Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandi: GunnarSmári Egilsson Rltstjórar Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar. auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Krístjánsson heima og að heiman :inu sinm hitti ég unga og hressa dömu á skíðum á ítaliu. Hún mat allar sínar gerðir og annarra út frá því, hvemig yfirlýs- ingu þaer gæfu. Þannig taldi hún það vera .karisma” að bruna niður brekku á skíð- um og stanza á punktinum við biðröðina. Hins vegar væri þaö .töff" að hafna skfðum og velt- ast á brettum í brekkunum. Hún var að ákveða, hvort hún ætti að hafa karisma eða vera töff þann daginn. Þetta minnir mig á, að sumt fólk telur sig gefa yf- irlýsingar með klæðum og fasi. Gallinn við allt þetta er, að fæst- ir meta persónur annarra eftir yfirlýsingum þeirra af sliku tagi. virðist vera skemmtilegt og Iffs- reynt f sambúö. Aö minnsta tosti helzt þeim vel á mökum. Þetta er ekki tvfgift eða marggift fólk. Þannig er um Davíð og Halldór og esta hina. Hins vegar draga popp- ið og leiklistin og sjónvarpið að sér leiðinlegra fólk, sem helzt illa á mökum. Ég nefni engin nöfn, af því að DV er svo virðu- legur fjölmiðill. Gaman væri, að einhverfjölmiöill kannaði hlut- föll skilnaða f ýmsum stéttum þjóðfélagsins og fengi firæðinga til aö svara spumingunni um, hvers vegna sumar stéttir virð- ast óþolandi og/eða fákunnandi f sambúö. Árshátíðir mfiiFÍÍÍm. kvæmi, þar sem hávaði ersvo mikill, að fáir heyra mikiö af samræðum. Þær eru sam- kvæmi, þar sem útilokað er að reiða fram mat sem er sambæri- legur við þaö, sem fæst eftir korti á veitingahúsum. Þær eru samkvæmi, þar sem góöviljað fólk slefar f eyrun á þér. Þær eru samkvæmi, sem fela f sér skraut- sýningar á kjólum, sem sfðan þarf að hreinsa bjórinn úr. Þær eru samkvæmi, þar sem annar hver gestur stinkar af bjór. Þær eru samkvæmi, þaðan sem þú verður að foröa þér eftir mat til aö fá ekki timburmenn af tóbaki og vondu lofti. Fyrir þetta borga fyrirtæki og fólk. Leiðari m ■ á Æ Bergljót Daviðsdóttir Oggleymum Ueldur eklci að stór hluti þeirra sem gista fmigaklefana á Litla-Hrauni eru sjúklingar efskilgreining þeirra SÁÁ-nmnna d alkóhólisnm og eiturlyjjafíkn er rétt. Sagan endalausa Fangelsismál hafa lengi verið í ólestri hér á landi og eru okkur til stór- skammar. Fangelsismálastofimn á í mestu vandræðum með að koma þeim sem dæmdir hafa verið til afplánunar fyrir í þeim fáu og illa búnu fangelsum sem hér eru. Dæmi eru um að menn bíði í á annað ár og jafiivel lengur eftir að taka út sinn dóm. Það þarf enginn að ganga í grafgö tur með hve óheppilegt það er, einkum fyrir þá sem vistina eiga yfir höfði sér og vilja ljúka henni af sem fyrst. Eitt er að geta ekki lokað inni afbrota- menn sína og annað er að lolcs þegar pláss losna í fangelsum eru allir, hvaða dóm sem menn hljóta eða fyrir hvaða sakir, lokaðir inni í dýru öryggisfangelsi. Fróðlegt væri að vita hvað sólarhringsvistun hvers fanga kostar skattborgara þessa lands. Fróðlegt væri einnig að vita hve mikið það kostar að aka á Litla-Hraim í hvert sinn sem