Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDACUR 16. APRÍL 2005 Helgarblað DV Elín Reynisdóttir förðunarfræðingur var fyrsta stúlkan til að vera valin andlit No Name. Hún var líka valin ungfrú Hollywood á sínum tíma og hefur búið bæði í Los Angeles og London. Elín ætlaði sér ekki að staldra lengi við heima en örlögin gripu í taumana og nú er hún tveggja barna móðir í Vesturbænum auk þess að vera ein eftirsóttasta sminka landsins. tr Q Dnn ðrnumurinn nnn Eg lenti eiginlega óvart í þessum bransa," segir Elín Reynisdóttir förð- unarfræðingur og bætir við að þótt hún hafi mjög mikinn áhuga á förðun í dag hafi hún aldrei stefnt að því að leggja fagið fyrir sig. „Ég slysaðist eiginlega inn í þetta en það var aidrei planið. í dag er ég samt him- inlifandi með þetta starfsval enda gæti ég ekki verið í betri vinnu.'* Ungfrú Hollywood Elín flutti oft á æskuárum sín- um og segist varla hafa stoppað lengur en tvö ár í hverjum skóla. Þegar hún var átta ára flutti fjöl- skylda hennar til Svíþjóðar en tveimur árum síðar fluttu þau heim og á Seltjamamesið þar sem hún gekk í gagnfræðaskóla. Eftir að hafa farið nokkrar annir f Menntaskólann við Hamrahlíð var Elínu boðið að taka þátt í keppn- inni Ungfrú Hollywood, sem hún sigraði í, enda stórglæsileg og jafn- vel enn glæsilegri en nú 15 árum síðar. „Þetta var í síðasta skiptið sem þessi keppni var haldin og það var gert rosalega mikið úr þessu," segir Elín og bætir við að hún hafi verið elsti keppandinn. „Ég var 22 ára og fannst þetta alveg æðislega gaman. í verðlaun fékk ég svo ferð til Hollywood sem var alveg frábært." Eftir heimkomuna langaði Elínu að upplifa fleiri ævintýri og „Þetta gerðist alveg óvart en ég er afar hamingjusöm með þetta allt í dag enda fékk ég heilbrigð og fullkomin börn dreif sig því aftur út til Bandaríkj- anna. Hún ákvað að fara til Los Angeles til að reyna að fá vinnu en segist aldrei hafa stefnt á að meika það í leiklistinni enda sé hún skelfileg leikkona. „Ég hafði kynnst fullt af fólki þarna og langaði að prófa eitthvað nýtt. Eg hef aldrei verið hrædd við nýjungar og ef til vill mætti segja að ég væri svolítið kærulaus. í rauninni langaði mig mest að fara eitthvað burt frá ís- landi." Ráðsett tveggja barna móðir Elín hitti íslenskar stelpur í Bandaríkjunum sem vom að læra förðun og báðu hana að sitja fyrir hjá sér. Hún segist síðan hafa smit- ast af áhuga þeirra á faginu. „Ég dvaldi þarna úti í tvö ár, skólinn tók eitt og hálft ár og svo var mað- ur meira og minna að vinna ffítt. Ég var að safna upp í ferilskrá enda ætlaði ég mér á þessum tíma að vinna við þetta í framtíðinni þarna úti," segir Elín og bætir við að hún hafi aðeins komið til íslands aftur til að redda græna kortinu. „Ég ætíaði ekkert að stoppa heima, bara rétt að redda peningamálun- um, fá græna kortið og drífa mig svo út aftur. En þá hitti ég mann- inn minn og varð ófrísk fljótíega," segir hún brosandi. Eiginmaður Elínar heitir Ingv- ar Már og starfar sem flug- umferðarstjóri. Þau eiga tvö börn, Oliver sem er 10 ára, og Kolbrúnu Maríu sem er 4 ára. „Við emm búin að vera sam- an í 11 ár. Hann er alveg rosa- lega traustur og skemmtilegur maður og næstum of fullkominn og við erum mjög góðir vinir," seg- ir Elín og bætir við að hún geri oft grín að sjálfri sér að vera orðin ráð- sett, tveggja barnamóðir í Vestur- bænum. „Þetta var mjög ólíkt mér á þessum tíma enda sá ég mig aldrei fyrir mér í þessari aðstöðu. Þetta gerðist alveg óvart en ég er afar hamingjusöm með þetta allt í dag enda fékk ég heilbrigð og full- komin böm. Ég hefði samt alls ekki viljað missa af allri þessu reynslu sem ég öðlaðist, bæði í LA og svo í London, en þangað fór ég sem au- pair þegar ég var 18 ára. Ég er búin að gera mjög margt í lífinu og gæti ábyggilega skrifað um það bók,“ segir hún kímin og bætir við að henni hafi liðið afar vel aleinni úti í löndum. Á leið á Eurovision Það er nóg að