Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 6
264 FRÉYR Opnun sýningarinnar fór fram að við- stöddu fjölmenni, sem þangað hafði verið boðið. Landbúnaðarráðherra, sem var for- seti sýningarráðs, hélt ræðu, Karlakór Reykjavíkur söng, en forseti íslands ■— Hr. Sveinn Björnsson, heiðursforseti sýningar- innar — lýsti hana opna almenningi. — Þótt veður væri óhagstætt komu þúsundir manna strax fyrsta daginn og hvern dag sem sýningin var opin. Kom fólk um lang- vegu úr öllum landshlutum til þess að skoða sýninguna og var það strax almanna rómur, að hún bæri langt af öllum, sem efnt hefir verið til hér. Hér á landi hafa ýmsar sýningar verið haldnar um undanfarin ár, en þær sem mestri hylli hafa náð munu vera garð- yrkjusýningar og svo búsáhaldasýningin 1921, er um mörg ár var vitnað til, sem stórmerks viðburöar í íslenzkri búnaðar- sögu. Má vonandi gera ráð fyrir að sýn- ing þessi marki spor sín í hugi manna og verði að gagni á svo eftirminnilegan hátt, að hún teljist til þeirra atburða, sem efla og styðja búnað á íslandi. Dómur almennings féll á þann veg, aö ástæða er til þess að ætla, að áhrifa henn- ar gæti bæði í orði og á borði um kom- andi ár. Þótt undirritaður teljist í hópi þeirra manna, sem nokkru hafa ráðið um frá- gang og fyrirkomulag sýningar þessarar, þá getur gagnrýni þó komist að. Um sýn- inguna má með sanni segja, að þrátt fyrir óviðráðlegar truflanir og ýmsa annmarka, þá hafi hún, þegar á allt er litið, tekizt svo vel, að vér höfum án kinnroða getað sýnt hana hverjum sem sjá vildi. Víst hefi ég séð sýningar miklu um- fangsmeiri og að ýmsu betur úr garði gerðar, og víst hafa aðrir á að skipa sýn- ingarefni, sem er í ýmsu fullkomnara en það, er vér höfum völ á. En þegar miðað er við fólksfjölda þjóðar vorrar og þeirrar stéttar, sem stóð á bak við þessa sýningu, þá verður að telja að hér hafi þrekvirki HFrá deildinni þar sem mgömul búsáhöld voru til H sýnis.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.