Freyr - 01.09.1947, Side 24
282
FRE YR
gr.), og skal framleiðsluráð miða verðlagning á landbúnaðarvörum árlega við þann
útreikning.
Hið nýja verðlag tekur gildi 1. ágúst ár hvert. Enginn má kaupa eða selja búfjár-
afurðir eða garðávexti, sem verðskráðir eru samkv. lögum þessum, fyrir annað verð
en það, sem ákveðið er á hverjum stað og tíma.
7. grein.
Reynist nauðsynlegt til að fullnægja eftirspurn neytenda að slátra sauðfé fyrir
15. sept., skal framleiðsluráð verðskrá kjöt af því fé þeim mun hærra en hið ákveðna
haustverð, sem nemur væntanlegum þyngdarauka kindanna að viðbættum þeiin
aukakostnaði, sem fylgir því að slátra að sumrinu samanborið við að slátra i slátur-
tíð að haustinu.
8. grein.
Ákveða skal á hverju hausti verðlag það á helztu innlendum garðávöxtum,
er gilda skal um uppskerutímann frá 15. sept. til 1. nóv. Eftir það skal verðið fara
hækkandi, svo að fullt tillit sé tekið til geymslukostnaðar þeirra garðávaxta, sem
síðar verða seldir. Nýir innlendir garðávextir, sem koma á markaðinn fyrir 15. sept.,
skulu skráðir hærra verði, því fyrr sem þeir eru afhentir til sölu. Skal verðið miðað
við, að tryggð verði framleiðsla snemmvaxinna garðávaxta.
9. grein.
Kostnaður við framkvæmd II. kafla þessara laga greiðist úr ríkissjóði.
III. KAFLI
Um sauðfjárafurðir.
10. grein.
Framleiðsluráð úthlutar slátrunarleyfum, og má enginn slátra sauðfé til sölu né
kaupa fé til slátrunar eða verzla með kjöt af því í heildsölu án leyfis framleiðslu-
ráðs. Heimilt skal þó sauðfjáreigendum, er verka hangikjöt á heimilum sínum, að
selja það beint til neytenda, en fá skulu þeir leyfi til þess og greiða af því verð-
jöfnunargjald. Leyfi til slátrunar skal veitt fyrir eitt ár í senn. Leyfi skal veita lög-
skráðum samvinnufélögum, sem starfandi eru við gildistöku laga þessara, svo og
þeim samvinnufélögum, sem stofnuð kunna að verða á viðskiptasvæðum félaga, sem
hætta störfum án þess að bændur á viðskiptasvæðinu gerist meðlimir annarra fé-
laga. Heimilt er að veita slátrunarleyfi félögum neytenda á þeim stöðum, þar sem
ekki eru sláturhús, en aðeins fyrir það fé, sem þau kynnu að kaupa til neyzlu meðlima
sinna. Enn fremur getur nefndin veitt leyfi samvinnufélögum bænda, er stofnuð
kunna að verða eftir að lög þessi öðlast gildi, á svæði, þar sem ekki eru samvinnu-
félög fyrir, og ekki falla undir ákvæði 4. málsl. þessarar greinar, sömuleiðis
þeim verzlunum öðrum, sem uppfylla skilj'rði þau, sem sett eru um sláturhús og
verzlun kjöts samkvæmt ákvæðum laga um kjötmat o. fl. frá 19. júní 1933. Einnig
er heimilt að veita slátrunarleyfi þeim einstaklingum, er vegna sérstakra staðhátta
eiga svo örðugt um rekstur eða flutning fjárins til sláturhúss, að illfært sé að dómi
framleiðsluráðs.
í leyfi getur framleiðsluráð ákveðið fjártölu þá að hámarki, sem leyfishafi má
slátra til sölu innanlands, svo og hvernig kjötið af því fé skuli verkað.
11. grein.
Þeir, sem slátra fé til sölu, gefa ráðinu skýrslu um daglega slátrun, staðfesta
af kjötmatsmönnum, og standa skil á verðmiðlunargjaidinu til framleiðsluráðs.
Stjórn neytendafélags, er fengið hefur slátrunarleyfi, skal einnig senda slíka skýrslu