gera hjá Elínu í förðuninni enda ein vinsælasta sminka á landinu. Hún starfar hjá Sjónvarpinu auk þess að vera frílans svo vinnutími hennar er afar fjölbreytilegur. Þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum fékk hún strax vinnu en hún starf- aði hjá Þjóðleikhúsinu í nokkurn tíma og svo í Borgarleikhúsinu í sjö ár. „Ég hætti þar enda var kominn tími til að breyta til. í dag er alveg brjálað að gera, ég er að vinna á RÚV og svo hingað og þangað fyrir auglýsingar, blöð, tónlistarmyndbönd og fyrir árs- hátíðir og brúðkaup svo ég hef nóg að gera." Elín er í Eurovision-hópnum sem heldur til Kíev í Úkraínu 19. maí næstkomandi en Elín er for- fallinn aðdáandi Eurovison og þvf er ákveðinn draumur að rætast hjá henni. „Ég er algjör Eurovision- nörd og var yfir mig ánægð þegar Selma hringdi í mig og bað mig um að taka þátt. Þetta var alltaf draumurinn sem nú er að rætast og mér finnst það firábært," segir hún hlæjandi. „Ég hef aldrei misst af Eurovision og er þegar búin að fara í gegnum öll lögin á netinu og horfa á myndböndin," segir hún spennt og bætir aðspurð við að hún sé líklega einna mest hrifin af sænska laginu. „Verst að Svíþjóð vann þegar Selma keppti síðast en ég held líka að Selmu eigi eftir að ganga rosalega vel, hún gæti alveg unnið þetta." Fyrsta No Name-stúlkan Eftir Hollywood-keppnina var Elín valin No Name-stúlka og var sú fyrsta sem hlaut þann titil. Hún keppti samt aldrei í hefðbundinni fegurðarsamkeppni enda fannst henni nóg að hafa tekið þátt í einni slíkri. í kjölfar Ungfrú Holly- wood tók við strangur undirbún- ingur fyrir Miss Queen of the World en keppnin var felld niður þar sem Persaflóastríðið var í al- gleymingi á þeim tíma. Eftir Hollywood-keppnina hélt hún til Spánar til að sitja fyrir í auglýsing- um og þegar hún var að taka sig til fýrir heimferðina fékk hún sfm- hringingu um að hætt hefði verið við stóru keppnina. „Vinkona mín var fararstjóri á Spáni og í staðinn fyrir að drífa mig heim framlengdi ég ferðina um mánuð og skemmti mér vel, „Mér finnst allir líta beturr út með aldrin- um. Aldur er líka eitt- hvað sem maður á ekki að hafa áhyggj- ur af, það eldast allir með manni hvort sem er." dauðfegin að hafa ekki þurft að fara heim og í stranga megrun," segir Elín hlæjandi þegar hún rifj- ar þetta upp. Langar í þriðja barnið Elín hefur verið áberandi í skemmtanalífinu í gegnum tíðina enda ekki annað hægt en taka eftir henni hvar sem hún fer. Dökka hárið er í fallegum lokkum og það er eiginlega ótrúlegt að þessi kona skuli vera 36 ára göm- ul. Sjálf segist hún taka aldrinum fagnandi enda ekki annað hægt. „Mér líst mjög vel á að eldast enda verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra hjá mér," segir hún hlæjandi. „Ég verð líka alltaf ánægðari með mig enda finnst mér allir líta betur út með aldrin- um. Aldur er líka eitthvað sem maður á ekki að hafa áhyggjur af, það eldast allir með manni hvort sem er. Svo er líka alltaf hægt að skella sér í einhverja fegrunarað- gerð," segir hún hlæjandi og í gríni. „Ég viðurkenni alveg að mér finnst skemmtilegt að kíkja út á lífið enda er ég mikil félagsvera. Ég get ekki verið mikið lokuð heima hjá mér og finnst gaman að vera með fólki." Hún segist ekki vera í barna- hugleiðingum þótt hún væri til í að eignast þriðja barnið. Nú sé lífið hins vegar orðið afar þægilegt og börnin löngu hætt að nota bl- eyju. „Ég er mjög ham- ingjusöm í dag enda er ég alltaf svo jákvæð. Einn af stóru draumunum mín- um er í þann veginn að rætast og ég er búin að eignast börn, það var alltaf takmarkið, en svo á ég eftir að verða ríkari," segir hún hlæjandi. „Ég gæti heldur ekki verið hamingjusamari með vinn- una enda hentar þessi vinnutími mér mjög vel og ég er ekki ein af þeim sem gæti unnið 9-5 vinnu. Starfið mitt er fjölbreytt og ég á góða fjölskyldu svo ég gæti ekki haft það betra." indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.