Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAQUR 14. MARS 2005
Menning TfV
liíl
Bók vísindanna
Mál og menning hefur sent frá sér
þykka bók og silfurgráa: Vísinda-
bókina ! þýöingu Ara Trausta Guð-
mundssonar. Þetta er að upplagi
verk sem unnið er á vegum Cassel í
Bretlandi og safnað saman undir
breskri rítstjórn margra höfunda.
Vísindabókin er afar aðgengilegt og
rlkulega myndskreytt rit um sögu
og vöröur I þróun vísindanna. Hér er
greintfrá250
merkum vís-
indaafrekum
frá upphafi
vega til dagsins
í dag i máli og
myndum.Sag-
an errakin frá
uppruna talsins
þrjátíu og fimm
þúsundárum
fyrir Krist til erföamengisrannsókna
árið 2000. Þannig fæst ítarleg og
yfírgripsmikil sýn á hvernig skilning-
ur mannsins á umhverfi sínu hefur
þróast í tímans rás. Bókin varpar
Ijósi á þaö að vísindaleg hugsun
hefur ekki aðeins gjörbreytt hvers-
dagsllfi okkar, heldur líka skyn-
bragði okkar á það hver við erum
og hvernig heimurinn er.
Fjallaö er um merkileg framfara-
spor I líffræöi, eðlisfræði, stjörnu-
fræði, heimsfræði, jarðfræði, læknis-
fræði og stæröfræði og er gerð grein
fyrir hverjum
atburði, upp-
götvun eða
uppfinningu á einni opnu með Ijós-
um og liprum texta og lýsandi
myndverki.
Bókin er fallega prentuö á Itallu
og er I límdu bandi, 528 slður I með-
alstóru broti.
Vlsindabókin er bók sem á erindi
til allra, ungra og aldinna, sem vilja
fræöast um vlsindi og sögu manns-
andans.
Vísindabókin verður á tilboðsverði
í mars kr. 3490, en slðan verðurhún
seld á krónur4990.
Ritfregn
Erró kemur fram á tveimur sýningum þessa dagana, norðan og sunnan heiða. í Lista-
safni Reykjavíkur má sjá hvernig hann vinnur úr myndasögum samtímans og í Lista-
safni Akureyrar eru til sýnis verk hans sem byggja á tilvísunum í verk eldri málara.
lljMS t \ \ \ \ \ 7$ \ ' \ vv i
A yV yvs/ X / |)1 ■ wi
Á laugardag var opnuð sýning á
verkum Errós í Listasafninu á Akur-
eyri og stendur hún til 8.maí.
Meginuppistaðan á sýningunni eru
átta risastór málverk úr myndröð-
inni Listasagan sem gerð voru
1991-1992. Til að gefa innsýn í
vinnuaðferðir og hugmyndaheim
Errós má einnig sjá fjögur verk þar
sem hann klippir saman myndir
annarra listamanna frá ýmsum
tímabilum 20. aldar. Sýningin er
gerð í samvinnu við Listasafn
Reykjavlkur. Aðalstyrkaraðili sýn-
ingarinnar á Akureyri er KB banki.
Klippiverk fara á stóran flöt
Erró málar í þriðju persónu og
hann notar myndir sem hafa áður
birst á prenti sem efnivið í verk sín.
Frásagnarmátinn í þessum
myndum er ýmist á þann hátt að
Erró steypir saman í eitt rými ólík-
um myndbrotum héðan og þaðan
og býr til nýjar tilvísanir, eða hann
notar einskonar net þar sem mynd-
unum er raðað inn í og skapar á
þann hátt framvindu eða hreyfingu
í frásögnina. Þetta má sjá bæði í
sýningunni á Akureyri og parti Er-
rós á Níunni - myndasögumess-
unni í Listasafni Reykjavíkur.
Verk meistaranna
Erró hefur alltaf verið óhræddur
við að takast á við nýja tækni og í
myndaröðinni Listasagan notar
hann samskonar aðferð og iðn-
hönnuðir, netmöskva til að ramma
inn hverja mynd. f verki eins og t.d.
Magritte endursegir Erró okkur
listasöguna; hann sýnir okkur brot
af þekktustu myndum súrrealist-
ans Magritte (1898-1967), ásamt
persónum sem voru honum ná-
komnar. Nálgun Errós er með svip-
uðum hætti í verkunum Matisse,
Gaugain, Picasso, Miro, Otto Dix,
Léger og Andlitsmyndir ex-
pressjónistanna.
Æskuljóminn
Erró er alltaf ungur í anda: „Ég
hef gaman af því að leika mér með
form og búa til minn eigin heim
þar sem ég get dvalið um stund.
Hver mynd er fýrir mér, ný og göm-
ul saga sem ég segi sjálfum mér til
að viðhalda þráhyggju barnsins
sem ég hef aldrei hætt að vera.“
Þannig bjóða öll verkin á þessari
sýningu upp á margskonar túlkun.
Þótt frummerking myndanna sé
77/ að gefa innsýn í
vinnuaðferðir og hug-
myndaheim Errós má
einnig sjá fjögur verk
þarsem hann klippir
saman myndir annarra
listamanna frá ýmsum
tímabilum 20. aldar.
skýr í huga Errós þá eru túlkunar-
möguleikum áhorfandans lítil sem
engin takmörk sett og það er í raun
þekking hans, menning og andagift
sem mestu ræður um hvernig hann
les eða upplifir verkin.
