Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 Fréttir DV Knattspyrnumaðurinn Valur Fannar Gíslason fékk 35 þúsund krónur frá Strákunum á Stöð 2 fyrir að drekka sex bjóra á mettíma. Valur Fannar sat við lestur í Háskóla íslands og ældi í ruslafötu eftir fjóra bjóra. Jón Bóasson umsjónarmaður segir drykkju innan veggja Háskólans brottrekstrarsök. Áskorunin var hluti af þáttaliðn- um Allt fyrir aurinn sem íslandsbanki kostar. Gúrkuupp- skera soðnaði Lögreglan á Selfossi var kölluð út vegna hugsan- legra skemmdarverka í gróðurhúsi í uppsveitum Árnessýslu í gærdag. Að sögn lögreglunnar var til- kynnt um vatnstjón í gróð- urhúsi að bænum Stóra- Fljóti í Laugarási í Biskups- tungum. Lögregla var ný- lögð af stað þegar DV hafði samband. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar var hugsanlega talið að um skemmdarverk væri að ræða en ekkert hafði verið staðfest með það. Verulegt tjón varð í vatnstjóninu þar sem heil uppskera af gúrk- um soðnaði. Gestir gengu út Stórhljómsveitin Hot Chip hélt tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Var fullt hús og uppselt á tónleikana enda hljómsveitin gríðarvin- sæl. Fjölmargir gestir voru þó ósáttir við töf á tónleikunum. Húsið opnaði klukkan tíu og tónleikarnir áttu að hefjast klukkan ellefu. Hot Chip steig hins veg- ar ekki á svið fýrr en klukkan var farin að ganga tvö um nóttina. Fannst mörgum nóg komið af hinu góða þeg- ar liðið var vel fram yfir miðnætti og gengu út. Hvemigfannst þér Idoí keppnin? Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. „Þvíer fljótsvarað. Ég hefekkert fylgst með þessari keppni og hefþví enga skoðun á málinu. Mér leiðist sjónvarp og geri lítið afþví að horfa á það." Hann segir / Hún segir „Þetta varmjög skemmtileg keppni og ég er mjög sátt við úrslitin. Ég fór í Smáralindina að fylgjast meö úrslitakvöld- inu og það var mjög gaman þar. Ég er samt ekki frá því að keppnin f ár sé stærri ísniðum og svolítið flottari en I fyrra, það er til dæmis búið að stækka sviðið og svoleiöis." Ardfs Ólöf Vfkingsdóttir, keppandi i Idol-keppninni árið 2004 Fégráöug fótboltahetja ældi efQr kappdrvkkju „Þetta er algjörlega óheimilt," segir Jón Bóasson umsjónarmað- ur Odda, húss félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Á föstudag- inn borguðu Strákarnir á Stöð 2 knattspyrnuhetjunni og stjórnmálafræðinemanum Vali Fannari Gíslasyni 35 þúsund krónur fyrir að drekka sex bjóra á sem skemmstum tíma. „Neysla áfengis og bjórs innan veggja Háskólans er ekki eitthvað sem við viljum sjá. Við teljum að þetta sé algjörlega óheimilt. Að fara í einhvers konar kappdrykkju innan veggja Háskólans, það má ekki,“ segir Jón Bóasson í Háskólanum um þennan fjöruga dagskrárlið Strákana á Stöð 2 sem trúlega á eftir að draga dilk á eftir sér. Allt fyrir aurinn Það mætti kannski kalla Val Fannar, sem er fyrirliði Fylkis í knattspyrnu, saklaust fórnarlamb í þessu erfiða máli. Auk þess að vera fótboltamaður stundar hann nám í stjómmálafræði við Háskólann og segja vitni að atburðarrásinni í skól- anum að hann hafi setið sveittur yflr námsbókunum í marga tíma áður en sjónvarpsmennina bar að garði. Þá var það trúlega græðgin sem varð Vali að falli sem gerði svo sannarlega - allt fyrir aurinn. Peningar fyrir drykkju „Nei, ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ sagði