Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 16
Séra Vigfús ÞórÁrnason er vinsæll í sókn sinni og á fjölda vina og kunningja sem sýnt hafa honum stuðning á erfiðum tímum. Á fimmtudag var hann í Hæstarétti og stóð fast við bakið á syni sínum Árna Þór sem nú bíður þess sem verða vill. Hér á eftir spjallar hann um lífsitt og starf, erfiða tíma, stuðning sóknarbarna, vina, kunningja og jafnvel ókunnugs fólks og þá staðföstu vissu sína að sonur hans sé saklaus. Til lítils að feia hlutina og vera ekki frjáls Séra Vigfús hefur litið reett opinbertega þá erfiðleika sem fjölskyldan hefur gengið i gegnum en hann hefur allan timann trúað á sakleysi sonar sins. Það hefur létt á honum þessu síðustu misseri að finna stuðning fólks. Síðustu misseri hafa verið lær- dómsrík en þrengingar kenna manni margt um mannlífið og ekki síður um manninn," segir séra Vigfús þar sem hann situr á skrifstofu sinni í fallegri Grafar- vogskirkjunni. Útsýnið er einstakt út um gluggana á skxifstofu prestsins og kyrrðin og lognið við voginn gef- ur væntingar um vor. Eftir andartaks þögn bætir hann við að eigi að síður hafi hann og kona hans aldrei fund- ið eins sterkt fyrir því hvað marga góða vini þau ættu fyrr en einmitt þegar erfiðleikarnir gerðu vart við sig. Hef aldrei efast um að Árni segi satt og rétt frá Ekki þarf að skýra mörgum orð- um hvaða erfiðleika séra Vigfús er að tala um en á miðvikudaginn fór fram munniegur málflutningur í Hæstarétti gegn sakborningum í Landssímamáhnu svokallaða. Þar var presturinn og fylgdist með. Hann segir að ýmislegt fróðlegt hafi komið fram við málflutninginn sem hann ekki vissi fyrir, en einmitt það sýni fram á að sonur hans og félagar sem ráku Skjá einn af miklum krafti séu saklausir. „Ég er ekki í vafa og hef reyndar aldrei efast um að Árni segi satt og rétt frá. Ég trúi því staðfastlega að sonur minn sé saklaus. Ég hef enga ástæðu til að efast um það sem Árni sagði mér þegar hann skýrði mér frá sinni hlið mála. Þeir sem eiga börn vita innst inni hvort þau eru að segja satt. Og svo má ekki gleyma að ég þekki Árna svo vel að ég veit að það er útilokað að hann sé sekur í þessu máli. Hann sagði það um leið og þetta mál kom upp að hann hefði ekki vitað annað en þeir væru að fá lán hjá Símanum," segir Vigfús alvarlegur á svip og bætir við að hann hafi ekki rætt op- inberlega um þetta mál fyrr en nú. Málið sé komið í dóm og engu hægt að breyta. Árni hafi þagað við fjöl- miðla og hans hlið hafi hvergi kom- ið fram nema fyrir rétti. Vigfús bendir á ótal atriði sem firam komu í málflutningnum sem ekki hafi heyrst áður. „Mér fannst verjendur standa sig mjög vel og vörn þeirra sannfærandi," segir hann. Ótrúlegur fjöldi fólks sýndi okkur stuðning Vigfús hefur ekki gleymt þegar Árni sonur hans og félagar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grun- aðir um að vera sekir um þá vit- neskju að lánsfé til þeirra væri illa fegnið. f Hæstarétti í vikunni töldu verj- endur Árna og félaga í varnarræðum sínum að sakborningar hefðu í Árni stendur fastur á að hafa ekki vitað annað en að f lagi væri með lánveiting- una Hann hefur haft mikið að gera þann tíma sem hann hefur beðið dóms ennú hillir undir niðurstöðu þegar Hæstiréttur kveður upp úrskurð sinn. mesta lagi sýnt af sér gáleysi. Þar kom einnig fram að Árni hefði að- eins hitt Sveinbjörn nokkrum sinn- um og það hefði alls ekki verið óeðli- legt að leita til Símans til að fá lánað fé. Það kom einmitt fram í ræðum verjenda að Síminn hefði lánað öðr- um fé og þau fyrirtæki voru nefnd á nafii í réttinum sem þáðu það fé að láni. Séra Vigfús tekur undir og segist hafa tekið eftir þessu. „Ég er bjart- sýnn á að Árni verði sýknaður en tek því sem að höndum ber,“ segir hann og rifjar upp dagana þegar allt þetta fór af stað og lætin voru hvað mest. „Fjölmiðlar greindu frá þessu með miklum og stórum fyrirsögnum. Fjöldi