Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 Sport t>V -f Þegar Karl Malone lagöi skóna á hilluna á dögunum urðu ákveöin þáttaskil í sögu NBA-deildarinnar. Malone var síðasti spilandi leikmaðurinn úr Draumaliði Bandaríkjanna sem vann frækilegan sigur á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Það lið er almennt álitið sterkasta körfuboltalið sem nokkru sinni hefur verið sett saman. í því voru leikmenn sem komu inn í NBA deildina á árunum 1979 til 1987, sem hver um sig skipar stóran sess í körfu- boltasögunni. MAGICJOHNSON leikstjórnandi Magic Johnson er einn besti leikmaður sem stigið hefur fæti á körfuboltavöll og það sem gerir hann einstakan er að hann gat skammlaust spiiað hvaða stöðu sem var á vellinum sökum fjölhæfni sinnar. Hann bylti leikstjórnandastöðunni þegar hann kom inn í deildina, því hann var yfir tveir metrar á hæð en réð yfir boltatækni sem fáir gátu státað af. Þessir eiginleikar gerðu það að verkum að hann var illviðráðanlegur þvihann var iðulega mun stærri en and- stæðingurinn, en hafði engu að síður hraða til að bera til að verjast minni and- stæðingum. Tölfræði hans var frábær og auk þess að vera góður skotmaöur og með stoðsendingahæstu mönnum í deildinni, varhann einnig mikill frákastari. Leikskilningur hanns og leiðtogahæfi- leikar verða þó ekki mældir í tölum, því hann var mikill sigurvegari og nærvera hans á vellinum skilaði mörgum sigr- um i hús fyrir lið hans Los Angeles Lakers. CLYDE DREXLER skotbakvörður Drexler var mikill háloftafugl og var mjög vinsæll leikmaður þegar hann lék i NBA-deildinni, iengst afmeð Portland Trail- blazers og síðar með Houston Rockets. Eins og svo margir þurfti Drexler aö láta i minni pokann fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls í úrslitunum og urðu ein- vigi hans og Jordans sögufræg. Þegar Drexler gekk loks til liðs við Houston Rockets, þar sem hann lék við hlið félaga sins úr háskóla, Hakeem Olajuwon, náði hann að klófesta titilinn árið 1995. Það var ekki sist fyrir fjölhæfni Drexlers að Rockets urðu meistarar það árið, en hann kom með mikla leikreynslu með sér inn i liðið. Hann er einn afaðeins þremur leikmönnum ísögu NBA til að skora 20.000 stig, hirða 6000 fráköst og gefa 3000 stoðsendingar á ferlinum. Árið 1996 varhann valinn einn afSO bestu leikmönnum i sögu NBA í tilefni afSO ára afmæli deildarinnar. MICHAEL JORDAN skotbakvörður JOHN STOCKTON leikstjórnandi Efbúið yröi til módel afhinum fullkomna leikstjórnanda yröi það sennilega steypt eftir John Stockton, sem lék í 19 ár með liði Utah Jazz í NBA-deildinni. Stockton leiddi NBA-deildina í stoðsendingum í átta ár í röð og met sem hanná yfir heildar- stoðsendingar á ferlinum, er eitt afótrúlegustu metum í sögu amerískra hópiþrótta. Stockton hafði einstakt , auga fyrir sendingum og var fádæma öruggur 3 með knöttinn ihöndunum. Hann var lika góð skytta og vandaði skot sín vel, en hugsaði alltaffyrst og fremst um að spila liðsmenn sina uppi og gera þá betri. Hann var fullkominn liðsmaður og mikill keppnis- maður sem sýndi fádæma ) sínum ferli \ ">r 0 —s, keppnishörku og úthald á öllum sín <8aijy með liði Utah Jazz. .Jr Flestir eru sammála um að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma. Ferill hans er einstakur og fáir íþróttamenn í sögu hópiþrótta geta státað af öðrum eins afrekum. Jordan tók við kyndlinum afMagic Johnson og Larry Bird þegar þeir stigu afstalli sem bestu leikmenn deildarinnar og hóf körfuknattleikinn í nýjar hæðir á heimsvísu með leik sínum. Fyrstu ár hans í deildinni var hann þekktur fyrir glæsilegar troðslur og háloftatilþrif, en þau afrek féllu siðar i skuggann af sigrum hans með liði Chicago Bulls.Jordan vann sex meistaratitla með liðinu og hefði hann ekki tekið sér frí frá iðkun leiksins um miðjan tiunda áratuginn til að reyna fyrir sér i hafnabolta, má vel vera að titlarnir hefðu orðið enn fleiri.Jordan varð tiu sinnum stigakóng- ur deildarinnar og skoraði um 30 stig að meðaltali í leik yfir feril sinn og vann i raun til allra verðlauna og titla sem hægt var að vinna. ItSit tÉl! CHARLES BARKLEY stór framherji Barkley er einn litrikasti leikmaður sem stigið hefur á fjalir NBA- deildarinnar. Hann var lágvaxinn miðað við kraftframherja og þótt hann væri skráður tveggja metra maður, var hann ekki nema um 195 cm á hæð. Barkley var sannkallað náttúrubarn og þrátt fyrir að hafa lítið tekið i lóðin, varhann tröll að burðum og hrundu varnarmenn af honum eins og flugur þegar hann hirti fráköstin i gríð og erg. Barkley er minnsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur leitt deildina i fráköstum. Barkley lá aldrei á skoðunum sínum og hafði mikið keppnisskap. Hann lék með Philadelphia, Phoenix og Houston á ferlinum og náði í lokaúrslitin árið 1993 með liði Phoenix Suns, en það ár var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Barkley lék á ferlinum 11 stjörnuleiki og er einn afaðeins fjór- um leikmönnum í sögu deildarinnar sem skorað hafa 20.000 stig, hirt 10.000 fráköst og gefið 4000 stoðsendingar. ) I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.