Valur Fannar þeg- ar DV hafði samband við hann í gærkvöldi. Af rödd hans mátti þó ráða að hann væri ekki sáttur við þá stöðu sem hann er í vegna gríns Strákanna. • Samnemandi Vals Fannars segir Val hafa tekið áskoruninni að drekka sex bjóra á ákveðnum tíma. Hann hafi ídárað fjóra á svona tveimur mínútum en þá hafi hann ælt í ruslafötu. Fatan mun vera eign skól- ans. Vitnið segir Val svo hafa klárað hina tvo bjórana á þrem til fjórum mínútum og orðið 35 þúsund krón- um ríkari. Banki styrkir drykkju Kristófer Dignus framleiðandi Strákana segir atriðið með Vali ekki birtast fyrr en í næstu viku. Aðspurð- ur sagði hann þáttinn ekki hafa kannað reglur Háskólans um drykkju nemenda innan stofnunar- innar. „Við vissum ekki að þetta væri bannað," segir hann. Kristófer staðfesti einnig að ís- landsbanki kostaði þennan lið í þáttunum. Það var því einn stærsti banki á landinu sem kostaði fyllerí fyrirliða knattspymuliðsins Fylkis. Og miðað við viðbrögð starfsmanna Háskól- ans er málinu ekki lokið. simon@dv.is * a gfe Valur Fannar Gísla- IÆF son knattspyrnu- IW hetja Drakk íóleyfi i f Háskóianum. ÍStrákarnir á Stöð 2 Þátturinn nýtur grið- arlegra vinsxlda meðal unga fólksins. Þrettán og fimmtán ára strákar í gæsluvarðhaldi yfir helgina Unglingar í einangrun á Litla-Hrauni „Það er fangelsismálastofnunar að ákveða hvar gæsluvarðhalds- fangar eru vistaðir. Lögreglan fer einungis fram á gæsluvarðhaldið," svarar Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn, aðspurður um af hverju tveir fimmtán ára drengir voru látnir sitja í gæsluvarð- haldi á Litla-Hrauni yfir helgina. Þeir eru grunaðir um fjölda innbrota. Drengirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á föstudag og losna úr því í dag, mánudag. Einnig var þrettán ára drengur úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna sama máls og er hann vistaður á meðferðarheimil- inu Stuðlum. Hvers vegna eldri drengirnir hafi ekki líka verið vistaðir á Stuðlum segir Ómar að þeir séu komnir á sakhæfan aldur, orðnir nógu gamlir til að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Að sögn Ómars Smára er þetta ekki í fyrsta skipti sem drengir á þessu reki eru sendir í gæsluvarð- hald. Hann viðurkennir að það sé erfitt úrræði að senda svo unga drengi í gæsluvarðhald á stað eins og Lida-Hraun. Staðan hafi hins vegar verið metin svo að gæsluvarð- hald þyrfti til að tryggja óhindraða rannsókn á málinu. „Það er aldrei gott að þurfa að senda svona unga drengi í gæslu- varðhald. En þegar slíkt gerist er reynt að flýta málum eins mikið og hægt er. Þetta á til dæmis við um þetta ákveðna mál. Þeir eru einung- is dæmdir í þriggja daga varðhald á meðan eldri einstaklingi hefði verið haldið lengur," segir Ómar Smári. Aðspurður um önnur úrræði til gæsluvarðhalds fyrir unglinga á sak- hæfum aldri svarar Ómar Smári að stundum séu þeir vistaðir á Níunni, við Skólavörðustíg. „Litla-Hraun bíður hins vegar upp á bestu aðstöð- una til að geyma gæsluvarðhalds- fanga og er nútímalegast í hönnun," segir Ómar Smári. Ómar vildi ekki segja hvort drengirnir hefðu játað á sig öll brot- in sem þeir eru ákærðir fyrir en sagði að rannsóknin gengi vel. Litla-Hraun Fleiri dæmi eru um að afbrota- menn á ungiingsaidri séu settir ígæsiuvarð- hald á Litla-Hrauni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.