Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005
Fréttir DV
Sigurjón Þórðarson Þingmað-
urinn fékk afhent umslag spari-
sjóðsstjórans fyrrverandi með 18
blaðsíðna rafmagnsreikningi
uppá lóOprósenta hækkun.
Björgvin Brynjólfsson
Hefur alltafstaðiö ískilum
á82ára langri ævi sinni
þartilnú.
Ofsaakstur
við Blönduós
Lögreglan á Blönduósi
stöðvaði þrjá ökumenn á yflr
hundrað og þrjátíu kílómetra
hraða á þjóðvegi eitt í gær.
Allir ökumennimir eiga von
á sektarboði. Þá voru sjö aðr-
ir ökumenn hirtir fyrir væg-
ari brot á hraðatakmörkun-
um. Allir ökumennimir tíu
vom teknir á milli klukkan
tólf og fimm í gærdag. Að
sögn lögreglunnar á Blöndu-
ósi var mikil umferð ffam hjá
bænum. Helst var þar um
ungt fólk að ræða og taldi
lögreglan það tengjast
söngvakeppni framhalds-
skólana sem haldin verður á
Akureyriíkvöld.
HASKOUNN t RtYKIAVÍK
Háskóli í
Nauthólsvík
Tekin verður ákvörðun
um staðsetningu nýs sam-
einaðs háskóla Tæknihá-
skóla íslands og Háskólans í
Reykjavík á miðvikudaginn í
næstu viku. Að sögn Þorkels
Sigurlaugssonar verkefna-
stjóra fyrir hönd Háskólans í
Reykjavík koma aðeins tveir
staðir til greina - Urðarholt í
Garðabæ og Vatnsmýrin,
milli Loftleiða og Nauthóls-
víkur, í Reykjavík. Borgarráð
Reykjavíkur samþykkti í vik-
unni þá staðsetningu þanni
að „nú er valið undir nefnd-
inni komið," eins og Þorkell
orðar það.
160 prósenta hækkun hefur oröið á rafmagnsreikningi hins 82 ára gamla fyrrver-
andi sparisjóðsstjóra á Skagaströnd, Björgvins Brynjólfssonar Ástæðan er breytt
raforkulög. Björgvin er hættur að borga rafmagnsreikninginn.
Fyppverandi bankastjóri
hættir aö borga rafmagns-
reikninginn
„Ég borga aldrei þennan rafmagnsreikning nema ég verði dæmd-
ur til þess af yfirvöldum," segir Björgvin Brynjólfsson, 82 ára gam-
all fyrrverandi Sparisjóðsstjóri á Skagaströnd, sem fékk rafmagns-
reikning á 18 blaðsíðum inn um bréfalúguna fyrir skemmstu.
Reikningurinn hækkaði 160 prósent eftir skipulagsbreytingar sem
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra náði í gegn.
Björgvin er eitt af fórnarlömb-
um nýrra raforkulaga sem tóku
gildi í byrjun ársins, meðal annars í
þeim tilgangi að gera fyrir-
tækjum auðveldara um
vik að stofna til stór-
iðju. Þá er ætlunin að
auka samkeppni
milli framleiðenda
og flytjenda raforku.
Reglusamur
borgunarmaður
Síðasta reikning átti
hann að greiða 6.
apríl síðast-
liðinn,
máli
aldrei þessu vant borgaði hann
ekki. „Ég hef aldrei átt neina
ógreidda reikninga. Þetta verður þá
í fyrsta skiptið.á ævinni sem mér
verður stefnt fyrir vanskil, enda er
þetta ósvífnasti reikningur sem
ég hef fengið," segir Björgvin,
sem hefur víðtæka reynslu á
sviði reikninga. „Ég hef unnið
á skrifstofu stóran hluta æv-
innar og lesið alls konar
plögg en ég botnaði ekkert í
þessum reikningi. Þessir
pappírar eru ekki á manna-
35 þúsunda
króna
hækkun
Reikn-
ingur Björg-
vins hækk-
aði um 35
þúsund
krónur á
Tv Nýtt á Islandi
Sýning í Kringlunni 14. - 20. apríl
Arftaki fellihýsa
hjólhýsi með fellanlegu þaki
RUBIS I Stærðir:
310 - 430 cm.
>
Svefnpláss fyrir 2 - 5.
1 :: I
Kemst í bílskúr
EUROSPORT • Sími 662 0700
milli mánaða, úr 22 þusundum í
22 þi
1. „Eg
rúmlega 57 þúsund. „Ég las í blöð-
um og heyrði í hljóðvarpi að reikn-
að væri með 5 lil 6 prósenta hækk-
un í mesta lagi. En þetta hjá mér er
brjálæði. Kjarni málsins er sá að
það hefur ekkert breyst á milli
mánaða nema reikningsaðferðin,"
segir hann og bætir við að hann
hafi rætt við þingmann um málið.
Þingmaður í Kántrýbæ
Þingmaðurinn sem Björgvin
ræddi við er Sigurjón Þórðarson
hjá Frjálslynda flokknum. Björgvin
gerði sér ferð í Kántrýbæ í fyrra-
kvöld og afhenti þingmanninum
plöggin án málalenginga. „Hann
rétti mér rafmagnsreikninginn í
stóru umslagi. Við talningu reynd-
ist hann vera á 18 blaðsíðum. Og
illskiljanlegur eftir því. Þetta er eins
og í lygasögu. Þessar breytingar eru
kynntar með því að það verði eng-
inn aukinn kostnaður í kerfinu,"
segir þingmaðurinn sem telur
dæmi sparisjóðsstjórans fyrrver-
andi á Skagaströnd ekki til fyrir-
myndar fyrir markaðsvæðingu raf-
orkukerfisins.
„Ég hefunnið á skríf-
stofu stóran hluta æv-
innar og lesið alls
konar plögg en ég
botnaði ekkert í þess-
um reikningi"
Ódýrara fyrir stórfyrirtæki
Breytt raforkulög fela í sér að
dreifing og sala orku eru aðskilin.
Rafmagnsveita ríkisins greindi frá
því á vef sínum tveimur dögum
áður en lögin tóku gildi að vegna
breyttra aðstæðna myndi upp-
bygging verðskrár breytast. „Þessar
breytingar geta komið misjafnlega
út hjá viðskiptavinum, en að jafn-
aði er nú aðeins um að ræða verð-
hækkun til að mæta verðlagsþróun
undanfarin misseri, tæplega þó.“
Þó segir Rafmagnsveitan einnig
að húshitunarkostnaður muni þó
hækka töluvert, en orkukostnaður
stærri notenda, iðnfyrirtækja og
þess háttar, lækki umtalsvert.
jontrausti@dv.is
Magnús vann ekki
Rangt var farið með
frétt af ákæru á hendur
knattspyrnumannin-
um Magnúsi Má
Lúðvíkssyni í gær.
Sagt var að Eyja-
menn hefðu
unnið sigur í
leik gegn
Valsmönnum í Portúgal á dögun-
um. Hið rétta er að Valur vann
leikinn og er beðist velvirð-
- ingar á þessu. Magnús
Már var hins vegar
r meðal leikmanna í
' leiknum en var
skipt út af í seinni hálfléik.