Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir LAUCARDAGUR 16. APRÍL 2005 73 Magnús Einarsson, banamaður Sæunnar Pálsdóttur, var leiddur fyrir rétt í gær. Hann sýndi enga iðrun í réttarsal og sagði að um manndráp af gáleysi væri að ræða. For- eldrar Sæunnar eru nú með forræði yfir börnum hennar og hafa selt íbúðina sem var vettvangur hroðalegs glæps í nóvember á síðasta ári. Enga iðrun var að finna í orð- um Magnúsar Einarssonar, morðingja Sæunnar Pálsdóttur, sem færður var í réttarsal í gær. Hann viðurkenndi að hafa banað Sæunni en svaraði þyí ekki hvort hann sæi eftir því. Á baugfingri bar Magnús enn giftingarhring- inn sem hann setti upp fyrir fáeinum árum. Réttarhöld hefjast „Ég, héma, hef ákveðið að tjá mig ekki um efni ákæmnnar á þessustigi," sagðiMagnús skjálf- andi röddu í dómsal í gær. Aður hafði hann stormað inn í hús Héraðsdóms Reykjavíkur með svarta möppu fyrir andlitinu, beðið eftir lögfræðmgi sínum og að lokum fjarlægt möppuna og sýnt sitt rétta andlit. Sú ákvörðun Magnúsar að tjá sig ekki um málið olli vandræða- gangi í dómssalnum. Slíkt er nán- ast óheyrt í málum sem þessum. Ósáttur við ákæru Eftir orðaskipti Kolbrúnar Sævarsdóttur, fufltrúa ríkissak- sóknara í málinu, og lögffæðings Magnúsar komst skriður á málið. Magnús lýsti því yfir að hann væri ósáttur við orðalag ákæmnnar á hendur honum. Þar stendur að Magús sé ákærður fýr- ir manndráp, „með því að bregða þvottasnúru um háls hennar og þrengja að með þeim afleiðing- um að hún lést af völdum kyrk- ingar.“ Magnús sagði að þetta væri ekki alveg rétt. Ekki ásetningur „Það hefur aldrei komið fram í yfirheyrslum að svona hafi þetta verið," sagði Magnús og viður- kenndi að hafa þrýst þvottasnúr- unni að hálsi eiginkonu sinnar en ekki að hafa bmgðið henni um hálsinn. Hann bætti við: „Ég tel þetta því ekki að varða við 211. grein almennra hegningarlaga." Þögn sló á salinn. Lögfræðing- ur Magnúsar kvaddi sér hljóðs og sagði: „Það sem Magnús á við er að það hafi ekki verið hans ásetn- ingur að verða henni að bana." Enn með hringinn Sæunn Pálsdóttir er látin og það fyrir hendi Magnúsar sem ber enn giftingarhring þeirra hjóna á baugfingri vinstri handar. Hringurinn sem Sæunn bar er í umsjá foreldra hennar. Hún var ekki jörðuð með hringinn. Réttarhöldunum í gær lauk með ákvörðun um framlengingu gæsluvarðhalds yfir /--------- Magnúsi. Að því loknu var hann leiddur út úr salnum þar sem blaðamaður spurði hann hvort hann sæi virkilega ekki eftir neinu. Magnús svaraði engu heldur þétti takið á svörtu möppunni og hljóp út. Skaðabætur fyrir börnin Foreldrar Sæunnar Pálsdótt- ur, þau Sólveig Bogadóttir og Páll Einarsson í Kópavogi, gera kröfu um þrjár milljónir í skaðabætur vegna láts dóttur sinnar. Fyrir hönd barna Sæunnar er gerð krafa um tæpar 14 milljónir í skaðabætur. Spurður um afstöðu sína til þessara krafna við réttar- höldin í gær vísaði Magnús á lög- fræðinginn. Hann gat. ekki veitt svör við því hvort hann teldi sanngjarnt að börnin fái bætur fyrir móðurmissinn. Forræðið til ömmu og afa Dóttir Sæunnar og Magnúsar er fjögurra ára gömul og sonur þeirra aðeins eins árs. Sólveig og Páll, foreldrar Sæunnar, hafa fengið tímabundið forræði yfir börnunum. Var það gert með samþykki Magnúsar, sem sér ekki I Páll Einarsson og Sólveig I Bogadóttir ForeldrarSæunnar I sem