Gægjuárátta og sýniþörf
Þaö er af sem áður var þegar fólk
leit á heimili sitt sem griðastað fjöl-
skyldunnar og bar harm sinn og
gleði í hljóði. Að minnsta kosti er
aldrei hörgull á heitasta slúðrinu í
Séð og heyrt og á skjánum opnar
fólk líf sitt upp á gátt. Hjá Sirrý er
grátið og hlegið yfir mismeinlegum
örlögum mannanna. í Innliti/útliti
sýnir landinn stoltur flottu hús-
gögnin frá Epal og eplaskreytingar í
gluggum. í glænýjum þætti, Allt í
drasli, er bakteríubönum boðið í
heimsókn í sóðabæli bæjarins en
áður en tiltektin hefst híma
subbumar hoknar og skömmustu-
legar undir skammarræðum ræsti-
tæknanna. Allt er þetta ósköp
frjálst, sogið upp í ófá nefin og tár
hrynja af hvörmum. En sitt sýnist
hverjum um frelsiö, hispursleysið,
gægjuáráttuna og sýniþörfina og
rithöfundagrínistinn Þorsteinn
Guðmundsson eygði í öllu þessu
efhi í sögu. Sú heitir Fífl dagsins og
kom fyrir sjónir landsmanna seint
á sfðasta ári.
Sagan segir af manni nokkrum
sem tekur sér fyrir hendur að skrá-
setja líf frægasta íslendings sam-
tímans, Sigga Tex, sem einn góðan
veðurdag flytur f íbúðina beint á
móti sögumanni ásamt íðilfögrum
kvenmanni. Sögumaður veðrast
allur upp og tekur til við að njósna
um skötuhjúin af miklum móð og
áöur en langt um líður er hann
fluttur inn á gafl til hjónakornanna.
Þau sjá fátt athugavert við stöðuga
návist sögumanns og ekki amast
þau heldur við öðrum gestum sem
hreiðra um sig í húsi þeirra um
langa eða skamma hríð. í upphafi
er sögumaður hreykinn af því að
hafa komist í náin kynni við þenn-
an ffæga mann og svo upphafinn
að hann lætur hjá líða að mæta til
vinnu meö óþægilegum afleiðing-
um. Smátt og smátt renna á hann
tvær grímur því hann uppgötvar að
allar sögusagnir um Sigga Tex,
bæði jákvæðar og neikvæðar, virð-
ast rangar og því hefst hann handa
við skrásetningu sem hann hyggst
hafa kórrétta. Nú skal sannleikur-
inn sagður í eitt skipti fyrir öll. En
því meira sem sögumaður hamast
viö skrásetninguna því ruglings-
legri verður frásögnin og lesandi
veit aldrei hvaöa sögu er verið að
segja; sögu skrásetjarans sjálfs eða
Sigga Tex.
Fífl dagsins er að mörgu leyti
forvitnileg saga, eða öllu heldur
viðfangsefriið. Höfúndur ætíar sér
mikíð, m.a. að sýna að sannleikur-
inn verður aldrei fangaður til fulls.
Hann reynir að koma í orð hug-
myndum um „ffæga“ fólkið sem
sumt hvert liggur undir grun um að
vera frægt af endemum en felur
skandalana í glamúr og tíma-
bundnu rikidæmi. Reynir, segi ég,
því bókin er í heild sinni tilraun
sem mistekst. Tilraun til aö sýna
hvemig líf þeirra sem slúðurþiggj-
endur þrífast á er í raunveruleikan-
um, tilraun til að afhjúpa innræti
„venjulega" fólksins og tilraun til
að sýna hvað þotuliðið má þola.
Þorsteinn Guðmundsson gerir í
Fífli dagsins heiðarlega en ónýta
tilraun til að afhjúpa gægi- og sýni-
þörf landans. Hann reynir við
fýndnina, sem er hans helsta aðals-
merki, en svo illa vill til að útkoman
er í formi langdregins og algjörlega
mislukkaðs brandara. Hér er á ferð-
Fífl dagsins
Þorsteinn
Quðmundsson
Mál og menning
2004
Verð kr. 4.290 kr.
m
Bókmenntir
inni dágott og frumlegt hugmynda-
safn, nokkurs konar sketsur, sem
hugsanlega hefði mátt vinna úr
góða bók með betri yfirlegu. En sú
bók sem á haustdögum var keyrð í
bókabúðir með orðunum „frum-
leg, ögrandi og töfrandi" á baksíðu
stenst ekki væntingar. Hún er
þvælukennd, illa upp byggð og alls
ekki til vimis um þær snjöllu hug-
myndir sem greinilega hafa kvikn-
að í huga höfúndar í upphafi. Þor-
steinn Guðmundson getur betur
en þetta, hin virðulega útgáfa Edda
getur betur og lesandinn hefur
margt betra við tímann að gera en
að þrælast í gegnum bók af þessu
tagi.
SigríðuiAlbertsdóttk