Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 17

Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 17
FRE YR 275 en árangur þeirra er ekki kominn almenn- ingi fyrir sjónir enn. Þá er þa'ö auðsætt, að gefa verður gaum gerð þaksins, og tryggja að sem minnst tapist af hita í gegnum það. Sé hey eða hálmur geymt yfir peningshúsum á lofti, eins og algengt er erlendis, þarf ekki að hafa sérstakar áhyggjur vegna hitataps á meðan þykkt heylagsins er 1 m eða meira. Þegar svo þykkt lag er yfir, er engin hætta á að gufa þéttist innan á þaki (lofti). Þak, sem er þannig gert, að einangrun er úr torfi og þykku lagi af heyi (50—100 cm), mun jafnan reynast gott þak. Tölurnar frá sænsku rannsóknunum sýndu, að um þriðjungur hitans smaug í gegnum þakið. Það er ekki tilætlunin, því að hitinn á að fara í gegnum strompinn á þakinu. Þá eru það gluggarnir. í norðanverðri Svíþjóð hafa tvöfaldir gluggar verið not- aðir í öllum húsum um langt skeið, og nú er ekki reist nokkur bygging þar í landi, sem lán er veitt til eða að öðru leyti nýt- ur opinberrar íhlutunar á einn eða annan hátt, nema gluggar séu tvöfaldir. Þrátt fyrir það er þó hætta á, að gufa geti þétzt á gluggum og að vatn geti runn- ið niður í gluggakistu, en til þess að hindra að það staðnæmist þar, er höfð glufa í milli gluggakistu og ramma. Streymir þar inn hreint loft og hindrar myndun döggvar á rúðum. Þá eru gerðar kröfur til þess, að allar hurðir séu tvöfaldar, venjulega gerðar úr borðviði með loftholi á milli, sem fyllt er með sagi. í köldustu hlutum landsins er þetta þó ekki nóg. Þar eru því notaðir feldir eða flekar, sem skotið er fyrir glugga innanvert, á vetrum þegar kaldast er. Og svo eru það veggirnir, sem um er rætt. Það er sérstaklega tekið fram, að þeir ráði mestu um endingu byggingarinnar af því að þeir bera þakið, og ekkert stoðar að þakið sé óbilandi ef veggirnir molna og hrynja og geta ekki borið það. Greint er frá því, að það geti orðið allt of dýrt, ef ekki er tekið tillit til ending- arinnar. Umræddar rannsóknir hafa gefið til- efni til, að nú eru sett fyrirmæli um, að þegar um byggingu peningshúsa er að ræða, sem hita á upp með líkamshita skepnanna einvörðungu, þá sé bezt að haga veggjagerð þannig, að innst sé lag. sem auðvelt er að halda hreinu og þrifalegu, og sá veggur verður að hafa mikið burðar- þol, því að hann ber þakið. Þá komi efni, sem leiðir illa hita — er gott einangrunar- efni — og yzt er svo veggur, sem votviðrin geta ekki unnið á né regnið þrengt sér inn í. Þegar þannig er búið að verja ein- angrunarefnið í miðju veggsins fyrir raka, bæði að utan og innan frá, þá er um að ræða góðan vegg og hlýjan, og þá er hægt að hafa víðan stromp á húsi, er loftræstir vel, og með loftinu, er fer út um stromp- inn fer megin þeirrar gufu, sem er í and- rúmsloftinu. Þá leið á hún að fara og ekki inn í veggina eða þakið, þar sem hún veld- ur eyðileggingu byggingarinnar. Það er mjög mikils vert, að menn öðlist skilning á því, að ending peningshúsanna — og þá sérstaklega fjósanna — er mjög háð því, að loftræstingin sé í lagi, að fúla loftið, rakaþrungna, fari út um strompinn og að hægt sé að hafa vald á því hve ört út- streymi þess er. Flestar gamlar og nýjar byggingar, sem vanrækt hefir verið að loftræsta, bera þess glögg einkenni. Steyptir veggir molna of- an frá og niður eftir, verða skellóttir og skrámaðir og endast illa. Þetta gildir ekki aðeins á þeim slóðum, sem nefndar rann-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.