nú eru með forræðiyfir I börnum hennar. berjast íyrir forræðinu. Þegar dómur fellur munu Sólveig og Páll fá fullt forræði yfir börnun- um. „Nú verðum við bara að horfa fram á veginn og koma börnum Sæunnar á legg," sagði Páll í við- tali við DV skömmu eftfr morðið. „Því þótt dóttir okkar sé látin lifir hún enn í þeim." íbúðin seld Þau Sólveig og Páll hafa einnig selt íbúðina þar sem morðið hrottalega var framið. Hluti þeirra peninga sem fengust fyrir íbúðina hefur verið lagður inn á lokaða reikninga í eigu barna Sæ- unnar. Og börnin hafa síðustu mánuði fengið að heimsækja föður sinn á Litla-Hraun. Foreldrar Sæunnar hafa hins veg- ar ekki viljað mæta augum bana- manns dóttur þeirra. Hroðalegur glæpur Fyrsti hluti réttarhaldanna yfir Magnúsi Einarssyni er lokið. Næst tekur aðalmeðferð við og þar fær Magnús ekki að sitja hljóður líkt og hann gerði í gær. Morðið á Sæunni Pálsdóttur vakti mikinn óhug meðal þjóðar- innar. Mörgum þótti óskiljanlegt að eiginmaður hennar, virtur verkfræðingur og vel liðinn mað- ur, skyldi fremja svona hroðaleg- an glæp. Magnús á yfir höfði sér langan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Málsvöm hans mun hljóma í réttarsal þegar aðalmeðferð tekur við. simon@dv.is T/p*.*x * * . ,* » ■* * * Stúlka sem fór í afdrifaríka sólarlandaferð Dæmdar 11 milljónir fyrir látinn kærasta Tryggingamiðstöðin hf. var í gær dæmd til að greiða Hafdísi Perlu Hafsteinsdóttur tæplega 11 mill- jóna króna í dánarbætur.vegna láts sambýlismanns hennar, Hlyns Þórs Sigurjónssonar. Hlynur lést af slysförum þegar hann og Hafdís voru saman í fríi á Spáni í janúar árið 2000. Tryggingamiðstöðin hafði áður greitt foreldmm Hlyns 10 milljónir króna í bætur vegna láts sonar þeirra en Hafdís taldi sig eiga rétt á bótunum vegna tryggingar sem Hlynur hafði fengið þegar hann borgaði ferð þeirra beggja með VISA-korti sínu. Umdeilt var hvort hún ætti rétt á bótunum þar sem kortið og tryggingin var á hans nafni. Við meðferð málsins greindi Hafdísi og foreldmm Hlyns á hversu lengi sambúð þeirra hafði varað. Hafdís, sem nú er 25 ára, sagði sambúðina hafa staðið yfir í rúmlega eitt ár en foreldrarnir sögðu að um enga raunveru- _ lega sambúð hafi verið að isT ræða. Tryggingin hefði ekki == náð til Hafdísar nema sannað væri að sambúðin hafi staðið ~ yfir í að minnsta kosti eitt ár. S Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að framburður Haf- dísar væri áreiðanlegur. Sannað væri að fjárhagur þeirra hafi verið sameiginlegur auk þess - sem óyggjandi væri að þau hafi 1 verið í sambúð. á yggingamiðstöðin Hefurþegar eitt forleldrum látins manns tíu ilijónir króna i bætur ogernú gert að eiða kærstunni sömu bætur. Kærastan vill aiilljana- bætur íoreldranna DV 22. september 2004 Vildi miiijóna- bæturnar og fær þær ef dómurinn helst óbreyttur. Borgarstjóri fékkflugu Kristján Þór Júlíusson færði Steinunni Valdísi Óskarsdóttur nýja veiðiflugu sem hann kallar gjaldfrjálsa gæðaflugu á árlegum samráðsfundi Landsvirkjunar í síðustu viku. Nafn flugunnar vís- ar til slagorðs Akureyrarbæjar „öll lífsins gæði“ og umræðu um gjaldfrjálsa leikskóla sem Akur- eyrarbær hafði frumkvæði að. Steinunn Valdís var himinlifandi með þessa sérhönnuðu flugu en veiði er sameiginlegt áhugamál þeirra Kristjáns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.