Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 Fréttir DV Staðreyndir um Aron Pálma Flyturti! Houston Aron Pálmi flytur tveggja ára til Bandaríkj- anna ásamt móður sinni en áður hafði móðir hans kynnst manni í Houston sem gekk Aroni í föður- stað. Ellefu ára í læknisieik Aron Pálmi var að tuskast við sex ára vin sinn þegar hann var sjálfur ellefu ára. Litli strákurinn ögraði Aroni og öðrum börnum, girti niður um sig og sagði „Suck my dick", eða sjúgðu á mér typpið, sem Aron gerði í stutta stund. Þrettán ára fyrir dómara Aron Pálmi hafði nýlokið við að heimsækja fjölskyldu sína á ís- landi þar sem Þórsmörk var heimsótt, þegar hann var kærður fyrir „alvarlegt kynferðisbrot" gegn öðru barni og dvelur allt það ár í stofufangelsi og bíður dóms. Sækjandinn í málinu, Mike Trent, krafðist fjörutíu ára fangelsis yfir Aroni Pálma en dóm- arinn Iét tíu ár duga. Aron hefur ekki heyrt í föður sínum á ís- landi upp ff á þeim degi að hann var dæmd- ur. Kemst hjá fullorðinsfangelsi Þegar Aron hafði náð 17 ára aldri gerði Mike Trent kröfu um að hann yrði fluttur í fangelsi fyrir fullorðna, þvert á venjur í Texas- ríki var þessari kröfu hafnað. íslenskur ræðismaður í Texas, sendiherra í Washington og fleiri senda bréf þar sem framsals er krafist. Því er enn ósvarað. Á reynslulausn Aron var settur á reynslulausn fyrir um einu og hálfú ári; eftir að hafa afplánað 7 ár í unglingafangelsinu Gildings þar sem hann sætti meðal ann- ars ofbeldi samfanga í fangelsinu þar sem klfkur og of- beldi eru dag- legt brauð h enda fang- 1P elsið í raun fullorðins- fangelsi V fyrirbörn, W eins og for- f stöðumaður ____ barnahússins í Texas kallaði það. í ökklaband Aron fær ökklaband sem tengt er við GPS-staðsetning- artæki. Hann fær hús á leigu í fá- tækrahveifi í Beaumont í Texas þar sem fyrsta verk leigusalans er að tilkynna öllum nágrönnum að „kynferðisbrotamaður" sé fluttur í hverfið auk þess sem mynd og upplýsingar um hann em settar á netið; hvort tveggja er í takt við lög í fylki kúrekanna. Sálfræðingur og skilorðsfulltrúi em í reglulegu sam- bandi við hann lfka og hafa beitt sér. í og Úr vinnu Aron óskar eftir að fá að stunda vinnu og fær leyfi til þess. Fer að vinna í einkennis- búningaverslun, þar sem lög- reglubúningar em meðal vam- ings. Skilorðsfulltrúinn mat það hins vegar þannig að Aron gæti notfært sér lögreglubúningana til að flýja og lét hann því hætta; hann hefur ekki fengið að stunda vinnu síðan. Bíður lausnar Aron Pálmi bfður á heimili sínu í Beaumont eftir lausn ffá refsiglöðum yfirvöldum í Texas sem verður þann 27. ágúst 2007. Les og reynir að stytta tímann með því að skrifa eigin sögu milli þess sem hann fer í gönguferðir á einu tvo stað- ina sem hann má heimsækja; matvörubúðina og þvottahúsið auk sálfræðiviðtalanna. I Aron Pálmi Ágústsson var sviptur sjálfsögðu frelsi barns þrettán ára gamall. Hann segir nú, sjö árum seinna, að hann hafi oft verið kominn að því að gefast upp á lífinu en stuðningur fjölskyldu hans hafi haldið í sér lífinu. Hann les ævisögur og skrifar sína eigin meðan hann hlustar á Björk sem hann segir minna sig á heimalandið ísland. Hlustar á Björk og bíður heimkomunnar Aron segir erfítt að lýsa þeirri reynslu sem hann hefur að baki. Stanslaus ótti er meðal þess sem fylgir því að vera skjólstæðing- ur fangelsisyfirvalda í Texas, sem að sögn Arons semja