Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 25

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 25
283 FREYR og standa skil á verðmiðlunargjaldinu. Gjalddagi er, þegar slátrun fer fram, nema framleiðsluráð heimili annað. 12. grein. Framleiðsluráð ákveður um leið og það veitir slátrunarleyfi ár hvert, hversu miklu hverjum leyfishafa ber að halda eftir af verði kjötsins til verðmiðlunar. 13. grein. Slcylt er öllum, sem verzla með sauðfjárafurðir, að láta framleiðsluráði í té allar upplýsingar og skýrslur, er það óskar eftir og þeir geta veitt, viðvíkjandi sölu og söluhorfum á sláturfjárafurðum bæði innan lands og utan. 14. grein. Framleiðsluráð gerir þær ráðstafanir, er það telur þurfa, til þess að innlendi markaðurinn fyrir kjöt og slátur notist sem allra bezt og fullnægt verði sanngjörn- um óskum neytenda. Það hefur eftirlit með allri meðferð sláturfjárafurða, stuðlar að notkun beztu aðferða við geymslu kjötsins og leiðbeinir eða hlutast til um, að gætt sé hagsýni og sparnaðar við slátrun og alla meðferð þessara vara og verzlun með þær. Það getur enn fremur takmarkað flutning á kjöti og öðrum sláturfjárafurðum milli markaðsstaða, ef það telur það hagkvæmara fyrir söluna. 15. grein. Framleiðsluráði er heimilt, ef }:>að telur þess þörf, að láta ákvæði þessara laga uni sölu og verðiniðlun gilda urn aðrar sauðfjárafurðir. IV. KAFLI Um sölu stórgripakjöts. 16. grein. Framleiðsluráð hefur eftirlit með sölu nautgripakjöts og vinnur að því, að það verði flokkað og metið eftir tegundum og gæðum, enda verði verðskráning á kjöt- inu í heildsölu og smásölu miðuð við þá flokkun. Það getur enn fremur ákveðið, að því aðeins sé lieimilt að selja nautgripakjöt á opinberum markaði, að gripunum hafi verið slátrað á sláturstöðum, sem framleiðsluráð eða umboðsmaður þess hefur viðurkennt. 17. grein. Framleiðsluráð verðskráir hrossakjöt á innlendum markaði, ef Búnaðarfélag íslands eða félag framleiðenda, sem framleiðsluráð viðurkennir, óskar þess. Nú liafa framleiðendur sláturlirossa myndað með sér félag, sem framleiðsluráð viðurkennir, og skal þá framleiðsluráð setja reglugerð um sölu og meðferð slátur- hrossa og hrossakjöts, ef félagið, er að framan greinir, óskar þess. í reglugerð þessari skal tekið fram meðal annars: 1. Um skiptingu landsins í sölusvæði. 2. Bann gegn sölu afsláttarhrossa og hrossakjöts milli sölusvæða nema með sam- þykki framleiðsluráðs. 3. Að framleiðsluráð ákveði kjötverð í heildsölu og smásölu eftir árstíðum og gæðum. 4. Um mat og flokkun hrossakjöts. 5. Um skipun söluráðs hvers sölusvæðis, er starfi undir yfirumsjón framleiðslu- ráðs. 6. Um úthlutun söluleyfa, er miðist við markaðshorfur á hverjum tíma og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.