Freyr - 01.09.1947, Side 23
FRE YR
281
7. að ákveða mjólkursölusvæði samkv. lögum þessum;
8. að verðskrá landbúnaðarvörur í samræmi við vísitölu hagstofunnar, sbr. 2.
málsgr. 6. gr. og 7. gr.
3. grein.
Framleiðsluráð lætur safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu land-
búnaðarvara, vinnslu þeirra og sölu, markaði, markaðshorfur og afkomu landbún-
aðarins á hverjum tíma.
Skylt er öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum, er hafa með höndum vinnslu
eða sölu landbúnaðarafurða, að láta ráðinu í té allar upplýsingar, er því geta að
gagni komið við störf þess og þær geta veitt.
4.
5.
II. KAFLI
Um verðskráningu.
grein.
Söluverð landbúnaðarvara á innlendum markaði skal miðasl við það, að heildar-
tekjur þeirra, er landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra
vinnandi stétta.
Hagstofu íslands er skylt að afla nauðsvnlegra gagna fyrir 1. júlí ár hvert um
framleiðslukostnað landbúnaðarvara og tekjur annarra vinnandi stétta á sama
tíma.
grein.
Við útreikning framleiðslukostnaðar og verðlagningu á söluvörum landbún-
aðarins á innlendum markaði í heildsölu og smásölu skal samkvæmt ákvæðum 4.
gr. byggt á verðgrundvelli, sem fenginn er með samkomulagi milli þriggja fulltrúa,
seiu tilnefndir eru af stjórn Stéttarsambands bænda, og þriggja fulltrúa frá þessum fé-
lagssamtökum neytenda: Alþýðusambandi íslands, Landssambandi iðnaðarmanna,
Sj ómannafélagi Reykjavíkur.
Nefndinni til aðstoðar eru hagstofustjóri og formaður búreikningaskrifstofu
landbúnaðarins.
Verði samkomulag mað öllum nefndarmönnum, er það bindandi.
Nú næst ekki samkomulag um einhver atriði snertandi útreikning framleiðslu-
kostnaðar eða verðlagningu landbúnaðarvara, og skal þá vísa þeim atriðum, er ágrein-
ingi valda, til sérstakrar vfirnefndar. Yfirnefnd þessi skal skipuð 3 mönnum, einum
tilnefndum af fulltrúum Stéttarsambands bænda, öðrum af fulltrúum neytenda og
hagstofustjóra sem oddamanni.
Fellir hún fullnaðarúrskurð um ágreiningsmálin.
Ákvæðin um yfirnefnd gilda á meðan greitt er niður með rikisfé verð land-
búnaðarafurða eða ef útflutningsuppbætur eru greiddar á þær.
6. grein.
Verðlagsgrundvöllur sá, er um ræðir í 4.—5. gr., svo og verðlagning söluvar-
anna, skal ákveðinn í fyrsta skipti fyrir 1. ágúst 1947 og gildir eftir það þar til annar
verðlagsgrundvöllur er fundinn. Fulltrúar framleiðenda og neytenda geta hvor um
sig óskað endurskoðunar á verðlagsgrundvellinum. Ef ósk fulltrúa um endurskoðun
er komin til gagnaðila fyrir lok febrúarmánaðar það ár, sem óskað er eftir að endur-
skoðunin verði látin fram fara, skal hún þegar tekin til greina. Við endurskoðun
þessa skal fylgja fyrirmælum 4. og 5. gr., og skal henni lokið svo tímanlega, að sölu-
verð á landbúnaðarvörum verði ákveðið í samræmi við hana fyrir 1. ágúst sama ár.
Hagstofa íslands reiknar árlega framleiðslukostnað landbúnaðarvara eða vísi-
tölu hans á grundvelli áðurgreinds samkomulags eða tillagna yfirnefndar (sbr. 5.