reglurnar eftir eigin hentugleik. Aron er þó ótrúlega brattur og brotnar ekki þó oft hafi munað litlu. Hann viðurkennir fúslega að lífið hafi oft verið orðið það erfitt að aðeins ein leið hafi virst út; að taka eig- ið líf. Þeirri hugsun bægi hann þó jafnan fljótt frá sér þegar hann hugsi um fjölskylduna og þá sem reynst hafa honum vel. „Dagamir eru voðalega mikið eins hér hjá mér,“ segir Aron í samtali við DV í gær, þá nývaknaður og búinn að þvo þvott og gera hreint. „Eg hef fasta punkta í tilverunni eins og að fara út í búð, þvottahús og til sálffæðingsins. Svo hlusta ég á tónlist. Björk er í miklu uppáhaldi hjá mér, hún minnir mig á ísland," bætir hann við. Hann sækir einnig hópmeðferð sem hann segir reyna á sig í hvert skipti. í meðferð með barnaníðingum Þar sem Aron fékk dóm fyrir kyn- ferðisbrot, sem eins og fram kemur á síðunni hefði að öll- líkindum verið talið óvitaskapur eða fiflagangur hjá bömum á íslandi, þarf hann að sækja hópmeðferð með dæmdum bamamðingum á reynslu- lausn. Flestir þeirra em tuttugu árum eldri en hann og eiga að baki dóma fyrir glæpi sem flestum myndi óa við að nefna á nafii. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og hefur áhrif á mig,“ segir Aron sem játar fúslega að ______ hann þurfi stundum að minna sjálfan sig á að hann sé þrátt fyrir allt ekki í hópi með þessum mönnum. v„Ég verð að muna að , ég er venjulegur maður þótt saga mfn sé eifið. Ég er 11 ekkert öðmvísi en Minnir hann á (sland Björk Guömundsdóttir er meðai uppáhaldstónlist- armanna Arons Pálma. aðrir og má ekki dæma aðra.“ Vinurinn drepinn í fangelsi Á þeim sjö árum sem Aron dvaldi í unglingafangelsinu Gildings missti hann allt samband við æskuvini sína í Houston. Vinir hans nú em flestir annaðhvort fyrrverandi samfangar hans eða starfsfólk fangelsisins sem reyndist honum um margt vel að hans sögn. Aron slapp sem kunnugt er við að vera færður í fangelsi fyrir fullorðna þegar hann var 17 ára gamall. Lýsa kunnugir því sem kraftaverki enda fá- títt að beiðnum um slíkan flutning sé hafnað. Vinur Arons var ekki svo heppinn. Hann lést tveimur mánuð- um eftir flutning í fangelsið. „Fangelsin hér em slæm og hann lifði einfaldlega ekki af; var myrtur tveimur mánuðum eftir að hann var fluttur," segir Aron og röddin segir allt um alvarleika málsins. Útmálaður níðingur Stjómvöld f Texas líta á Aron Pálma sem ótýndan glæpamann og hættulegan sem slíkan. Þannig þurfti eigandi hússins sem Aron býr nú í að ganga hús úr húsi í hverfinu og tilkynna nágrönnum að dæmdur kynferðis- afbrotamaður væri fluttur í hverfið. Einnig má finna myndir og upplýs- „Svo hlusta ég á tón- list. Björk erí miklu uppáhaldi hjá mér, hún minnir mig á ís- land" ingar um Aron Pálma á heimasíðu á netinu þar sem nöfn og upplýsingar um bamaníðinga er að finna. „Ég hef samt sloppið við áreiti,“ segir Aron. „Ég hef fehgið nokkur sím- töl þar sem mér er hótað en það er allt og sumt," bætir hann við og virðist ótrúlega rólegur yfir því sem flestum löndum hans finnst eins og léleg bíó- mynd. Sagan endar á íslandi Eins og íram kom í DV f gær nýtir Aron Pálmi tímann í stofufangelsinu í að skrifa sögu sína. Hann kveðst von- ast til að fá að gefa söguna út hér á landi þegar hann kemst heim. „Sem verður vonandi sem fyrst," bætir Aron við snöggt. Hann segir það taka á að skrifa söguna; sögu sem flestum óar við að heyra, hvað