Freyr - 01.09.1947, Síða 29
FRE YR
287
gjald af sömu mjólk nema á einum stað. Verði ágreiningur um heildsöluverð ein-
hverrar vöru, sem seld er milli verðjöfnunarsvæða, sker framleiðsluráð úr.
28. grein.
Framleiðsluráð hlutast til um, að mjólkurframleiðendur komi sér upp mjólkur-
sölustöðvum í þeim kaupstöðum og kauptúnum, þar sem engar eru fyrir eða ófull-
nægjandi og þeirra er full þörf að dómi framleiðsluráðs. Getur framleiðsluráð krafizt
þess, að bygging stöðvarinnar sé hagað þannig, að mjólkursölustöðin geti einnig
tekið á móti mjólk til vinnslu, þegar þörf krefur. 1 því sambandi er framleiðslu-
ráði heimilt í samráði við stjórnir mjólkurmálanna á hlutaðeigandi mjólkursölu-
svæði að ákveða stofngjald á alla innvegna mjólk, er lagt sé í sérstakan sjóð, er
varið sé til að bæta og tryggja skilyrði til vinnslu og sölu mjólkurinnar.
Mjólkursölustöðvar, sem jafnframt hafa vinnslu, skulu reistar þar, sem skilyrði
til mjólkurframleiðslu þykja álitleg og framleiðsluráð telur þeirra þörf og þá sam-
kvæmt fyrirsögn sérfróðs manns, er Búnaðarfélag íslands samþykkir.
Telji framleiðsluráð félagsskap framleiðenda, er að slíkri byggingu stendur,
svo traustan, að af framkvæmdum hans megi vænta varanlegra umbóta á sviði mjólk-
urmálanna, skal ríkissjóður styrkja þær stöðvar að % stofnkostnaðar, enda leggi
hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélag stöðinni til ókeypis lóð á hentugum stað. Hafa
stöðvar þessar sömu réttindi og skyldur og mjólkurbú samkv. lögum þessum.
Framleiðsluráð getur í samráði við heilbrigðisstjórn ríkisins heimilað sölu-
stöðvum þessum, er því þykir nauðsyn til bera, að selja ógerilsneydda mjólk, en
lúta verða þær að öðru leyti öllum fyrirmælum heilbrigðisstjórnarinnar um alla
meðferð mjólkurinnar.
VI. KAFLI
Um verðmiðlun.
29. grein.
Verðmiðlun á kjöti, mjólk og mjólkurvörum skal haga þannig:
a. Á kjöti: Greiða skal verðmiðlunargjald á allt kindakjöt, er nægi til þess að
sláturleyfishafar fái greitt sama verð fyrir sams konar vöru afhenta af fram-
leiðanda á sláturstað.
b. Á mjólk og mjólkurvörum: Greiða skal sérstakt verðmiðlunargjald af allri
mjólk, sem seld er til neyzlu til að koma á hentugri vinnuskiptingu milli bú-
anna, svo og til verðmiðlunar á milli mjólkursölusvæða, eftir því er framleiðslu-
ráð telur þörf á, o. fl. (sjá 30. gr.).
30. grein.
Framleiðsluráð ákveður árlega, hve hátt verðmiðlunargjald skuli tekið í sam-
ræmi við a- og b-lið 29. gr. til þess að framkvæma þá verðmiðlun, er þar um ræðir, og
standa straum af framkvæmdum laga þessara, þar á meðal kostnaði vegna fram-
leiðsluráðs o. fl. (sjá þó 9. gr.).
31. grein.
Sláturleyfishafar og stjórnir mjólkurmálanna á hverju mjólkursölusvæði skulu
standa framleiðsluráði skil á verðmiðlunargjaldinu samkvæmt fyrirmælum þess.
Gjald þetta er heimilt að taka lögtaki.
Framleiðsluráð annast um framkvæmd verðmiðlunarinnar og aflar sér þeirra
gagna, sem þörf er á í því skyni. Skylt er einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum,
er starfa fyrir landbúnaðinn, að veita framleiðsluráði upplýsingar, er að þessu lúta
og þær geta í té látið.