Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1947, Side 5

Freyr - 01.09.1947, Side 5
263 FRÉÝR undirbúningi á sýningarstað, við að inn- rétta flugvélaskýli það ’ið mikla, er leigt var í þessu skyni og við að koma fyrir sýningarmunum, teikningum, málverkum, reisa auka-byggingar, jafna og laga lands- svæði umhverfis sýningarskála og starfa að öllum þeim verkefnum, sem ófrávíkj- anlega þurfti að leysa til þess að gera allt svo úr garði, sem æskilegt þótti. En þrátt fyrir dagvinnu, næturvinnu og helgidagastrit, vai?ð undirbúningi aldrei lokið, því að verkbann hefti síðustu fram- kvæmdirnar. Sýningarsvæðið varð eigi jafnað og slétt- að, svo sem til var ætlazt og margt var þar á ringulreið í þeim mæli, að hlutað- eigendum, sem séð hafa sýningar af svip- uðu tagi á meðal annarra þjóða, fannst mjög til um, að eigi varð bót á ráðin. Á annmarka þennan bættist svo, að á meðan sýningunni stóð voru veður með afbrigðum óhagstæð. Annar meginþáttur sýningarinnar, búfjársýningin, fór í handa- skolum sökum illviðra. Skepnurnar veikt- ust, er þær höfðu dvalið skamma stund á sýningarstáð, og þær varð að flytja burt fyrr en annars mundi verið hafa, ef veður hefðu reynzt hagstæð. Sjálft sýningarsvæðið var hæfilega langt frá höfuðstað landsins, við flugvöllinn í Reykjavík, og aðalhúsakynni sýningarinn- ar voru ákjósanleg til innréttingar, þar sem til þess var leigt flugvélaskýli 80 m að lengd og 30 m að breidd. Til viðbótar húsakosti þessum lét Sam- band íslenzkra samvinnufélaga reisa skála yfir eigin sýningarmuni, og svo var reist kvikmyndaskemma, veitingaskálar og skýli fyrir búféð. Sem á er minnst var sýningin opnuð 28. júní. Stóð hún í 18 daga, eða til 15. júlí. og var sótt af rúmlega 60 þúsund manns. Var fjöldi sýningargesta nokkuð meiri en hinir bjartsýnustu menn, sem að fram- kvæmdum stóðu, nokkurntíma höfðu á- ætlað.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.