þarf að fara með menn í gæsluvarð- hald og ná í þá þangað aftur í yfirheyrslur hjá lögreglu eða fyrir dóm. Einhverjir fræð- ingarnir sem alltaf eru að reikna hitt og þetta sem að engu gagni kemur mættu taka að sér að reikna út hvað það kostar að byggja nýtt fangelsi fyrir gæsluvarðhalds- fanga, fyrir konur og þá sem þurfa ekki að vera í öryggisgæslu allan sólarhringinn á meðan þeir afplána. Þeir gætu um leið reiknað hvað nýtt fanglesi væri fljótt að borga sig upp. En það liggur kannsld ekkert á að gera úrbætur í þessum málum, þetta eru bara fangar og því ætti einhver að láta sig þetta varða? Þessir menn eru hvort sem er ekki örugg atkvæði. En gleymum því ekki að þeir, sem verður á í lífinu og brjóta af sér, eru menn rétt eins og við hin. Og gleymum heldur ekki að stór hluti þeirra sem gista fangaklefana á Litla-Hrauni eru sjúklingar - ef skilgreining þeirra SÁÁ-manna á alkó- hólisma og eiturlyfjafíkn er rétt. í það minnsta er greitt með hverjum þeim sem leitar á Vog í meðferð og ótvírætt viður- kennt að um sjúkdóm sé að ræða. En ffldar eru bara sjúklingar þegar þeir leita ásjár á Vogi en ekki þegar þeir brjóta af sér til að fjármagna neyslu sfiia! Þá má loka þá inni í öryggisfangelsi þar sem ganga þarf í gegnum læstar dyr og aðrar. Tvískinnungurinn er ótrúlegur og það er kominn tfmi tíl að þessi mál verði skoðuð af alvöru. Að við hættum að loka inni í ramm- byggðu öryggisfangelsi menn sem svikið hafa út fé, fíkla sem eru fársjúkir og aðra þá sem eru samfélaginu ekki hættulegir. Það þarf að skoða fangelsismál firá grunni og endursldpuleggja. Finna önnur úrræði og taka á annan hátt á málum fíkla sem brjóta af sér trekk í trekk í stað þess að dæma þá og loka inni í rammgerðu fang- elsi. Hleypa þeim sfðan út aftur í síst betra ástandi og taka svo við þeim aftur. Sami leikurinn endurtekur sig og menn sökkva dýpra og dýpra. Þetta er sagan endalausa. Næsta mál á dagskrá: Slagsmál á Alþingi ÞINGMAÐUR ÚR EYJUM sagði forseta Alþingis svo gott sem að halda kjafti í ræðustól löggjafarsamkundunnar á dögunum. Öðmvísi mönnum áður brá en hér er aðeins um tímanna tákn að ræða. Virðing fyrir störfum Alþingis fer þverrandi og fyrir bragð- ið em alþingismenn farnir að haga sér eins og götustrákar. Fyrst og fremst ÞAÐ VAR LÍKA SV0 miklu flottara að vera alþingismaður hér áður fyrr. Nóg af peningum til að ráðstafa í gegnum ríkisbanka og önnur rflds- fyrirtæki sem möluðu gull í skjóli þessara sömu alþingismanna. Nú em bankarnir komnir úr höndum stjórnmálamanna með tilheyrandi kjara- og valdaskerðingu. Þingmenn em nú aðeins með um 460 þúsund krónur á mánuði eða svipað og símadama á fasteignasölu. ÞEGAR PENINGARNIR eru ekki leng- ur til staðar hverfa völdin einnig. Og þar með ásókn manna í það starf sem boðið er upp á í Alþingishúsinu. Núverandi forseti lýðveldisins er hagvanur í Alþingishúsinu sem hann kallaði eitt sinn „besta klúbb- inn í bænum". En nú er öldin önnur. Klúbbféiagar farnir að rífa kjaft eins og smástrákar út af titlingaskít. VONBRIGÐUM ALÞINGISMANNA með þverrandi völd og meðfylgjandi