Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 13 Smáhundar vinsælir aukahlutir Það verður æ algengara að myndir af stjörnum birt- ist í blöðum og tímaritum þar sem þær eru með smá- hunda sína með sér, Ifkt og um hvern annan aukahlut væri að ræða. Stjörnur eins og Paris Hilton og Nicole Richie sjást ansi oft með smáhunda sína upp á arminn við hvers kyns uppákomur. Paris Hilton tók Tinkerbell, smáhund sinn af chihuahua-kyni með sér í viðtal við Jay Leno, en hvað Tinker- bell finnist um alla athyglina er ekki gott að segja. Kannski elskar hún sviðsljósið líkt og eigandi hennar. Chihuahuatík gengur hænuunga í móðurstað Huahua, tík af Chihuahua-kyni, hefur gengið hænuunga í móður- stað en hún hugsar um ungann líkt og hann væri hennar eigin af- kvæmi. „Ef unginn fer of langt í burtu frá henni, fer Huahua og tek- ur hann í kjaftinn og fer með hann í fleti sitt,“ segir Liu Bangyang, eigandi Huahua. Liu segir tíkina sérlega móðurlega en hún passi hænuungann mjög vel. „Við munum reyna að haida eftir unganum og ala hann upp ef það er það sem Huahua vill,“ segir Liu Bangyu- ang. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á mánudögum í DV. FuU búð Opið alla daga Tokyo Hjallahrauni 4 Hafnarfirði S: 565 8444 Hundurinn Lucy verður brúðar- mey eiganda síns Lucy Brown, þriggja ára gömul tík af blönduðu kyni, mun gegna því einkennilega hlutverki að vera brúðarmey fyrir eiganda sinn, Soniu Wilde, en hún mun gifta sig í október næstkomandi. „Þetta var bara grín í fyrstu en þegar prest- urinn sem mun gifta okkur, sam- þykkti þetta, þá ákvað ég að Lucy yrði brúðarmey mín,“ segir Sonia. Steve Begley, tilvonandi eigin- maour Soniu hefur ekkert út á þessa hugmynd að setja. „Sonia einfaidlega elskar dýr, stundum tekur hún að sér heimilislausa hunda og gefur þeim að borða." „Ég er ekki skrítin eða neitt svoleiðis. Ég elska Lucy, hún er mér sem dóttir. Ég get ekki hugs- að mér neina aðra brúðarmey." Þess má geta að Lucy mun klæð- ast sérstökum brúðarmeyjakjól í giftingu þeirra Soniu og Steve. Hyggurþú á hundaræktun? Þeim sem hafa áhuga á að hefla hundaræktun er bent á að kynna sér starfsemi Hundarækt- arfélag íslands en félagið er til húsa að Síðumúla 15. Á heimasíðu félagsins, http://wvw.hrfi.is, má einnig finna ýmsar upplýsingar um ræktun hunda og þar er einnig að firma dagskrá sýninga, upplýsingar um ýmiss hunda- námskeið og margt, margt fleira. Þess I M má einnig geta að meist- arastigssýning verður haldin dag- ana 24., 25., 26. júní og alþjóðleg ræktunarsýning verður haldin dagana30. september, 1. og2. október næstkomandi. Sýning- arnar eru öllum opnar en þar ættu tilvonandi hundaræktendur að geta kynnt sér þau kyn sem eru ræktuð hér á landi. Eva Kristinsdóttir segir hundaræktunina samræmast vel fjölskyldulífinu og öfugt við það sem margir halda, þá sé ekki dýrt að eiga og rækta schaferhunda. Eva Kristinsdóttir, hundaeigandi og kærastinn hennar, Guðmundur Ásgeirsson, eru að stíga sín fýrstu spor í ræktun schaferhunda. Gunnarholts Kount eða Hugo eins og hann er kallaður af eigendum sínum er sex ára schaferhundur sem kom til þeirra fyrir um einu ári. „Við fengum hann eiginlega vegna þess að hann vantaði heimili og nú erum við að byija að rækta hvolpa undan hon- um í samvinnu við fyrrum ræktanda hans, Hjördísi Ágústsdóttur", segir Eva. Margt sem huga þarf að við ræktun hunda Það er ýmislegt sem huga þarf að hyggi fólk á ræktím hunda en hund- amir þurfa að uppfylla ýmiss skilyrði svo þeir teljist hæfir til undaneldis, að mati Hundaræktendafélags