Freyr - 01.09.1947, Page 7
FREYR
265
í deild garðyrkjumanna
var reistur pýramídi, en
hliðar hans voru þaktar
grœnmeti.
verið unnið. Mannfjöldi hér á landi er ekki
meiri en sá, sem staðið hefir að baki
landshlutasýningum erlendis, þar sem ég
hefi átt hlut að og verið leiðbeinandi eða
áhorfandi, og skal fullyrt, að sumt var á
Landbúnaðarsýningunni veglegra en það
sem ég hefi bezt séð.
Þetta gildir að minnsta kosti um garð-
yrkjusýninguna og handiðnaðarsýninguna,
að ógleymdri sýningu kjötbúðanna, sem
ef til vill var það fullkomnasta, er Land-
búnaðarsýningin geymdi. Höfuðgalli sýn-
ingar vorrar var, að ýmsu utan dyra var
nokkuð áfátt og sumt af því misheppnað
með öllu. Vér íslendingar erum enn
skammt á veg komnir í búfjárræktinni og
höfum auðvitað ekki annað að sýna þar
en það sem til er. Huggun er þó, að kost-
ir skepnanna munu fleiri og betri en af
ytra einkennum verður séð.
Auk hinna einstöku deilda, sem sýning-
arráð og framkvæmdastjórn hafði for-
göngu um, fékk mikill fjöldi fyrirtækja —
verzlana og iðnvera — rúm til þess að
sýna vörur sínar og framleiðslu í auglýs-
inga skyni. Sjálfri sýningunni, sem nið-
ur var raðað frá hendi sýningarráðs, var
skipað í deildir, en fyrir hverri deild
stóð nefnd manna, sem annaðizt fram-
kvæmdir og undirbúning, með aðstoð
arkitekts sýningarinnar og teiknara.
Skal hér í stuttu máli drepið á deildir
þessar. Nákvæm greinargerð hefði verið
vel viðeigandi, en þar eð ákveðið mun að
gefa út bækling um sýninguna, má nægi-
legt telja að lýsing sú, sem þar verður
gefin á hinum einstökum deildum, geym-
ist sem gagn, er greini frá því sem var
til sýnis almenningi árið 1947, á Land-
búnaðarsýningunni í Reykjavík.
Þó mun Freyr verja nokkru rúmi um
komandi mánuði til þess að gera grein