Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 23 og einstaklingum. En hvaða einstak- lingar eru það sem greiða í kosninga- sjdði á tuttugustu og fyrstu öld? Fólk er tæplega eins áhugasamt um stjóm- mál nú og áður fyrr eða jafn heilt í sannfæringu sinni að það gefi fé í kosningasjóð. „Já, það kann rétt að vera,“ segir hann. Bætir við að eigi að síður hafi stuðningsmenn hans lagt inn á reikning kosningasetursins og fyrir það sé hann óskaplega þakklátur. Hann bætir við að líklega sé meira um að eldra fólk innan flokksins láti fé af hendi rakna. Baráttan komin á fullt Þau Ámý og Össur em sammála um að úr því að baráttan á milli þeirra Ingibjargar er farin af stað dugi ekki annað en berjast af krafti. „Það hefur hallað á Össur í skoðanakönnunum en það dregur hratt saman. Ég vona svo sannarlega að maðurinn minn vinni þennan slag og flokkurinn skað- ist ekki vegna þessara átaka. Það má í raun teljast gott og sýndi hve flokkur- inn er sterkur, ekki eldri en hann er, að allir sleppa heilir frá þessu,“ segir Ámý. Hún hefur alltaf fylgst með manni sínum og stutt hann hundrað prósent í stjómmálum. Hún hlær og svarar því neitandi að hún vilji breytingar þegar ég spyr hvort það væri bara ekki ágætt ef hann væri ekki í þessu pólitíska þrasi og ynni aðeins frá 9-5. „össur hefur mikla ánægju af stjómmálum og ég sé hann ekki þannig fyrir mér. Ég er ánægð með störf hans og hef gaman af að taka þátt í þessu, þó að ég sjálf taki ekki á beinan hátt þátt í stjómmálum," segir hún og brosir. Góð stemning á heimilinu Á heimili þeirra hjóna er gott and- rúmsloft. Bæði em þau afar virk í því að sinna og spjalia við dætumar og ljóst að fjölskyldan er í fyrirrúmi. Ámý segir að dagurinn hefjist snemma en þær fari oftast saman, hún í vinnuna og stelpumar í skólann. Þær em báð- ar í Melaskóla en Ámý bendir á að skólinn sé nær hennar vinnustað auk þess sem foreldrar hennar séu í göngufæri við skólann. Össur fer um svipað leyti eða aðeins síðar, allt eftir því hvað er á dagskrá hjá honum. „Hann vinnur fram eftir nóttu og vill fara aðeins síðar af stað en við. Við erum bara með einn bfl, þetta er um- hverfissinnuð fjölskylda, og það kem- ur í hlut þess sem fer með stelpumar að vera á bílnum. Það liggur beinna við að ég fari með þær en Össur hjólar stundum á hjólinu sem flokkurinn gaf honum í afrnælisgjöf þegar við urðum fimmtug. En hann gengur þó oftast í vinnuna," segir hún og neitar að það sé óþægilegt að vera aðeins á einum bll. Þau búi svo miðsvæðis. Búa í blokk og eiga einn bíl Hún tekur undir, þegar ég nefni það, að lífsgæðakapphlaupið angri þau ekki. Búa í blokk og eiga aðeins einn bil og ekki einu sinni jeppa. Margur myndi finna til minnimáttar- kenndar eða vera löngu fluttur í fleiri fermetra. „Já, líklega er það rétt en for- gangsröðunin er önnur hjá okkur. Jeppar, raðhús eða einbýlishús em í fínu lagi fyrir þá sem vilja. Við höfum búið hér lengi og það er bókstaflega ekki hægt að flytja og missa um leið þetta yndislega útsýni," segir Ámý og gengur út að glugganum. Hún bendir niður í fjöruna og segir að þama sé svo mikið líf, endur á sundi og náttúr- an hvarvetna. Ekki þurfi að nefna sól- arlagið og hve fallegt sé þegar sólin er að setjast á kvöldin. „Við höfum svo lengi haft þetta allt fyrir augunum