íslands. „Hundar þurfa að fara í skapgerðar- próf og ljúka minnst fýrsta stigi á vinnuprófi eða svokölluðu spora- námskeiði. Svo þarf hann að fá að minnsta kosti aðra einkunn á hunda- ræktendasýningu til að teljast hæfur til undaneldis." Vinnupróf eða spora- próf eru námskeið fýrir verðandi sporhunda en stigin eru alls þrjú og hverju námskeiði eða stigi lýkur með sporaprófi þar sem hundamir em látnir rekja slóð. „Stigin eða prófin verða alltaf erf- iðari og erfiðari eða þeir rekja eldri og eldri spor,“ segir Eva. Sporanámskeið er alls tí'u vikur og fara þá eigendum- ir með hunda sína einu sinni í viku og taka fullan þátt í þjálfuninni. „Hugo er búinn með fyrstu stigin en við för- um með hann á sporanámskeið núna í vor.“ Eva segir goðsögnina um að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja eigi ekki við hjá schaferhund- unum. „Þegar það er einu sinni búið að kenna þeim að rekja spor þá gleyma þeir því aldrei." Hundaræktunin samræmist vel fjölskyldulífinu Eva segir ekki mikinn kosmað fylgja hundaræktuninni. „Ég myndi ekki segja að þetta væri rosalega dýrt. Það kostar um 5000 kr. að fæða Hugo á mánuði. Við förum með hann á eitt sporanámskeið á ári en námskeiðið kostar 12.000 kr. Það em svo hundaræktendasýningar þrisvar á ári en maður sýnir minnst einu sinni á ári. Sýningargjald fyrir hverja sýningu er 4.000 kr. og svo em félagsgjöld í Hundaræktendafélagi íslands 4.000 kr. á ári. Ég myndi því ekki segja að kostaðurinn væri sér- lega hár,“ segir Eva. Þau Eva og Guðmundur eiga rúm- lega ársgamla dóttur, Tinnu Ýr, og margir myndu eflaust veigra sér við að hafa svo stóran hund á heimilinu. „Þetta gengur mjög vel og þeim Tinnu Ýr og Hugo kemur vel saman. Himdaræktunin samrýmist fjöl- skyldulífinu vel en við gefum okkur góðan tíma og erum dugleg að fara út að labba með Hugo. Þegar Eva er spurð hvort lítill smáhundur hefði ekki hentað þeim betur segir hún hlæjandi; „Nei það held ég ekki, þeir em svo svakalega ffekir. Schaferhundar em skemmtilegir og vitrir, það er gott að eiga við þá,“ seg- ir Eva að lokum. Ingenya snyrtivörumar tryggja fljótvirkari árangur og eru það fullkomnasta í gæludýraumönnun á frábæru verði. Allar vörumar eru framleiddar án natríum klóríös sem er ekki einungis skaölegt fyrir þig heldur lika gæludýrið þitt. RARIKIÐ Grensásvegi s:5686668 - Dýrarikið Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is Kettlingar þurfa mikinn svefn / Kattholti að Stangarhyl 2 eru ávallt fjölmargir heimilislausir kettir sem vantar gott heimili, en flestir hafa fundist á víð og dreifum borg- ina, sumir hafa villst frá heimilum sinum og aðrir hafa einfaldlega verið bornir út af eigendum sínum. Alla virka daga milli kl. 14 og 16 eru kettir til sýnis I Kattholti og er fólki velkomið að koma og skoða kettina. Á heimasíðu Kattholts; http://www.kattholt.is er að finna fjöldann allan afmyndum afheimil- islausum kött- um eða köttum sem hafa villst að heiman og bíða nú eigenda sinna. Á heimasíð- unni er einnig ráðieggingar um hvað hafa skal i huga þegar fólk velur sér nýjan fjöl- skyldumeðlim. Þar segir að ungir kettlingar eiga til að mynda að vera fjörugir og duglegir að leika sér en það er eðli- legt að þeir sofi mikið fyrstu mánuðina. Hafa skal I huga efkettir virðast hræddir eða taugaveiklaðir að slíkt getur átt sér orsakir I uppeldinu eða á fyrra heimili kattarins. Það er ólíklegt að slikir kettir róist niður með aldrinum og venjist fljótt breyttum heimilisað- stæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.