfi til Vinnumála-
stofhunar að nóg væri komið af at-
vinnuleyfum fyrir Kínverja á meðan
verið sé að segja upp fólki hér og
vonast til að eftir því verði farið.
Samkvæmt þeim reglum sem gilda
hér í gegnum EES-samninginn eiga
íbúar á því svæði að ganga fýrir í
störf hér,“ segir Oddur.
Impregiio ræður
Oddur átelur stjórnvöld
harðlega fyrir skort á aðgerð-
um við því sem hann nefnir
vopnleysi verkalýðshreyfing-
arinnar
gagn-
vart
ein-
hliða ákvörðunum Impregilo í mál-
efnum erlendra starfsmanna sem
flestir starfi samkvæmt erlendum
ráðningarsamningum. Hann segist
ekki skilja að ekki sé búið að ná sam-
stöðu um reglur sem ná eiga yfir
starfsmannaleigur á íslenskum
vinnumarkaði.
„Það er eins með þetta mál og
mörg önnur að við stöndum vopn-
lausir gagnvart starfsmanna-
leigunum," segir Oddur.
„Ef við hyggðumst
sækja rétt þessara
manna þyrfti það að
vera fyrir portú-
gölskum dómstól-
um þar sem samn-
ingarnir eru gerðir
þar. Þetta er auðvitað
allt saman spurning um
skort á reglum hér á landi
sem næðu yfir þessa
starfsemi."
Árni Magnússon Nefndsem fé-
lagsmálaráðherra skipaði fyrir ári
varðandi reglur um starfsemi
starfsmannaleiga hér á landi hef-
ur ekki skilað niðurstöðu en henn-
ar er að vænta á vormánuðum.
Oddur Friðriksson Yfírtrúnaðarmaður við
Kárahnjúka segir félagsmálaráðherra bera
ábyrgð á vopnleysi verkalýðshreyfingar-
; innar gagnvart starfsmönnum starfs-
? mannaleiga á ísienskum vinnumarkaði.
Reglur með vorinu
Að sögn Hönnu Sigríðar Gunn-
steinsdóttur, formanns starfshóps
félagsmálaráðherra um starfs-
mannaleigur, hefur nefndin enn
ekki skilað niðurstöðu í málinu sem
hún segir mjög flókið og viðamikið.
Hennar sé þó að vænta á vormánuð-
um. Ráðherra taki í framhaldi af því
ákvörðun um hugsanlega lagasetn-
ingu sem samkvæmt orðum Hönnu
yrði því ekki lög fram fyrr en á næsta
þingi.
helgi@dv.is
Halldór Jakobsson hélt uppi skothríð á Hofsósi.
Sótti haglabyssuna
eftir verðdeilu
„Ég var ósáttur við verð á dekkj-
um," segir Halldór Karel Jakobsson,
Hofsósbúi á sjötugsaldri, um ástæð-
ur þess að hann hleypti af að
minnsta kosti tveimur skotum við
bifreiðaverkstæðið Pardus áHofsósi
í vikunni. Bjöm Mikaelsson lög-
reglumaður segir að Halldór Karel
hefði skotið á bíl sem mun vera í
eigu hans sjáifs og gamalt traktors-
hús á lóð bifreiðaverkstæðisins.
Hann segir að Halldór eigi við
vandamál að stríða. „Við gerðum
upptæk skotvopn sem vom á heimili
hans og létum þar við sitja,“ segir
Björn lögreglumaður.
Nokkrir íbúar á Hofsósi sem DV
ræddi við vegna málsins em ósáttir
við að Halldór skuli ekki hafa verið
handtekinn vegna málsins og látinn
sofa úr sér. Björn Mikaelsson segir
að engin ástæða hafi verið til þess.
Enginn áfengislykt hafi verið af Hall-
dóri þótt hann hafi áður átt í vand-
ræðum með áfengisneyslu. Björn
sagði að málið væri samt litið mjög
alvarlegum augum.
Steinar Skarphéðinsson sem
vinnur á bifreiðaverkstæðinu
Pardus segist lítið vilja tjá sig um
málið en þakkar fyrir að ekki hafi
orðið neinn skaði á fólki í skothríð-
inni.
Halldór Karel segist ekki hafa ver-
ið undir áhrifum áfengis þegar hann
lét skotin ríða úr haglabyssunni.
„Mér þykir bjór ágætur en honum
var ekki til að dreifa þennan dag,“
sagði hann í samtali DV.
Halldór segist aðeins hafa verið
að prófa haglabyssuna sína og skot-
hríðin hafi ekkert tengst deilum
hans við starfsfólk bifreiðarverk-
stæðisins.
Björn lögreglumaður býst við
einhverjum eftirmálum. Athæfi
Halldórs Karels sé refsivert athæfi og
hann megi búast við því að verða
ákærður.
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. mars 2005 hefst innlausn á útdregnum
húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 - 45. útdráttur
4. flokki 1994 - 38. útdráttur
2. flokki 1995 - 36. útdráttur
1. og 2. flokki 1998 - 27. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
mánudaginn 14. mars.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóði, i bönkum,
sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum.
Ibúðalánasjóður
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík I Sími 569 6900 | Fax 569 6800
andri@dv.is