og það yrði erfitt að missa það," segir hún og Össur grípur inn í og segir að reyndar vanti þau eitt herbergi, þar sem stelpumar séu svo stórar. Ekkert liggi samt á. Síminn hringir og Össur gengur með heymartólin fram á meðan hann talar. í símanum var Jakob Frímann, hans dyggasti stuðningsmaður, að segja frá könnun sem sýndi yfir 60% fylgi við össur. Já, líklega er formaður- inn með byr í seglum og bæði segjast þau hafa fundið það undanfarið. Sárin gróa síðar „Þetta verður spennandi for- mannskosning en stuðningsmenn mínir hafa unnið af krafti. Þetta er að verða ævintýri líkast og það stefnir allt í að þessi barátta verði sú allra skemmtilegasta sem ég hef tek- ið þátt í, slík er stemningin á skrif- stofunni," segir össur glaður og ánægður með framvinduna. Hvern- ig fer í þessum slag sem er framund- an; slag sem snertir heila fjölskyldu, er erfitt að svara nú. En það er ekki erfitt að setja sig í spor systkina Ár- nýjar og foreldra. Tengdaböm, mág- kona og eiginkona berjast um for- ystusæti í stærsta stjórnmálaflokki „En ég held að þetta hafi ekki meiri áhríf en svo að þegar þess- ar litlu dætur mínar eiga afmæli í haust muni svilkona mín mæta hress og kát með pakka og heiðra þessar litlu dömur eins og hún hefur alltafgert." landsins ef litið er til síðustu al- þingiskosninga. Hvernig á að vera hægt að gera upp á milli tveggja ágætra fjölskyldumeðlima? Þau taka undir að þetta sé erfitt en hver verði að gera upp við sig hvað hann geri. Sársauki, já, það kann að vera að einhvers staðar þurfi að plástra þeg- ar þetta allt er liðið hjá. „En ég held að þetta hafi ekki meiri áhrif en svo að þegar þessar lidu dæt- ur mínar eiga afmæli í haust muni svilkona mín mæta liress og kát með pakka og heiðra þessar litlu dömur eins og hún hefur alltaf gert," segir össur kankvís og tekur utan um dæt- ur sínar. Ámý kinkar kolli og bætir við að ekki sé hægt að búast við öðm en menn fái rispur þegar tekist er á. Þetta er jú formannsslagur. Gæða húsgögn ...á ótrúlega góðu verði Monaco sófasett r 1 25% kynningar afsláttu r Vorum að fá í hús þetta glæsilega sófasett sem við munum bjóða á sérstöku kynningartilboði í apríl. • Monoco 3ja sæta sófi - aðeins 59.900,- • Monoco 2ja sæta sófi - aðeins 49.900,- Borðstofustóll Verð 15.900,- • Hógœóa leóurstólar • Til í Ijósbmnu og öðkkbrúnu • 6 stólar 83.700,- (13.950,- stk.). Láttu þér líða vel g rrnbm mi 25% kynningar- afsláttur Megan sófáset* • Megan hægindasófi með leðuráklæði - aðeins 119.900,- • Megan Nuddstóll með leóuráklæói - aðeins 49.900,- • 3ja sæta hægindasófar - aðeins 89.900,- (microfíber (íklœöi). Tiyggðu þér eintak! Vegna mikillar eftirspurnar bjóðum við viðskiptavinum okkar að sérpanta þetta glæsilega hægindasófasett á verði sem á sér enga hliðstæðu. Mikið úrval áklæða. Verið velkomín að kíkja á sýningarbásínn okkar í Fifunni um belgina á Sumariö 2005. Sérstök sýningar tilboð! I SKOÐAÐU ÞESSI VERÐ HÆGINDASTÓLAR FRÁ 29.800,- 3JA SÆTA HÆGINDASÓFAR FRÁ 89.900,- LEÐUR NUDDSTÓLAR FRÁ 46.900,- BREyTTUR OPNUNARTÍMI MÁNUDAGA TiL FÖSTUDAGA.11-18 LAUGARDAGA.......... 11-16 SUNNUDAGA...-........13-16 SETTEHF • HLÍÐASMÁRA 14 • 201 KOPAVOGUR • SÍMI 534 1400 • SETT '■ SETT.IS VISA OG EURO LÉTT-RAÐGREIÐSLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.