manns hafði samband við okkur og sýndi okkur stuðning. Tölvupóstur sem okkur barst skipti hundruðum frá vinum okkar og kunningjum. Jafnvel frá ókunnu fólki. Allt þetta fólk sýndi hug sinn og við erum því afskaplega þakklát," segir hann og hugsar til baka til þessara erfiðu daga. Snjall og hugmyndaríkur sonur Vigfús segist alltaf hafa verið stoltur af Árna syni sínum. „Það voru svo margir á Skjá einum og í vinahópi hans sem höfðu samband þegar þetta gerðist. Allt þetta fólk talaði um hvað gott væri að vinna með honum, hve snjall og hugmyndaríkur hann væri og kváð- ust alls ekki trúa að hann hefði gerst brotlegur við lög. Samstarfsmenn hans þar sögðu mér að hann hefði verið önnum kafinn við að búa til sjónvarpsefni og hefði einbeitt sér að því. Mér þótti óskaplega vænt um ummæli allra þessara vina og vinnu- félaga," segir hann og brosir. Úr Vogunum eins og Bubbi og Ingibjörg Vigfús er alinn upp í Vogahverf- inu og þar sleit hann barnsskónum. Hann minnist uppvaxtaráranna með mikilli ánægju en í hverfinu var mikið af börnum á þeim árum. „Um svipað leyti voru þau Bubbi, Ingi- björg Sófiún, Einar Már og fleiri þar í skóla og það var mikið fjör. Við lék- um okkur mikið á auðum svæðum sem voru víða og á kvöldin iðuðu göturnar af börnum í leik. Um upp- eldisárin á ég góðar minningar," segir hann og það er ekki laust við að hann verði dreyminn á svip þegar hann talar um löngu fiðna, áhyggju- lausa daga. Hann játar að það hafi verið gaman að lifa á þessum árum, þegar allt var með öðrum brag, ekk- ert vídeó eða tölvuleikir, bara rann- sóknarleiðangrar niður í fjöru, kringum Vatnagarðana eða í móana við Álfheima. Vigfús fór í Kennaraskólann og útskrifaðist þaðan stúdent. Hann segist ekki hafa verið viss hvað hann ætlaði sér en líklega hafi blundað í honum frá því hann man eftir sér að verða prestur. „Ég held eigi að síður að alfir aðrir hafi verið miklu vissari um það en ég sjálfur," segir hann kankvís og rifjar upp sögu sem hann hefur oft sagt áður frá því hann var smápolli. „Þá fór ég með ömmu í Hallgrímskirkju en að öllum líkind- um hafa þeir verið annaðhvort séra Sigurbjörn eða séra Jakob að messa. Eftir að við komum heim til ömmu lokaði ég mig inni í kyndiklefa en þar var þvottur á snúru. Ég tók sokka af afa og lagði þá á axlirnar og mess- aði síðan yfir kyndiklefanum sem var söfiiuðurinn. Kannski þá hafi verið lagður grunnur að ffamtíðinni. Ég skal ekki segja en ég fór í guð- fræði í Háskólanum og var mjög virkur í félagslífinu. Var bæði í Stúd- entaráði og formaður Félags guð- fræðinema," segir Vigfús sem eftir vígslu var kjörinn sóknarprestur á Siglufirði. Afar góð ár í Grafarvogssókn Áður fóru hann og kona hans, Elín Pálsdóttir, í framhaldsnám til Múnchen í Þýskalandi en þar fædd- ist einmitt Árni, elsti sonurinn. Vig- fús segir að á Siglufirði hafi verið gott að búa. Atvinnulíf hafi verið með ágætum og menningar- og fé- lagsfi'f í blóma. Séra Vigfús var í bæj- arstjórn og bæjarráði og það var nóg að starfa. „Það er gott að vera úti á landi og ala upp börn þar og við kunnum í alla staði afskaplega vel við okkur. Við ætíuðum ekkert að fara þaðan í burtu," segir hann og ri^ar upp hvað olli því. „Við ákváð- um að fara í framhaldsnám til Kali- forníu og ég fékk leyfi frá störfúm á meðan. Vorum í Burkley-háskóla og nutum þess vel að skipta um „Um svipað leyti voru þau Bubbi, Ingibjörg Sólrún, Einar Már og fleiri þar í skóla og það var mikið fjör. Við lékum okkur mikið á auðum svæðum sem voru víða og á kvöldin iðuðu göturnar afbörnum íleik." „Ég hefenga ástæðu til að efast um það sem Árni sagði mér þegar hann skýrði mér frá sinni hlið mála. Þeir sem eiga börn vita innst inni hvort þau eru að segja satt. Og svo má ekki gleyma að ég þekki Árna svo vel að ég veit að það er útilok- að að hann sé sekur íþessu máli." DV-MYND HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.