þá að lenda í og rifja upp. Aðspurður hvemig hann vilji láta söguna enda, stendur ekki á svari. ,Á íslandi. Heima með fjölskyldunni og laus við hræðsluna og áhyggjumar sem ég hef hér núna,“ segir Aron, sem kveðst hlakka til að fá frænku sína Val- gerði og aðra úr fjölskyldunni út í heimsókn í sumar. „Það verður gott,“ segir hann. helgi@dv.is Fær góðar gjafir Aron Pálmi mun á næstu dögum fá sendan til sín pakka frá íslandi en í honum er íslensk tónlist og fleira sem hann á að vonum erfitt með að nálgast í stofufang- elsinu ytra. Smekkleysa, Geimsteinn og fleiri aðilar bmgðust skjótt við þegar óskað var eftir efni f pakkann handa Aroni Pálma og meðal þess em þrír geisla- diskar Bjarkar Guðmundsdóttur sem eins og fram kemur í viðtali hér á síð- unni er einn af hans uppáhaldstónlistarmönnum. Móðursystir Arons Pálma, Valgerður Hermannsdóttir, reiddist utanríkisráðherra „Davíð ætti að skammast sín" „Við viljum ekki byggja upp von hjá honum, sem síðan brestur, eins og reynslan hefur því miður kennt okkur," segir Valgerður Hermanns- dóttir, móðursystir Arons Pálma.“Nú einbeitum við okkur frekar að því að Aroni h'ði bærilega þennan tíma sem eftir er.“ Valgerður og [ Aron em í daglegu , sambandi gegn- j um sfina en hún ! hefur eytt miklum tíma í að reyna að fá frænda sinn lausan úr fangelsi ogmeðal Gafst hann upp of snemma? Davlö Odds- son utanrlkisráðherra sagði fullreynt með lausn Arons Pálma. Frænkan vill að hann beiti sér fyrir þvl að ökklabandið verði tekið afhonum íþað mirnsta enda hafiþegar verið slegið þarmet. Ósátt við Davfð „Petta sýnir auðvitað bara að Davlð hefur hvorki sett sig inn I málið né heldur virð- isthann hafaáhuga á að gera það.“ annars leitað til íslenskra stjómvalda um aðstoð í því skyni. Sú aðstoð hef- ur þó ekki verið í samræmi við óskir hennar og annarra vandamanna hans. Steininn hafi svo tekið úr þegar Davíð Oddsson utanríkisráðherra lýsti því nýverið yfir að hann og ráðu- neyti hans teldu fullreynt með að koma Aroni hingað til lands. „Þetta vom auðvitað mikil von- brigði fyrir okkur en við vissum svo sem að htið hafði gerst í málinu frá Ökklabandið Hérsést ökkla- bandið og stað- setningartækið sem Aron Pálmi beröllum stundum og hefur nú gert I eitt og hálft ár, semaðsögn móðursystur hans er mettimi. hendi íslenskra stjómvalda í nokkum tíma," segir Valgerður, sem þó kveðst hafa orðið mun reiðari en sár þegar Davíð Oddsson sagði í sama viðtali að Aron Pálmi hefði að öllum lfldnd- um fengið sams konar refsingu hér á landi fyrir brot sitt. „Þetta sýnir auðvitað bara að Dav- íð hefur hvorki sett sig inn í máhð né heldur virðist hann hafa áhuga á að gera það,“ segir hún. „Maðurinn ætti auðvitað að skammast sín fyrir þetta.“ Gætu beitt sér því að Aron fer aukið ferðafrel Ökklabandið sem Aro] Pálmi hefur borið samkv; dómsúrskurði í eitt og há é er þar enn þrátt fyrir að V gerður frænka hans segi r hreinum ólíkindum að svi enda þekki menn vart dæ þess að fangar beri slík bö meira en hálft ár. Aron fór á að ökklabandið yrði fjarl nýverið en dómari hafnað „Þetta er auðvitað nokl sem ráðamenn hér gætu b sér fyrir," segir Valgerður. „Þetta ber hann vegna bro sem hann framdi ehefu án gamaU en þrátt fyrir það ei hann beittur sömu frelsisst ingu og er með fanga sem i mun alvarlegri brot, eins o; morð, á samviskunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.