fjár- skort í eigin buddu verður að finna farveg í öðm en strákslegu kjaftæði í ræðustól Alþingis. Vel mætti hugsa sér að taka upp þann sið sem tíðkast hefur lengi í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem nemendur slást í svokölluðum gangaslag þar sem annar hópurinn reynir að hindra hinn í því að hringja skólabjöllu. Þar er líf og fjör meðan á stendur. Al- þingismenn gætu breytt þessu i ræðupúltsslag þar sem þingmenn myndu slást um hver kæmist í pontu. Þá fæm beinar útsendingar frá Alþingi loks að skila mntalsverðu áhorfi. VlÐA í ASÍU er algengt að þing- menn sláist í þingsölum. Heims- frægar myndir em til af kóreskum þingmönnum reyna að klóra augun úr hver öðram og svipaðar myndir hafa birst frá þjóðþingi Japana. Hins vegar verða íslenskir alþingismenn að fara varlega þegar kemur að HaU- dóri Blöndal og gæta þess að meiða hann ekki. Halldór er að komast af besta skeiði og má ekki við miklum barsmíðum. ÞA EKKI HELDUR og enn sfður fjöl- margar þingkonur sem fylla nú þingsali í stað karlmanna af þeirri einföldu ástæðu að launin em ekki lengur sambærileg við það sem tíðkast annars staðar. Það er merg- urinn málsins og ástæðan fyrir þess- um vítum forseta sem endað gætu í hreinu víti ef svo fer fram sem hér hefur verið spáð. 6happadrætti sem R-listinn gæti verið með Lambaselshappadrættið heppnaðist svo vel Leikskóla- happa- drættið Börn hepp- inna foreldra dreginútaf biðlistum. Borgarstjóra- happadrættið Kannskiynni Agnes Braga- dóttirogvið losnuðum viö Steinunni. íbúðahappa- drættlð Dregiðúrum- sóknum ein- stæðra mæöra um félagslega íbúö. Orkuhappa- drættið Heppinn borg- arifærraf- magnið ó kostnaðar- veröi. Lfnu.net-happa- drættið Sd sem er dreginn útfærað vita til hvers fyrir- tækið er. Stóri vinn- ingurinn Vinningshaf- innfærað eyða degi meðAlfreð Þorsteinssyni. Kvikmyndahátíðargestir verða að kaupa popp Nú er Kvikmyndahdtlð i algleymi og fréttir herma að þaö sé fullt út úr dyrum. Færri komast aö en vilja d myndir eins og Der Untergang, sem segir fró siðustu dögum Adolfs Hitler, og Hotel Rwanda, sem byggir á sönnum atburðum, og What the Bleep do we Know, eftir leikstjórann sem snéri baki við Hollywood. Velgengni myndanna I kvik- myndahúsum fær marga til að spyrja sig af hverju Der Untergang eða ámóta myndir séu ekki frumsýndarí tveimurog þremur bióhúsum llkt og til dæmis unglingamynd- in Sahara. Svarið er einfalt. Fólk sem fer á Kvikmyndahátíö er ömurlegir kúnnar. Það verslar lltið sem ekkert við kvikmyndahús- ið. En Árni Sam og félagar þurfa jú að fá eitthvað í kassann og mest græða þelr á því að selja popp og kók. Þaö er þvl sjálf- sögð krafa að gestirá kvikmyndahátlðum sjái sóma sinn i þvl að kaupa minnst einn skammt afpoppi og kóki á hverri sýningu svo kvikmyndahúsin haldi velli og geti Sahara Áhorfendur Hollywood-mynda eru bestu kúnnarnirog kaupa popp og kók. áfram sinnt því menningarhlutverki sem æpandi þörfer á. Aðsóknin á Kvikmynda- hátíðinni I Reykjavík núna sýnir svo ekki veröur um villst að svo er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.