Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 34

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 34
292 FREYR til bæjar. Þar bíður konan hans með heitt kaffi á könnunni. — Hún hafði gripið tækifærið til að stoppa í sokkaplöggin. Bráðum eru allir sofnaðir. — Fyrsta örugga þurrkdeginum á slættinum er lokið. Þetta er sagan af einum vinnudegi, eins af hundruðum einyrkjabænda, sem lifa við þá kjara stöðu að eiga hrausta o'g sam- henta konu og efnileg og verkfús börn á heimilinu. Hafa auk þess yfir að ráða einföldum hjálpartækjum til heyöflunar — útúrdúralaus frásögn án allra heim- spekilegra bollalegginga. Þó ég vildi reyna að færa frásögu mína í skáldlegan búning, þá myndi það lítið stoða, því skáldskapur- inn er ekki að jafnaði skáldlegri en lífið sjálft. Gestur Andrésson. Hestarnir og vélarnar í 4.—5. tölubl. Freys þetta ár, ritar mað- ur að nafni Páll Guðmundsson, Gilsár- stekk, grein er hann kallar Landbúnaður- inn og vélarnar. Hann gerir þar að um- ræðuefni tvær greinar, sem birtust í síð- asta árg. Búfræðingsins, þar sem rætt er um dráttarhestana og vélarnar, og þýð- ingu þeirra fyrir landbúnaðinn í fram- tíðinni. Vegna þess að mér finnst, að í þessari grein kenna undraverðs vanmats á ís- lenzka dráttarhestinum og gildi hans fyrir landbúnað okkar vil ég, með þessum lín- um mínum, sýna fram á það, að starfssviði dráttarhestanna er ekki — og á ekki að að vera — lokið í íslenzkum landbúnaði. Það skal strax tekið fram, að ég er síð- ur en svo mótfallinn því, að vélaaflið sé notað í þarfir landbúnaðarins að vissu marki. Það er að segja eftir því sem ,,praktisk“ og hagfræðileg reynsla hefir sýnt og sýnir, að henti bezt. En það er al- veg víst, að enn sem komið er bendir hún ekki til þess, að hestinum sé orðið ofaukið við landbúnaðarstörfin. Ég hefi ekki þá tröllatrú á þeim smærri dráttarvélum, sem nú er verið að flytja til landsins, að með þeim sé hægt að vinna öll þau störf, sem vinna þarf við búskapinn og hestar eru notaðir til. Við skulum t. d. athuga hvort heppilegt væri, að dráttarvélar leystu hestana al- gjörlega af hólmi við heyskapinn. Hugsum okkur tvö meðalbýli eins og talað er um, að þau eigi að verða á næstu árum, þ. e. 600 hestburða töðuvöllur en enginn hey- skapur tekinn utan túns. Á öðru býlinu væri Farmall-dráttarvél með tilheyrandi heyvinnuvélum notuð við heyskapinn, en á hinu fjórir góðir dráttarhestar. einnig með öllum nýtísku heyvinnuvélum, sem fáanlegar eru fyrir hestafl. Ég vil hiklaust álíta að sá bóndinn sem hestaflið notaði stæði hinum fyllilega á sporði hvað við víkur heppilegum vinnuafköstum. En frá fjárhagslegu sjónarmiði séð getur enginn vafi leikið á um það, að sá sem hestana notaði stæði betur að vígi. Það liggur meðal annars í þessum staðreyndum: Dráttar- vélin sjálf kostar, miðað við núverandi verðlag 7—8 þúsund krónur. Ekki tel ég líklegt að vélin endist neitt lengur en hest- arnir. Auk þess verða dráttarvéiaverkfæri mun dýrari en hestaverkfæri. Þá verður sá

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.