Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 11 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi lettnesks fyrirtækis, er ósáttur Stal dýru skópari Þjófriaður á skópari að verðmæti 25 þúsund krón- ur úr skóversluninni Þráinn skóari upplýstist í gærdag. Skónum var stolið sfðdegis á fimmtudag. Þjóftrrinn var á vappi í búðinni og greip tækifærið þegar starfsmað- ur verslunarinnar var upp- tekinn við annað. Þjófurinn náðist í gærdag og fiindust skómir í bfl hans. Við yfir- heyrslur játaði hann sök. í leiðinni upplýstust nokkur önnur innbrot. Þýfi úr þeim náðist ekki enda fljótt að komast í umferð á svarta markaðinum að sögn lög- reglunnar. Skorað á þingmenn Meira en tíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun til þing- manna um að sam- þykkja frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar al- þingismanns um afiiám fymingarffesta í kynferð- isafbrotum gegn börn- um. Samtökin Blátt áffam sem er forvama- verkefni UMFÍ stóð fýrir undirskriftunum. Undir- skriftirnar verða afhentar Bjarna Benediktssyni, formanni allsherjar- nefiidar, á næsta fundi nefndarinnar. Innbrota- hrina í Reykjavík Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í heimahús á Seltjamarnesi í gærmorgun. Þaðan hafði verið stohð tveimur far- tölvum, DVD-spilara og myndavél. Að sögn lögreglu lá ekki fyrir hverjir hefðu verið að verki en málið er í rannsókn. Tiikynnt hafði verið um sjö innbrot og þjófiiaði í gærdag til lög- reglunnar. Þar á meðal var brotist inn í vinnuskúr við gróðrarstöðina Alaska og einnig var tilkynnt um inn- brot í íbúð við Eggertsgöt- una. Að sögn lögreglunnar hefur mikið verið um inn- brot undanfarið. Þjóðhátíðar- lag 2005 Þjóðhátíðamefiid í Vest- mannaeyjum hefur nú ósk- að eftir tillög- um að þjóð- hátíðarlagi. Þeir sem kunna eitt- hvað í tón- smíðum ættu að drífa sig að semja lag því skilaffestur rennur út 29. apríl. TiUögum að þjóðhátíðarlagi skal skila í lokuðu umslagi í pósthólf 175,902 Vestmannaeyjar. Umslagið skal innihalda hljóðsnældu eða geisladisk með þjóðhátíðarlaginu. Mikilvægt er að texti lagsins ásamt hljómagangi fylgi. Einnig skal fýlgja í lokuðu umslagi nafii höfundar ásamt heimilisfangi og síma. Segir sýslumann hafa brotið á erlendum verkamönnum „Það getur náttúrulega aldrei talist eðlileg málsmeðferð þegar mönnum er ekki kynntur réttur sinn og þeim ekki tryggð lögfræðiaðstoð," segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi lett- neska fyrirtækisins Vislandia sem hefur séð nokkrum íslenskum fýrir- tækjum fyrir lettneskum starfsmönn- um á grundvelli þess að um svokölluð þjónustuviðskipti sé að ræða. Sveinn Andri kveðst hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni á Selfossi, að hann væri verjandi fyr- irtækisins Verjandi Lettanna Sveinn Andri er verjandi fyrirtækisins Vislandia, sem þjónustað hefur Islensk fyrirtæki um verkamenn frá Eistlandi og Litháen nú um nokkurtskeið. j hér á landi og þar með mannanna sem um ræðir. „Það næsta sem ég heyri í fréttum er að búið sé að dæma mennina," segir Sveinn Andri. Að sögn Sveins Andra fékk Ólafur Helgi sýslumaður Lett- anna til að játa að hafa verið hér við ivinnu ólöglega þrátt fýrir að hann hefði verið búinn að tjá sýslumanni að ágreiningur væri uppi um hvort mennimir störfuðu ■fejtér Sýslumaður Sveinn Andri segir ÓlafHelga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, hafa brotið á grundvallarrétti erlendra verka- manna sem hann dæmdi ískilorðsbundið fangelsi nýverið. löglega. Bæði fýrirtækið í Lettlandi og verjandi þess teldu að þrátt fyrir full- yrðingar um annað væri þjónustuvið- skiptaákvæðið ekki það skýrt að hægt væri að fastnegla að þessir starfsmenn hefðu verið hér ólöglega að störfum. „Þetta bráðabirgðaákvæði er ekki það skýrt, eins og bent hefur verið á og við höldum fram,“ segir Sveinn Andri. „Þannig tekur það ekki af vafa um hvað séu þjónustuviðskipti og hvað.ekki." Sveinn undirbýr nú vörn Lettanna tveggja sem starfað hafa fyrir fyrir- tækið GT verktaka við Kárahnjúka og eru hér á vegum umbjóðanda Sveins Andra, áðurnefnda fýrirtækisins Vis- landia fr á Lettlandi. Ekki náðist í Ólaf Helga Kjartans- son, sýslumann á Selfossi, vegna málsins. h elgi&dv.is Við höldum áfram að bjóða rúm á betra verði 90 cm rúm með útdraganlegri þægilegri undirdýnu, stækkanlegt í 180 cm. Rúm sem hentar I barnaherbergið, sumarbústaðinn eða í gestaherbergið. Býður uppá frábærar lausnir í þröngum herbergjum. Áföst hlífðardýna. 90x200 49.900 kr. Vortilboð 44.900 kr. Hágæða rúm með sjálfstæðu poka og gormakerfi og þéttofnu lagi yfirdýna Evolution rúmið veitir nýja og einstaka upplifun við hvíld. Kemur með fjórum læsanlegum hjólum sem gerir flutning áreynslulausan. Áföst hlífðardýna. Mest selda rúmið frá rúm.is. Bonnel gormakerfi sem tryggir sjálfstæða fjöðrun. Tvenn hjól sem hægt er að læsa. Gæða rúm á frábæru verði. Áföst hlifðardýna. Þykk dýna með sjálfstæðu pokakerfi og sjálfstæðri fjöðrun. Þéttofið lag yfirdýna auka enn frekar á þægileaan svefn. Læsanleg hjól auðvelda flutning. Áföst hlífðardýna. Vandað rúm með sjálfstæðu Bonnel gormakerfi sem leggst að líkamanum og veitir einstaka upplifun þegar kemur að hvlld. Tvö læsanleg hjól gera flutning og tilfærslu sérlega auðvelda. Áföst hllfðardýna. Amerísk gæðarúm frá kr. 29.900 www.rum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.