Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 17
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 17 „íþví felst viðurkenning og traust á því sem Árni hefur verið að fást við og mér þykir vænt um að Árna skuli treyst fyrirsvo mikilvægu verkefni." * umhverfi og hrista dáh'tið upp i okk- ur. Þegar við komum til baka var verið að auglýsa eftir presti í Grafar- vogssókn og vinir mínir bentu mér á að sækja um. Ég gerði það og var ráðinn. Þar með var teningunum kastað og ekki aftur snúið," segir hann brosandi og tekur fram að hann hafi aldrei séð eftir því. Þessi sextán ár hafi verið afar góð. Föst regla að fá börn og maka í mat á sunnudögum Séra Vigfús er vinsæll prestur í þessari stærstu sókn landsins. Graf- arvogssókn nálgast óðfluga að telja tuttugu þúsund manns en þegar hann kom til starfa fyrir sextán árum síðan voru meðlimir aðeins 3.300. Síðan hafa fleiri prestar og starfsmenn ráðist til starfa en prest- ar eru nú fimm talsins ef með er tal- in sr. Anna Sigríður Pálsdóttir sem er í námi í Svíþjóð. Vigfús segist þekkja fjölmörg sóknarbama sinna en það segi sig sjálft að einn maður geti ekki hent reiður á öllum þessum fjölda sem nú býr í Grafarvogi. „Auk þess hafa samband við mig mjög margir Sigl- firðingar sem eru brottfluttir og óska eftir þjónustu minni," segir hann og sýpur úr kaffibollanum. Þau hjón, Vigfús og Elín, byggðu sér hús við Logafold þegar afráðið var að þar myndi hann þjóna. Börn- in gengu í skóla í hverfinu en Árni var á fermingaraldri þegar þau komu í Voginn. Vigfús segir að síðan hafi sonur hans ákveðið að fara í Verslunarskólann, en dætumar Þórunn Hulda og Björg hafi farið í menntaskóla. Björg er ljósmyndari en hún lærði í New York og Þómnn Hulda er snyrtifræðingur. Nú em þau öll fullorðin og Þómnn, sú yngsta, hefur gert foreldra sína að afa og ömmu. „Já, hún er fyrst til þess og á litla Elínu Helgu. Það er yndislegt og við höfum mjög gaman af að fá hana til okkar. Ég er einmitt á leið að passa hana um stund eftir vinnu en böm- in koma oft til okkar," segir hann brosmildur og hagræðir sér í sætinu. Bætir síðan við að krakkarnir komi alltaf í mat á sunnudagskvöldum. „Það hefur verið regla hjá okkur að þau komi alltaf með mökum, þegar þau geta, og það er ómetanlegt að fá þau. Það skiptir svo miklu máli að vera í góðu sambandi við bömin sín. Mariko og Árni Þór á mynd sem var tekin áður en þetta leiðindamál kom upp Mariko hefur sýnt mikinn styrk og staðið eins og klettur við bakið á Árna unnusta slnum I þessu erfiða máli. Vænt um að Árna skuli treyst Vigfús dregur enga dul á að frá því erfiðleikarnir gerðu vart við sig hafi fjölskyldan þjappað sér saman. Hann bendir á að það sé ekkert eðlilégra en foreldrar styðji börn sín. „Konan mín er þannig að henni finnst slíkar spurningar út í hött. Hún spyr einfaldlega hvort þurfi að ræða það. í okkar huga er það aug- ljóst að sonur okkar sé saklaus af „Ég fagna því að brátt verði þetta á enda og lífið taki á sig eðlilega mynd að nýju. Við höfum átt miklu lífs- láni að fagna í gegn- um árin, en tökum því sem að höndum ber." þeim áskökunum sem á hann em bornar. Árni var á fullum krafti að hasla sér völl, stóð sig vel og hafði margar áætíanir á prjónunum. Það hefur samt bjargað þeim félögum að þeir hafa haft heilmikið að gera við að setja upp sýningar," segir Vigfús. Vigfús fylgist greinilega með og af orðum hans má ráða að gott samband sé á milli þeirra feðga. Þeir tala mikið saman og Árni segir föður sínum hvað hann sé að fást við. Vigfús segir að það hafi glatt hann að Gunnar Smári skyldi ráða hann til vinnu hjá 365 miðlum við að búa til sjónvarpsefni fyrir ungt fólk. „í því felst viðurkenning og traust á því sem Árni hefur verið að fást við og mér þykir vænt um að Árna skuh treyst fyrir svo mikilvægu verkefni." Bjartsýnn á sýknu Séra Vigfús er bjartsýnn á niður- stöður Hæstaréttar en ekki er langt þar til endanlegar niðurstöður fást í þessu erfiða máli. Það er einlæg trú hans að sonur hans og félagar verði sýknaðir. „Ég fagna því að brátt verði þetta á enda. og lífið taki á sig eðlilega mynd að nýju. Við höfum átt miklu lífsláni að fagna í gegnum árin, en tökum því sem að höndum ber," segir hann um leið og hann fylgir blaðamanni til dyra. Handtak hans er fast og öruggt: Um leið skín sólin beint framan í hann og það hvarflar að okkur að það kunni að vera fyrirboði þess sem koma skal. „Aldrei að vita,“ segir hann bosandi og bætir við: „Gull prófast í eldi og guðhræddir í nauðum ef rétt er á haldið." bergljot@dv.is Tilfinningaþrungin stund i Hæstarrétti Vigfús faðir Árna Þórs telur að verjandi sonar síns hafi fært góð rök fyrir sakleysiÁrnaen það sé ímesta falli hægt að segja að hann hafi sýnt af sér gáleysi en sonur hans sé ekki sekur það sé hann viss um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.