Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 21

Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 21
FRE YR 279 sem eðlilega ráðstöfun og í samræmi við það tók stjórn Stéttarsambandsins reglu- gerð sína um framleiðsluráð landbúnað- arins til endurskoðunar og undirbjó hana sem lög. Þannig frá gengið var kaflinn um framleiðsluráð tekinn inn í frum- varp það til laga um framleiðsluráð land- búnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl., sem rík- isstjórnin flutti á síðasta þingi og sam- þykkt var sem lög, er fengu staðfestingu á öndverðu þessu sumri. Þar eð lög þessi verða að teljast mikils- verð fyrir íslenzka bændastétt, en bændur yfirleitt hafa ekki greiðan aðgang að Stjórnartíðindunum, er viðeigandi að birta þau í Frey þótt þau taki nokkurt rúm í blaðinu, og fara þau hér á eftir. Sem á er minnst var hljótt um starfsemi Stéttar- sambandsins um tíma, meðan það beið eftir hlutverkum þeim, sem því skyldu í hendur fengin samkvæmt löggjöf þessari. Þegar eftir að lögin voru staðfest, hóf- ust störfin. Til þess að annast umsjón daglegra starfa á vegum framleiðsluráðs, réði Stéttarsambandið Svein Tryggvason, ráðunaut, sem framkvæmdastjóra. Sam- kvæmt 1. gr. nefndra laga er framleiðslu- ráðið skipað sem hér segir: 5 mönnum, kosnum af Stéttarsambandi bænda á full- trúaráðsfundi þess, og sé einn þeirra for- maður framleiðsluráðs, og 4 mönnum. er stjórn Stéttarsambandsins skipar sam- kvæmt tilnefningu frá Samb. ísl. samvinnu- féiaga, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Sláturfélagi Suðurlands og mjólkiirbúun- um utan mjólkursölusvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. f framleiðsluráði eiga sæti eftirgreindir menn: 1. Frá Stéttarsambandi bænda: Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi Jón Sigurðsson, alþm., Reynistað Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarhvammi Pétur Jónsson, bóndi Egilsstöðum Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti. 2. Frá Sambandi ísl. samvinnufélaga: Kristjón Kristjónsson, fulltrúi, Rvík. 3. Frá Sláturfélagi Suðurlands: Björn Birnir, bóndi, Grafarholti. 4. Frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík: Sr. Sveinbjörn Högnason, Breiðabólsst. 5. Frá mjólkurbúunum: (Ekki vitað þegar blaðið fór í prentun) Samkvæmt 4. og 5. gr. laganna skal framleiðslukostnaður og verðgrundvöllur söluvara landbúnaðarins fundinn og mið- aður við það, að heildartekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra stétta. Verðgrundvöllurinn skal fundinn af nefnd manna, þrem fulltrúum tilnefnd- um af Stéttarsambandi bænda, einum fulltrúa frá Alþýðusambandi íslands, ein- um frá Landssambandi iðnaðarmanna og einum frá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Nefnd þessi hefir setið á rökstólum um undanfarnar vikur, en í henni áttu sæti: Tilnefndir af Stéttarsambandi bænda: Steingr. Steinþórsson, búnaðarmálastj. Sverrir Gíslason, bóndi, Hvammi Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti. Tilnefndur af Alþýðusamb. íslands: Ingólfur Gunnlaugsson, Reykjavík. Tilnefndur af Landssamb. iðnaðarm.: Einar Gíslason, Reykjavík. Tilnefndur af Sjómannafél. Reykjavíkur: Sæmundur Ólafsson, Reykjavík. Þar eð af lögunum verður séð hver verk- efni liggja fyrir framleiðsluráði, er um leið auðsætt, hvert verður meginhlutverk Stéttarsambandsins um komandi tíma, því að þótt famleiðsluráð sé samkvæmt lög-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.